Skinfaxi - 01.12.1999, Side 16
hugsa um þetta sem einhverja endastöð.
Ég held að þetta sé að breytast þannig að
menn komi inn í ákveðinn tíma með
ákveðnar skoðanir og vinni að þeim ef
menn fara síðan að þreytast mikið á þessu
er tími til kominn að snúa sér að einhverju
öðru.“
- En þessi stöðuga neikvæða
umfjöllun sem alltaf virðist finna leið
sína í fjölmiðla landsins?
„Ég er nú þannig gerður að ég er mikill
kappsmaður og finnst líka ágætt þegar á
móti blæs. Það er líka gott að fá vindinn í
bakið öðru hvoru en það fer kannski minna
fyrir því í pólitíkinni. Ef ég hef sannfæringu
fyrir ákveðnum málum og vil berjast fyrir
þeim þá geri ég það. Ég held að þeir stjórn-
málamenn sem alltaf fara undan þegar á
móti blæs, breyta afstöðu sinni miðað við
hvernig hver og einn talar við þá eru stjórn-
málamenn sem aldrei ná neinu í gegn.“
- Nú ert þú búinn að sitja sem
ráðherra í tæp fimm ár og eflaust mikið
gengið á, en hvaða málefni eru
eftirminnilegust?
„Samningarnir sem tókust um álverið í
Straumsvík voru mjög mikilvægir og ollu
straumhvörfum í þeim efnum. Þetta var
eitthvað sem allir forverar mínir höfðu verið
að reyna að gera en tókst aldrei. Svo tókst
líka að gera samninga um byggingu álvers
á Grundatanga og það var annað sem
menn höfðu verið að gera mjög lengi en
ekki tekist. Ég stend svo núna í þessum
slag fyrir austan sem er Fljótsdalsvirkjun og
bygging álvers í Reyðarfirði sem er stærsta
byggðarmál sem nokkru sinni hefur verið
ráðist í. Ef ég sný mér þá að fjármagns-
markaðnum þá hefur hann gjörbreyst. í 15
ár töluðu menn um aö sameina
fjárfestinga- og lánaþjónustu atvinnulífsins
en það tókst aldrei. Mér tókst það í góðri
Ef ég hef
sannfæringu fyrir
ákveðnum málum og
vil berjast fyrir þeim
þá geri ég það
sátt í ríkisstjórnni og sameinaði Iðn-
lánasjóð, Fiskveiðisjóð, Iðnþróunarsjóð og
Útvegslánasjóð í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóð. Stjórnar-
andstaðan sagði að þetta væri tóm vitleysa
og engir peningar í þessu. Núna þegar
Fjárfestingarbankinn er seldur er hann 20
milljarða króna virði og skilar ríkissjóði og
þjóðinni þá um leið 15 milljarða króna -
peningum sem menn bjuggust alls ekki við.
Menn höfðu reynt í 10 ár að breyta
ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög en það
hafði aldrei tekist. Mér tókst það árið 1997
með góðri aðstoð í ríkisstjórninni og svona
gæti ég haldið áfrarn."
- Er eitthvað sem þú hefur verið
ósáttur við?
„Það eru auðvitað málefni sem ég hefði
viljað gera aðeins öðruvísi en ef ég lýt á
heildarmyndina er ég mjög sáttur með
þann tíma sem ég hef setið í ráðherrastóli."
- Að lokum. Er einhver tími fyrir
líkamsrækt og önnur áhugamál?
„Það er nú bara svo einfalt að maður
verður að gefa sér tíma. Ég er með
svakalega mörg áhugamál og sinni þeim
ágætlega. Ég er svona fjórum sinnum í
viku í einhverskonar líkamsrækt og var til
dæmis á tímabili í fótbolta með
alþingismönnum en ég hef dregið mig í hlé
þar sem mér finnst slysahættan of mikil í
boltanum. Ég er í tveimur gönguhópum,
hestamennsku, er mikill veiðimaður. Ég á
jörð austur á Snæfellsnesi ásamt öðrum og
þar er æðarrækt sem ég er mikill
áhugamaður um. Það er því óhætt að
segja að ég hafi nóg að gera og mér leiðist
sjaldan.“
1fi