Skinfaxi - 01.12.1999, Qupperneq 21
- Finnst þér hreyfingin hafa breyst mikið frá því þú
varst einn af stofnendum Ungmennafélagsins Húna?
„Auðvitað hefur hreyfingin breyst mikið og verið í takt við
tímann. í þéttbýlinu eru íþróttirnar orðnar miklu stærri
þáttur í starfinu heldur en var á upphafsárunum. Hjá
félögunum úti á landi er fjölbreyttnin meiri og víða sjá
félögin um menningarstarfið að mestu. Mér finnst
ungmennafélagsandinn alltaf vera sá sami og hann
breytist aldrei.”
- Eftir 48 ára starf hljóta að vera margar
eftirminnilegar stundir, er eitthvað sérstakt sem
stendur upp úr hjá þér?
„Það er mjög erfitt að nefna eitthvað eitt en samt held ég
nú að Landsmótin séu eftirminnilegust þegar ég lít til
baka. Ég hef verið á öllum mótum frá árinu 1961, og þau
hafa öll verið afskaplega eftirminnileg þó að þau hafi verið
mjög ólík. Það hafa verið sérstök svipbrigði á hverju móti
en alltaf hafa þetta verið alveg yndislegar stundir.”
- Hver voru stærstu málefnin sem hreyfingin var að
vinna að á því tímabili sem þú varst formaður?
„Við endurbættum í tvígang aðstöðu
þjónustumiðstöðvarinnar. Við efldum mjög samskipti við
félaga okkar um allt land. Við fórum út í þrjú
umhverfisverkefni á landsvísu, sem heppnuðust
einstaklega vel. En þó verður mér sennilega
eftirminnilegast verkefnið „Eflum íslenskt” þegar við
hjóluðum 3400 kílómetra um landið og komum við á
næstum öllum þéttbýlisstöðum. Þetta var hvattning til
fólks að kaupa innlenda framleiðslu fremur en innflutta.
Það var mikil þátttaka og stemmning og vel merkjanlegur
árangur.”
- Ef við snúum okkur að málgagni hreyfingarinnar,
Skinfaxa, sem í ár heldur upp á 90 ára afmæli sitt. Þú
hefur fylgst með útgáfunni í gegnum tíðina og séð
margar breytingar?
„Já ég hef gluggað talsvert í gamla Skinfaxa og reyndar
vantar mig nú bara eitt blað til að eiga öll Skinfaxablöðin
frá upphafi. Það er óhætt að segja að blaðið hafi breyst
mikið á þessum tíma. Blaðið hafði mikið þjóðfélagslegt
gildi á sínum tíma og var mjög pólitískt. í dag er tilgangur
þess allt annar en ég held að það sé hægt að segja enn í
dag að blaðið sé gott og þjóni sínum tilgangi sem
upplýsinga- og fræðslurit. Það er mjög erfitt að bera
saman blöðin sem komu út þegar við vorum í
Þjóðfélagsbaráttunni og svo blöðin sem eru að koma út
núna - þetta eru allt aðrir tímar og ekki hægt að líkja þeim
saman”.
- Sérðu fyrir þér að tímarit eins og Skinfaxi eigi eftir að
koma út í önnur 90 ár?
„Já, ég er alveg sannfærður um það. Ég held að
ungmennafélagshreyfingin eigi eftir að vera öflug og ég
held að hún eigi eftir að styrkjast frekar en hitt og Skinfaxi
sr og verður alltaf hluti af henni. Þrátt fyrir miklar
breytingar á tölvuöld verður ætíð'þörf fyrir félög sem sinna
fjölbreyttu menningarstarfi. Hvort sem það eru íþróttir,
umhverfismál eða bara að skapa aðstöðu fyrir fólk á öllum
aldri til að starfa saman að heilbrigðu tómstundastarfi.
Það eykur líffyllingu tólks og dregur úr þeirri hættu sem á
vegi ungs fólks er. Það er gæfa hvers manns að kunna að
!eika sér. Ég treysti engum betur en
ungmennafélagshreyfingunni til að vinna að því.”
■ En svona að lokum, veistu hvað orðið Skinfaxi
þýðir?
-Hefur það ekki eitthvað með hest og sól að gera”.
(Orðabók: ‘hestur sólarinnar’)
ÍSIAND
ÍSIANO
Jólsveinafrímerki
ISIANO
(SIANO
Á þessu ári eru gefin út þrettán mismunandi jótafrímerki. Á þeim eru ístensku
jótasveinarnir sýndir eins og við könnumst við þá. fullir af lævísi og hrekkjum.
Á frímerkjunum skrýðast þeir þjóðlegum búningum í samræmi við niðurstöður
í hugmyndasamkeppni Þjóðminjasafnsins um útlit þeirra og klæðnað.
Frímerkjasatan
Vesturgötu 10a,
101 Reykjavík
Sími 580 1050 Fax 580 1059
www.postur.is/postphit
íslendingar
burfa
um
blóðgjafir
áárií
liörfnumst
Mnnar
hjálpar!
BLÓÐBANK3NN
Móttaka blóðgjafa er opin:
Mánud.: 8:00-19:00
Þriðjud. og miðvikud.: 8:00-15:00
Fimmtud.: 8:00-19:00
Föstud.: 8:00-12:00