Skinfaxi - 01.12.1999, Qupperneq 30
Hver sem ann íþróttum af heilum hug, er
líka reglumaður. Það lærist fljótt, að íþróttir
og nautnalyf eiga ekki samleið. Íþróttalíf
æskumannsins er því eitt af sterkustu
vopnunum í baráttunni gegn höfuðóvinum
æskulýðsins: áfengi og tóbaki.
Nútímaæskan. Hvað heyrum við oftast,
þegar rætt er um nútíma æsku? Mest ber
þar á aðfinnslum og ádeilum. Hún er kölluð
laus í sér og léttúðug. Hún er talin kvikul,
táplítil og drykkfelld. Margir telja hana
óþjóðlega og illa að sér í þjóðlegum
fræðum. Sumir telja, að Ijóðsmekkur og
Ijóðaþekking sé að fjara út hjá nútima
æskulýð. Eigum við, sem fullorðin erum,
að trúa þessum ásökunum? - Það er erfitt,
að meta samtíð sína, en líkar ádeilur hafa
heyrzt um ungmenni og æskulýð á öllum
öldum, og þó hika jafnvel svartsýnustu
menn við að segja, að mannkynið sé í
afturför.
Niðurlagsorð. Eg vil svo enda orð mín
eins og eg byrjaði, að hvetja æskuna til
íþrótta. Þær eru hollasta viðfangsefni
frístundanna og sterkasta vörnin gegn
tælandi freistingum nautnalyfja og
lauslætis. Þær efla reglusemi og
drenglyndi, sem eru höfuðkostir hvers
vaxandi mann. Og þær geta fætt af sér
ódauðleg þrekverki sem geymast um
aldaraðir á spjöldum sögunnar.
Stefán Jónsson
Erindi flutt á sumarmóti 1938
Skinfaxi fyrir 50 árum
Bækur geta verið skaðlegar fyrir
unglinga
íslendingar eru bókaþjóð. Stundum hafa
þeir verið nefndir bókalaus bókaþjóð, en nú
er meira talað um bókaflóð. Það er kunnugt
af sögum, enda muna elztu menn þá tíma,
að lítið var um bækur og ólíkt því, sem nú
er...
... Nú er svo, að bækur eru mjög
misjafnar að gæðum; sumar góðar, aðrar
gagnslausar, en margar vondar, og geta
verið skaðlegar fyrir unglinga.
Það hefur til dæmis verið sagt frá því í
fréttum, að piltur einn, sem tekinn var fastur
fyrir þjófnað, skýrði frá því, að hann hefði
farið að iðka slíkt vegna þess, hve hrifinn
hann varð af sögum um slynga þjófa, sem
alltaf sluppu undan lögreglunni.Þannig
getur lestur slæmra bóka leitt æskuna á
glapstigu.
Ungmennafélögin hafa hér miklu
hlutverki að gegna; og góða aðstöðu til að
hafa áhrif á lesefni fólksins, með því að
hafa aðallega í bókasöfnum sínum þær
bækur, sem eru hollar til lestrar og hafa
göfgandi áhrif á ómótaða unglinga.
Það er þannig með líkamlega fæðu, að
ekki er það ávallt það gómsætasta, sem
mestan líkamsþroska veitir, og sumir verða
sólgnir í eiturnautnir, sem hafa skaðleg
áhrif á líkamann.
Ekki eru ósvipuð áhrif, sem bókalestur
getur haft á fólk, því glæpamanna-, morð-
og draugasögur geta haft svipuð áhrif á
hugsunarháttinn sem
eiturnautnir á líkamann. Þær
auka það illa í manninum og
valda oft hræðslu
(myrkfælni). En mörgum
þykir þær spennandi og
sækjast því eftir slíku
lesefni, svipað og þeir, sem
venjast á eiturnautnir.
Þá er svo með sumar
bækur, að þær eru
gagnslausar, hafa ekki áhrif
til góðs né ills. Það munu
margir telja, að tilgangslaust
sé að gleypa í sig mikið af
fánýtri fæðu, en sumir hafa
kannske nógan tíma til að
lesa þessháttar bækur, og
skal þá ekki lasta slíkt. Svo
mun þó með marga, að þeir
hafa miklum störfum að
gegna, en takmarkaðar
tómstundir til bókalesturs.
