Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 21
Bergsveinn Sampsted framkvæmdastjóri íslenskrar getspár og getrauna Mikil gróska hefur verið hjá íslenskri getspá og íslenskum getraunum undanfarin ár og söluaukning orðið á hverju ári. UMFÍ nýtur góðs af rekstri íslenskrar getspár þar sem hreyfingin á um 14% í fyrirtækinu. Þá njóta íþróttafélögin á landinu og þar á meðal ung- mennafélögin góðs af rekstri íslenskra getrauna því þau fá ákveðna prósentu af sölunni sem fer eftir dugn- aði þeirra sjálfra við að selja leikinn. Bergsveinn Samp- sted er framkvæmdastjóri íslenskrar getspár og get- rauna. Valdimar T. Kristófersson hitti hann að máli í höfuðstöðvum þeirra í Laugardal og komst m.a. að því heildarsalan er kominn í tvo milljarða á ári. Menn tippa dálítið með hjartanu - segir Bergsveinn Sampsted framkvæmdastjóri íslenskrar getspár og getrauna Mikil söluaukning á undanförnum árum Söluaukningin hefur verið stigvaxandi undanfarin ár og árið í fyrra var það besta í sögunni - hvernig stendur á þessari aukningu? ,,Við höfum verið að þreifa okkur áfram með ýmsu móti sem hefur skilað sér í meiri sölu eins og t.d. með áskrift í Lottóinu, erum komnir með leikina inn á netið, hærri vinningaskrá, Jókerinn o.fl. í fyrra vorum við einnig sérlega heppnir með hversu margir stórir pottar mynduðust sem skilaði sér í meiri þátttöku á milli vik- na. Það eru miklar tekjur sem koma inn þegar pottur- inn verður 5, 6 eða 7 -faldur eins og gerðist í fyrra. Árið í ár hefur líka verið mjög gott þrátt fyrir að þessu stóru pottar hafi ekki myndast. Ég reikna með að salan í ár verði í kringum 1510 milljónir í Lottóinu og rúmlega 430 milljónir í getrauna- leiknum þannig að salan verður í kringum 2 milljarða í allt. Okkur hefur tekist að vera með stíganda undanfarin ár og sérsaklega erum við ángægðir með aukninguna í getraununum því á Norðurlöndum hefur salan í getraunum dregist saman á undanförnum árum.“ Eg reikna með að salan í ár verði í kringum 1510 miiljónir f Lottóinu og rúmlega 430 milljónir í getrauna- leiknum þannig að salan verður í kringum 2 milljarða í allt. Okkur hefur tekist að vera með stíganda undanfarin ár og sérsaklega erum við ángægðir með aukninguna í getraununum... Einhver sérstök áðstæða fyrir því? ,,Við búum við mjög góða þjónustu hérna heima á íþróttatengdu sjónvarpsefni miðað við aðrar þjóðir og það hefur sjálfsagt áhrif. Við erum að fá alla bestu leikina beint heim í stofu til okkar en erlendis þarf viðkomandi kannski að vera með 4 til 5 stöðvar til að ná öllum þessum leikjum." Þú talaðir um áskrift í Lóttóinu - eru margir að nýta sér hana og varir áskriftin þá yfir í heilt ár? ,,Það hefur orðið mikil aukning í áskrift á Lottó og sérstaklega eftir að við settum Lottóleikinn á netið hjá okkur í maí. Mörgum finnst það vera aukin þægindi að þurfa ekki alltaf að fara út í sjoppu til að velja sér tölur. Áskriftin hefur því verið að aukast og sérstak- lega bætast áskrifendur í hópinn þegar stóru pottarnir koma. Áskriftin heldur síðan áfram þangað til að viðkomandi segir henni upp. Þeir sem eru í áskrift fá fjóra fría útdrætti á ári.“ Hvað er fólk að kaupa fyrir háar fjárhæðir í áskrift? ,,Það er misjafnt en að meðaltali er það í kringum 500 kr. á viku.“ 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.