Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 18
Jón M. ívarsson Fyrir ári síðan var ákveðið innan UMFÍ að fara í nokkuð sérstakt en löngu tímabært verkefni sem nefnist Spor ungmennafélaga. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið verkefnisins að líta um öxl og leita uppi sögu og upphaf ungmennafélaga um allt land og skrá hana niður, hafa upp á gömlum mannvirkjum og íþrótta- svæðum sem reist voru af ungmennafélögum á sínum tíma. Verkefnið hófst formlega í sumar og var Jón M. ívarsson ráðinn til að leita uppi spor ungmennafélaga. Jón stundar nám í sagnfræði við Háskóla íslands En hefur í mörg ár starfað af og til við skjalasafn UMFÍ og er því sögunni vel kunnur. Sjálfur varð Jón ungmenna- félagi um leið og hann hafði aldur til og þrátt fyrir búsetu í Reykjavík síðustu 30 árin heldur hann enn tryggð við sitt gamla félag, Umf. Samhygð í Gaulverja- bæjarhreppi. Þar kennir hann glímu einu sinni í viku á vetrum eftir áramótin. Jón gaf sér góðan tíma til að ræða um verkefnið við Valdimar T. Kristófersson, þótt hann væri á fullu í próflestri, og ræddi m.a. um hug- myndina á bak við verkefnið. Vill höfða til hirðusemi og þjóðrækni félaganna - Jón M. ívarsson vinnur að verkefninu Spor ungmennafélaganna Þaö varð félagsleg vakning með stofnun ungmennaféiaga ,,Á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar má segja að hafi verið stofnað ungmennafélag í hverri sveit, það varð félagsleg vakning ef svo má að orði komast. Þá varð til félagslegur vettvangur sem hafði hvergi verið til í þjóðfélaginu áður og á mörgum stöðum varð til geysilega kraftmikið starf þar sem félagsmenn lögðu mikið á sig til að koma upp margs konar aðstöðu fyrir félagsstarfið sem hafði ekki verið til í sveitunum áður. Þannig er kannski best að vitna í einn ágætan gamlan ungmennafélaga, Vigfús Guðmundsson vert í Hreðavatnsskála. Hann kom inn í nýstofnað ungmennafélag sveitar sinnar ungur maður í upphafi 20. aldarinnar og segir svo í endur- minningum sínum: ,,íbúum sveitarinnar hafði ekki tekist í 1000 ár að reisa sér sameiginlegt hús þar sem þeir Það eru samt til miklar upplýsingar um ungmennafé- lögin víðast hvar á landinu og þetta verkefni snýr að því að safna þessum upplýsing- um saman og reyna fyrst og fremst að kortleggja þessi verklegu störf ungmenna- félaganna þ.e.a.s. allar framkvæmdir sem skiptu sköp- um fyrir félags- legan vettvang gætu komið saman á mannfundum. Við ungmenna- félagarnir reistum okkur strax fundarhús. ...þar iðkuðum við ýmsar íþróttir, skemmtum okkur, héldum málfundi, komum upp bókasafni, byggðum sundlaug, höfðum starfsemi til málfegrunar, söngæfingar o.s.frv. Flest þetta var óþekkt í sveitinni áður.“ Svona var saga ungmennafélaganna í hnotskurn áður fyrr. Þau drifu upp allskonar starfsemi og verklegar fram- kvæmdir sem höfðu hvergi verið fyrir hendi sem unga fólkið gat notið góðs af. Nú er mjög misjafnt hvernig þessi saga hefur verið skráð. Sum ungmennafélög hafa skráð sína sögu vel og myndarlega en annað er kannski meira og minna týnt eða hvergi fyrir hendi. Það eru samt til miklar upplýsingar um ungmennafélögin víðast hvar á landinu og þetta verkefni snýr að því að safna þessum upplýsingum saman og reyna fyrst og fremst að kort- leggja þessi verklegu störf ungmennafélaganna þ.e.a.s. allar framkvæmdir sem skiptu sköpum fyrir félagslegan vettvang t.d. félagsheimili og fleiri byggingar, svo og íþróttavelli og íþróttasvæði sem byggð voru upp, sund- 18

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.