Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 15
Uppbygging í Þrastarskógi íþróttabandalaga inn í UMFI, umræöan um sameiningu UMFI og ÍSI hefur staðiö lengi o.s.frv. Hvernig viltu sjá starf hreyf- ingarinnar á næstum árum? ,,Mér finnst að UMFÍ eigi að halda áfram á þeirri braut sem sam- tökin eru á þ.e.a.s. að einbeita sér að grasrótarstarfinu, almennu félags- æskulýðs- og menningarstarfi þar sem allir taka þátt. Láta ÍSÍ og sérsamböndunum um keppnisíþróttirnar þótt vissulega tengist þetta alltaf saman. Ég held að UMFÍ eigi að leggja enn meiri áherslu á Landsmótin og setja þau í enn fastari skorður. Landsmótin hafa verið kölluð fjöregg hreyfingarinnar og ég held að þau séu það enn í dag.“ Á ekki von á fjölgun á landsmótum Varstu sáttur við þá ákvörðun að opna Lands- mótin? ,,Já, ég var það en ég held hins vegar að það verði aldrei nein þátttaka að ráði nema frá þeim sem eru innan UMFÍ og vilja vera innan UMFÍ. Það eru þeir aðilar sem taka þessu alvarlega og munu sinna þessu. Ég á því ekki vona á því að fjölgunin á lands- mótunum verði mikil frá aðilum utan hreyfingarinnar" Eins og áður hefur komið fram hefur þú ekki sagt skilið við UMFÍ. Situr m.a. í byggingarnefnd Þrastalundar og þú ert fulltrúi UMFÍ í íslenskri getspá. Þannig að þú ert ekki alveg tilbúinn að sleppa takinu enn sem komið er? „Nei, ég hef enn mjög gaman af þessu þótt ég vilji minnka aðeins við mig. Þegar maður er búinn að sitja svona lengi í þessu þá er manni ekki sama um hlutina og hvernig þeir þróast. Maður vill sjá að menn séu að gera réttu hlutina," segir hann hlæjandi en með ákveðnum alvörusvip. Þú treystir s.s. ekki öðrum sem sitja að borði? ,,Jú, jú, að sjálfsögðu geri ég það. En maður vill eðlilega fylgjast með.“ Þú færð sjálfsagt aðeins meiri tíma til aflögu fyrst þú ert hættur í stjórninni - ertu búinn að ráðstafa honum? „Nei, ég hef ekki gert það. Ég hef svo sem alveg nógu mikið að gera. Ég hef aðeins verið að reyna fyrir mér í golfi en það hefur gengið hægt og kannski skynsamlegast að nota meiri tíma í það ef einhver árangur á að nást.“ Ætlar þú að eyða jólunum í Þrastaskógi? „Nei, ekki ætla ég að gera það,“ segir hann brosandi. Hvar heldur þú upp á jólin? „Við höfum ýmist verið hjá foreldrum mínum eða heima. Rjúpan hefur verið á boðstólnum hjá okkur undanfarin ár en ætli það verði ekki gæsin í ár. Ég hef borðað rjúpur frá Noregi og Finnlandi og þær eru ekki í líkingu við íslensku rjúpuna þannig að ég læt líklega skosku rjúpuna vera. Svo er spurning hvort einhver eigi rjúpur í frysti frá því í fyrra sem hann vill losna við.“ segir hann með litlum alvörutón í lokin en vill samt ekki gefa upp símanúmerið sitt þegar blaðamaður Skinfaxa spyr hvort hann eigi að láta það fylgja með. Ég hef enn mjög gaman af þessu þótt ég vilji minnka aðeins við mig. Þegar maður er búinn að sitja svona lengi í þessu þá er manni ekki sama um hlutina og hvernig þeir þróast. Maður vill sjá að menn séu að gera réttu hlutina. Tl 01ÍIV14UJA i % i B I Blaðið Skinfaxi sem þú ert með í höndunum er prentað hjá okkur. Það er eitt af þúsundum prentgripa sem við prentum á hverju ári, allt frá nafnspjöldum til Ijósmyndabóka. SVANSPRENT 3 ■o n 3 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.