Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 4
Fréttamolar Ungmennafélag Öræfa gefur út valið efni úr Félagsvininum Félagsvinurinn er blað sem Ungmennafélag Öræfa gaf út handskrifað í 25 ár um miðbik síðustu aldar. Blaðið var ekki afhent til aflestrar heldur var einungis lesið upphátt á skemmtunum félagsins. Höfundar efnis voru ungmennafélagarnir sjálfir, margir skrifuðu í blaðið þó sumir væru ötulli við ritstörfin en aðrir. Óhætt er að segja að góð framsetning og fallegt málfar einkenni Félagsvininn. Efnið er af ýmsum toga: ferðasögur, Ijóð, almennur fróðleikur og frásagnir úr daglega lífinu, að ógleymdum gamansögum verðlaunaþrautum. Uppistaðan er frumsamið efni en einnig er þýðingar að finna. Nú kemur valið efni úr Félagsvininum út í tveimur samstæðum bókum. Þær eru prýddar myndum sem tengjast atvinnu- og menningarlífi Öræfinga. Hægt er að nálgast upplýsingar um Félagsvininn hjá UMF Öræfa. Fjörug spurningakeppni UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur í gegnum tíðina efnt til spurningakeppni af og til, ýmist á milli ungmennafélaga eða sveitarfélaga og hefur þetta þótt skemmtileg afþreying. Síðastliðin vetur var farið af stað með spurningakeppni, á vegum UMSB f samstarfi við Héraðsfréttablaðið Skessuhorn, milli fyrirtækja og stofnanna í héraðinu. Alls tóku átta lið þátt í keppninni. Keppnin var útsláttarkeppni og fór fram á tveimur kvöldum fyrst í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit og síðar í félagsheimilinu í Lyng- brekku í Álftaneshreppi. Ásamt spurningakeppninni voru skemmtiatriði bæði kvöldin, í Brún mættu hagyrðingar úr héraðinu og fóru með kveðskap og í Lyngbrekku fóru ungmennafélagið og kvenfélagið þar í sveit með heimafengið skemmtiefni. Lið verktakafyrirtækisins Jörvi ehf á Hvanneyri, vann alla sína keppendur og stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni við lið Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Lið Jörva skipuðu: Haukur Júlíusson, Hvanneyri, Jóhannes Gestsson, Giljum, Ólafur Jóhannesson, Hóli og Þorsteinn Magnússon, Gils- bakka. Á nýju ári er ætlunin að fara aftur á stað að nýju með spurn- ingakeppni með líku sniði en opna hana enn meir þannig að sem flestir hópar geti tekið þátt í keppninni, en gert er skilyrði að keppendur dvelji eða vinni á svæði UMSB. Nú hafa mörg héraðssambönd verið með spurningakeppni á sínum vegum og væri gaman að fá lið frá öðrum héraðssambandi í heimsókn og keppa við sigurliðið UMSB 2003 eða 2004. Á efri myndinni eru þeir sem sömdu spurningarnar og stjórnuðu keppninni. f.v. Haukur Gunnarsson, Jón Gíslason og Þóra Magnúsdóttir. Á neðri myndinni er Sigurlið Jörva ehf. Þorsteinn Magnússon, Haukur Júlíusson og Ólafur Jóhannesson Með kveðju frá UMSB Guðmundur Sigurðsson Jólamerki UMSB Frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar hefur allt frá árinu 1987 gefið út jóla- merki með mynd af kirkjum í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, sem er starfssvæði UMSB. Ein kirkja hefur prýtt merkið hverju sinni og var Borgarneskirkja á fyrsta jólamerkinu. í ár er mynd af Hjarðar- holtskirkju í Stafholts- tungum. Á jólum 2004 verður það Gilsbakkakirkja sem prýðir jólamerkið. Guðmundur Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi hefur teiknað allar kirkjurnar, sem eru 23. Prentverk Akraness hefur séð um prentun öll árin. Til er nokkuð upplag af eldri merkjum sem safnarar hefðu gaman að komast í. Merkin eru bæði prentuð tökkuð og ótökkuð. 5000 göngumenn á fjall Asdis Helga Bjarnadóttir stjórnarmaður í stjórn UMFÍ afhendir Finni Torfa Hörleifs- syni verðlaun, úttekt frá versl uninni Everest að verðmæti 10.000 kr. Á fimmta þúsund göngugarpar tóku þátt í göngu- verkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið. Nú hefur verið lokið við að skrá niður þátttöku allra þeirra sem rituðu nöfn sín í gestabækurnar sem settar voru á topp 18 fjalla í sumar. Dregið hefur verið úr hópi þátttakenda og hlutu 10 heppnir göngugarpar verðlaun frá UMFÍ., 10.000 kr. vöruúttekt í versluninni Everest. Nöfn vinningshafa eru: Björg Sigurðardóttir, Keflavík, Mælifellshnjúkur; Bjarni Benediktsson, Reykjavík, Hestfjall; Örnólfur Guðmundsson, Bolungarvík, Ekkju- skarð; Björk Norðdal, Reykjavík, Reykjaborg; Jóhann Björgvinsson, Hjörleifshöfða, Vatnsenda; Matthea Sigurðardóttir, Akureyri, Eldborg; María Kristjáns- dóttir, Húsavík, Nikurtjörn, Sverrir Ingibjartsson, Sel- fossi, Ingólfsfjall, Árný Oddsdóttir, Helluvaði, Þríhyrn- ingur, Finnur Hjörleifsson Borgarnesi, Hestfjall. Sér- stök aukaverðlaun hlaut Elínborg Kristinsdóttir úr Reykjavík en hún gekk á flest fjöll allra göngugarpa í sumar eða á fjórtán talsins. Haft verður samband við alla vinningshafa og geta þeir vitjað gjafabréfs í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. 4

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.