Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 25
 Glímukona og fegurðardrottning er hin eina sanna þjóðaríþrótt íslendinga! Glíman kom hingað með landnámsmönn- unum og íslenska glíman hefur þróast í þessi 1100 ár sem hún hefur verið stunduð hér. Það er fátt íslenskara en glíman okkar og um hana verður að standa vörð.“ ardrottning - Hvað með marbletti, brotnar neglur o.s.frv. Getur fegurðardrott- ningin sætt sig við slíkt? „Marblettir og þess háttar fylgja jú oft en þar sem ég er ekki í hlutverki fegurðar- drottningarinnar dags dag- lega þá kemur það nú ekki að sök.“ En úr þessu drottningartali og þá tekur þú þér vænt- anlega eitthvert frí frá æf- ingum yfir jólin eða hvað? ,,Jólin eru hopp og jólin eru hí! Jólin eru spariföt og jólagotterí. Jólin eru Jesú- barn, friður og frí. Jólin eru gömul og jólin eru ný. Jólagotterí, jóla- gotterí,“ segir hún brosandi og segist hlakka mikið til jólanna. Þar sem þetta er jólaútgáfa Skinfaxa þá má ég til með að spyrja þig hvaða jólamatur sé á borðinu hjá þér um jólin? „Rjúpunnar verður sárt saknað um jólin en í hennar stað verður líklega borið fram fyllt Iambalæri eða hangikjöt." Hvernig finnst þér annars þessi jólatími sem er að ganga í garð? „Desember hefur alltaf verið uppáhalds mánuðurinn í árinu og ég hlakka alltaf til jólanna. Það verður rólegt og notalegt en líklega verður tíminn líka notaður til að kíkja í skólabækur," segir Inga Gerður en prófin hjá henni byrja fljótlega eftir áramót. Næsta glímumót sem hún tekur þátt í er 17. janúar á næsta ári og þeir sem vilja fara og sjá þjóðaríþrótt okkar íslendinga geta fengið nánari upplýsingar hjá GLÍ Laugardal. Fæstir vita sjálfsagt að þú ert Ungfrú Norðurland og tókst þátt Fegurðarsamkeppni ís- lands í fyrra og stóðst þig vel. Ég get því ekki alveg sleppt þér án þess að spyrja um þátttöku þína f keppninni. Það gerist ekki oft að íþrótta- konur hér á iandi taki þátt í Fegurðarsamkeppnum þótt flestar þeirra ættu fullt erindi þangað. Hvernig stóð á því að þú tókst þátt? „Það var bent á mig og mér boðið að taka þátt. Eftir þó nokkra umhugsun ákvað ég að víkka sjóndeildarhringinn enn frekar og taka þátt.“ Glímukona og fegurðardrottning Glíman hefur átt erfitt uppdráttar undan- farin ár eins og við komum inná hér að ofan en á sér stað einhver markviss vinna til að efla hana og fjölga iðkend- um? „Glímusamband íslands hefur staðið fyrir kynningarstarfi á glímu í grunnskólum á landinu öllu í þó nokkur ár en reynst hefur erfitt að fylgja því eftir. Nú hefur stjórn GLÍ markað sér þá stefnu að leggja mesta áherslu á þau svæði þar sem glíman er stunduð - til að styrkja stoðir glímunnar enn frekar þar sem hún er æfð. Jákvætt er að samkvæmt iðkendatölum ÍSÍ voru glímuiðkendur 408 árið 2001 en fjölgaði í 719 á árinu 2002.“ Er stunduð einhver glíma erlendis? „Glíman hefur aðeins verið kynnt erlendis og útlendingar komið hingað til lands til að fræðast um hana en hún er stunduð í litlum mæli á aðeins tveimur öðrum stöðum að mér vitandi, í Svíþjóð og Danmör- ku og þar gilda sömu reglur." Hvað er síðan framundan hjá þér í glímunni? Ég reikna með áframhaldandi þátttöku í glímumótum vetrar- ins, framhaldið er svo óljóst." Var þátttakan skemmtileg og varstu ángæð með hvernig gekk? „Þetta var ágætur skóli og það kom skemmtilega á óvart að verða valin Ungfrú Norðurland 2003. En ég var satt að segja komin með upp í háls af þessu öllu undir lokin enda mikil vinna á bak við þátttökuna." Hefðir þú ekki geta beitt einhverjum brögðum á stelpurnar eða dómarana þannig að þú hefðir verið krýnd Fegurðardrottning íslands? „Nei, það er betra að vera maður sjálfur og vera metin að eigin verðleikum," segir hún brosandi yfir spurning- unni. A glíman og Fegurðarsamkeppn ir einhverja samleið? „Það reynir á mann sem einstakling og andlegt og líkamlegt form skipta máli. En annars er þetta að flestu leyti mjög ólíkir hlutir t.d. fara úrslit fegurðar- samkeppna eftir huglægu mati dómara en í glímukeppninum fara dómarar eftir skráðum reglum.“ Á glíman og Fegurðar- samkeppnir einhverja samleið? „Það reynir á mann sem ein- stakling og andlegt og lík- amlegt form skipta máli. En annars er þetta að flestu leyti mjög ólíkir hlutir t.d. fara úrslit fegurðarsamkeppna eftir hug- lægu mati dómara en í glímu- keppninum fara dómarar eftir skráðum reglum.“ Marblettir og brotnar neglur Fer þetta tvennt saman, að vera íþróttakona og fegurð- „Jólin eru hopp og jólin eru hí! Jólin eru spariföt og jólagotterí. Jólin eru Jesúbarn, friður og frí. Jólin eru gömul og jólin eru ný. Jólagotterí, jólagotterí," segir hún brosandi og segist hlakka mikið til jólanna. 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.