Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Síða 38

Skinfaxi - 01.05.1994, Síða 38
/ landgræðsluferð sunnan Vatnajökuls. lendisbirkið vex við Karlsdrátt og þar um kring. Hálendisbirkið er mjög harðgert og hyggjast skógræktarmenn reyna að hefja ræktun á því, sem er ekki hægt öðru vísi en að ná í þessa sprota og það á réttum tíma. ‘ ‘ Tvö tonn af fræi „Enn má nefna að árið 1992 fórum við af stað með herferð sem við köllum „Fræ á fjöll - ruslið heim.“ Þá fórum við af stað í samvinnu við Landgræðsl- una og Olís. Landgræðslan lét útbúa 2.5 kílóa fræpoka með melgresi, snar- rótarpunti og áburði. Við létum aftur útbúa stóra og sérstaklega sterka rusla- poka fyrir okkar félagsmenn, sem þeir gætu hafi í bílunum og tekið allt rusl til baka. Við útbjuggum þetta þannig að þetta eru einingar sem í eru nokkir ruslapokar og einn áburðarpoki ásamt leiðbeiningum. Við erum búnir að fara með í kringum 2 tonn af fræi og áburði til dreifingar uppi á hálendinu á þenn- an hátt. Þetta verkefni er enn í gangi. Sá skammtur sem við létum útbúa í upphafí, þ.e. 2.5 tonn af fræi og áburði og 10.000 ruslapokar, er nú senn á þrotum og við reiknum við að láta út- búa meira á næstunni. I fyrra létum við einnig gera litla ruslapoka fyrir okkur til að hafa í mælaborði bifreiða. Þá er m.a. hægt að fá á Olís-bensínstöðvunum, en hinir stærri eru aðeins til afgreiðslu á stöð- um þar sem jeppamenn koma.“ _ Hvað með samstarf ykkar við Náttúruvemdarráð? „Það er með miklum ágætum. Við eigum nú orðið aðalfulltrúa á þingi ráðsins, sem kemur í kjölfar starfs okk- ar að þessum málum. Síðan erum við í nefnd með Náttúruverndarráði um „vélvædda útivist að vetrarlagi.“ Þetta er samkvæmt samnorrænni reglugerð. Það er mjög gott samstarf á milli Nátt- úruverndarráðs og klúbbsins og langt í frá að það sé eitthvert stríð á milli þessara tveggja aðila eins og margir vilja halda. Við erum í rauninni að vinna að sömu hlutum, náttúruvernd, og það gerum við, klúbbfélagar, ekki vegna slæmrar samvisku heldur af ein- skærum áhuga. Það er forsenda okkar tilveru sem ferðahóps að halda landinu í góðu horfi.“ Fræðsla fyrir útlendinga _ Hvað er framundan hjá ykkur? „Nú er í bígerð að útbúa fræðslu- bækling til dreifingar meðal innlendra og erlendra ferðamanna. Okkur hefur fundist erlendir ferðamenn fá heldur lítinn fróðleik frá yfirvöldum hérna. Því erurn við að láta útbúa efni til dreifingar til þeirra. Aætlað var að reyna að koma því í gagnið í sumar, en það eru ýmsir hlutir sem spila inn í þannig að útkoma þess gæti tafist fram á næsta vor. Þessum bæklingi verður dreift í Norrænu og á bílaleigurnar. Við viljum ná til erlendra ferðamanna áður en þeir hefja ferðalagið hér. Við munum halda áfram með stiku- ferðirnar og mér skilst að leiðin liggi á Syðra-Fjallabak í haust. Þá reiknum við með einni til tveim ferðum í samvinnu við Landgræðsluna á þessu ári, svo sem verið hefur að undanförnu. A síðustu tveim árum höfum við beint til félagsmanna með auglýsing- um í blöðum að loka leiðum vegna aurbleytu, þegar við höfum talið hættu á skemmdum vegna umferðar. Okkar menn eru mikið á ferðinni og því frétt- um við mjög fljótlega ef einhver hætta er á ferðum. Stundum höfum við verið allt að tveim vikum á undan Vegagerð- inni að auglýsa slíkar lokanir. En starf okkar í dag beinist aðallega að því að fræða almenning og kynna fólki hvernig við störfum. Við viljum fá sem flesta með í baráttuna fyrir hreinni og óspjallaðri náttúru landsins.” Frœið er herfað niður svo þaðfjúki ekki burt. 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.