Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 16
Einar Kristján Jónsson formaður Umf. Vesturhlíðar Ungmennafélagið Vesturhlíð hefur séð um og annast svæði Þrastaskógar frá stofnun félagsins árið 1987. Starfið var ekki markvisst fyrr en árið 1998 þegar félagið tók formlega við starfi Þrastaskógarnefndar. Þá var ákveðið að gera starfsemina opnari og skemmtilegri og ráðist var í fjölda verkefna með aðstoð styrktaraðila á borð við Búnaðarbankann, Landsbankann, Landsvirkjun og Pokasjóð. Með tilkomu nýs veitingaskála ætti starfsemi Þrastaskógar að verða enn skilvirkari og vonandi mun fjölga þeim fjölskyldum sem sækja skóginn heim. Einar Kristján Jónsson hefur gengt formennsku Umf. Vesturhlíðar frá 1997 og þekkir skógarlögmálið vel. Valdimar T. Kristófersson ræddi við Einar um Þrastaskóg og starfið sem þar fer fram en byrjaði á því að spyrja hann nánar um nýja veitingaskálann sem rísa mun í Þrastaskógi fyrir vorið, en Einar og aðrir stjórnarmenn Vestur- hlíðar hafa lengi barist fyrir því að fá nýjan veitinga- skála í Þrastaskóg. Fagna því að framkvæmdir séu hafnar - segir Einar Kristján Jónsson formaöur Umf. Vesturhlíðar og Þrastaskógarnefndar UMFÍ Félagsmenn Vesturhlíðar hafa séð um rekstur Þrastaskógar s.l. ár. ,,Umf Vesturhlið fór af stað 1997 með ákveðna hugmyndavinnu um uppbyggingu nýs skála í Þrastaskógi sem gekk það langt að komnar voru teikningar og nánast búið að undirrita samninga um byggingu skálans þegar ákveðið var að hætta við allt saman. Ég er því mjög ánægður og fagna því að framkvæmdirnar séu komnar af stað enda þörfin mikil og þetta hefur verið mitt hjartans mál frá því ég tók við formennsku Vesturhlíðar. Það sem hefur staðið Þrastaskógi fyrir þrifum er að við höfum ekki náð að markaðssetja hann á ársgrundvelli. Skógurinn hefur upp á enda- lausa möguleika að bjóða allan ársins hring og með tilkomu skálans og möguleika hans náum við von- andi að virkja skóginn allt árið um kring. Það er af nógu að taka yfir sumartímann en á veturna er t.d. frábært að stunda gönguskíði á svæðinu og við höfum útbúið sérstakar skíðagöngubrautir. Nýji skálinn er mjög vel hannaður og einn starfsmaður getur haft umsjón með öllu því sem þar gerist þótt skálinn sé rúmir 400 fermetrar að stærð. Kostnað- urinn við að halda skálanum opnum árið um kring ætti því ekki að vera svo mikill." En er einhver ástæða til að hafa skálann opinn yfir vetrarmán- uðina - er eitthvað af fólki á ferli á þessum árstíma? ,,Við megum ekki gleyma því að þarna er fólk á ferð allt árið um kring sérstaklega eins og tíðarfarið hefur verið undanfarna vetur. Á svæðinu er á annað þúsund sum- arbústaðir og af hverju eigum við ekki að ná athygli þessa fólk með margvíslegri þjónustu og markaðssetja skóginn betur yfir veturinn? Við getum unnið miklu markvissara í þessum efnum.“ Þörfin fyrir nýjan skála er því mikil? „Veitingaskálinn sem hefur verið notaður er búinn að vera ónýtur í fleiri ár. Framstykkið er fúið í gegn og það er glerið sem heldur honum uppi. Eftir Suðurland- skjálftann árið 2000 tók ég það að mér að fá meiri peninga út úr tjóninu því þakið skekktist á skálanum. Fyrir það var nýtt þak sett á skálann fyrst og fremst til að halda starfseminni í skálanum áfram í einhvern tíma til viðbótar. Þakið sjálft hefði mátt koma á fyrir tíu árum þegar það byrjaði fyrst að leka.“ Það sem hefur staðið Þrastaskógi fyrir þrifum er að við höfum ekki náð að markaðssetja hann á ársgrund- velli. Skógurinn hefur upp á enda- lausa möguleika að bjóða allan ársins hring og með tilkomu skálans og möguleika hans náum við vonandi að virkja skóginn allt árið um kring. 16

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.