Skinfaxi - 01.05.1994, Page 37
Þarna sést glöggt hvernig böggunum er dreift í garða til að hefta sandfok.
okkar og að það verði ekki fyrir
skemmdum.“
Árangursríkar ferðir
_ Hafíð þið unnið eitthvað að land-
græðslu?
„Já, við höfum farið í tvær sáninga-
ferðir í samvinnu við Landgræðsluna.
Hún lagði til fræ og áburð, sem við
sáum um að koma niður. Við fórum á
svæðið milli Skjaldbreiðar og Þóris-
jökuls á árunum 1992 og 1993. Þar
sáðum við í örfoka svæði. Nú er komin
þama græn, falleg slikja yfir allt svæð-
ið, sem er um þrír hektarar að stærð.
Á seinna árinu fórum við einnig
svonefnda baggaferð. Þá hafði Land-
græðslan samband við okkur og óskaði
eftir aðstoð við að koma böggum sem
þeir höfðu flutt upp á Haukadalsheiði á
leiðarenda. Um var að ræða melgresis-
hálmbagga, sem þeir raða í garða til
þess að stöðva sandfok efst upp við
Sandvatn. Þeir fengu okkur til sam-
starfs til þess að taka baggahrúgurnar
og dreifa þeim. Við mættum með 10-
15 bíla og kerrur og komum böggun-
um á fyrirhugaðan stað.
I vor leitaði svo Skógrækt ríkisins til
okkar, því þeir höfðu áhuga á að nálg-
ast svokallað hálendisbirki og ná af því
sprotum. Sú sprotatínsla þarf að fara
fram í lok apríl eða byrjun maí. Þá er
fært upp á hálendið til þess að nálgast
þá.
Við fórum í könnunarleiðangur um
helgi síðast í apríl og reyndist þá hægt
að komast upp að Hvítárvatni, en há-
Skinfaxi
37