Flestir þeirra munu vera
þannig, að þeir hafa þörf
fyrir að auka sinn andlega
þroska, til að verða hæfari
starfsmenn í þjóðfélaginu ...
... Það hefur verið mikið
um öfgakenndar
bókaauglýsingar að
undanförnu, og ekki er óeðlilegt, að það
glepji suma, þegar fánýtt og skaðlegt rusl
er auglýst sem úrvalsbækur. Þörf er því á,
að æskufólkið hugsi málið og athugi það,
hvort heldur skal velja lesefni, sem hefir
áhrif til góðs eða ills, og velji bækur í
bókasöfn sín með tilliti til þess.
Sumir eru máske þannig, að þeim finnst
þeir geta verið nógu góðir
þjóðfélagsþegnar, þó þeir spillist eitthvað,
eða nái ekki eðlilegum þroska vegna
eiturnautna. Fleiri munu þeir þó vera, sem
finna það, að þeir þurfa á allri sinni orku og
auknum þroska að halda til að vera sem
starfhæfastir umbótamenn í þjóðfélaginu.
Þess vegna er það nauðsyn, að æskan
venji sig á að „verja tíma og kröftum rétt” og
telji það eitt af hlutverkum
ungmennafélaganna að eiga góð
bókasöfn, sem geta veitt andleg verðmæti í
fáum en dýrmætum tónstundum.
Stefán Runólfsson
Berustöðum
Skinfaxi fyrir 40 árum
Landhelgi og landgrunn
Afstaða Breta
Eins og öllum íslendingum er kunnugt
hafa Bretar reynzt eina þjóðin, sem ekki
hefur í verki viðurkennt tólf mílna landhelgi
við ísland. Þeir segja, að notkun þeirra á
fiskimiðum íslendinga upp að þriggja mílna
mörkum sé orðin hefð, sem jafngildi
alþjóðalögum. En hefð Breta hér við ísland
hefur verið sú, að skrapa miðin upp í
landsteina, stemma stigu fyrir fiskigöngum,
eyða fiski, sem gengur á grunnmið,
eyðileggja botngróður, spilla veiðarfærum
íslendinga, gera ólíft á fjölda bæja, sem
verið hafa í byggð um aldir, og eyða þeim
og heil hverfiheilum hverfum og jafnvel
sveitum. Það er þessi hefð, sem þeir eru
svo blygðunarlausir að telja hafa veitt þeim
rétt til að veiða hér - til að halda áfram
eyðingunni! Bretar eru lýðræðisþjóð, en
enn eru þeir í fjötrum fornrar villimennsku í
samskiptum sínum við aðrar þjóðir. Og svo
minnkar gengi þeirra og virðing með hverju
árinu, sem líður. Er skemmst að minnast
þeirrar svívirðu og þess tjóns sem þeir hafa
haft af Kýpurmálunum og af andstöðu sinni
við þjóðernishreyfingar þeldökkra manna í
Austur-Afríku. Og auðvitað endar með
skömm og skaða yfirgangur þeirra
gagnvart íslendingum, þó að sízt sé fyrir að
synja, að þeir þrjózkist enn um skeið, sem
jafnvel nemi árum.
Jafnve/ ungt fð/k
eykur velllðan sínn með þvi
a'ð nola Hiárvötn og Ilmvöln.
Vér frumleiðuin:
Eau de Portujfal.
Euu de Quinine.
Euu de Cologne.
Bayrhum.
Isvutn.
JÞá Iiöfuin vér hafið framleiðslu á ilmvötnum
úr hinum beztu erlendu efnum.
Fyisla merkið, Fnntasie, er þegnr komið n
markaðinn og kostar i Jiúðum frá kr. 1.50 lil lcr.
0.00
Auk l>ess liöfum vér einkainnflutning á er-
leudum ilmvölnum og hái-völnum og snúa
verzlanir sér þvi til vor, liegar þœr þurfa ú
þcssum vörum uð halda.
Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bök-
unardropa þó, sem vér seljum. Þcir eru búnir til
með réttum luetti, úr réttum efnum,
Fást alsaðar.
Afengisverslu/i ríkisins.