Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 17
Rekstur Þrastaskógar Umf. Vesturhlíð hefur séð um rekstur Þrastaskógar - verður svo áfram eða breytist reksturinn eitthvað með komu skálans? „Það verður að koma í Ijós og er alfarið í höndum stjórnar UMFÍ. Stjórnin auglýsti eftir rekstraraðilum að skálanum og einnig að skóginum. Stjórn Umf. Vestur- hlíðar ákvað að sækja um þennan rekstur enda höfum við félagsmenn á okkar snærum sem staðið hafa í slíkum rekstri til fjölda ára og búa því yfir mikilli reynslu. Við erum með margar og góðar hugmyndir um rekst- urinn og hvernig þetta tvennt megi fara saman til að auka nýtingu Þrastaskógar.“ Finns Ingólfssonar og síðar Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra en ert nú farinn að starfa hjá VÍS. Var þér farið að leiðast ráðherrarnir? „Nei, alls ekki. Mér var boðið þetta starf hjá VÍS og fannst tilvalið að breyta til enda var ég búinn að vera bifreiðastjóri í átta ár og kominn tími til að breyta." Framkvæmdaglaðir menn á ferð Hvernig gengur að byggja upp aðstöðuna í Þrasta- skógi? „Hún hefur gengið hægt en þó gengið með aðstoð þessara styrktaraðila sem nefndir voru að ofan. Okkur vantar sárlega varanlegt kalt og heitt vatn og rafmagn á tjaldstæðin. Við erum í rauninni að verða dálítið á eftir í þessum málun enda eru nýjustu tjaldvagnarnir og felli- hýsin með rafmagni sem fólk vill geta notað. Við erum framkvæmdaglaðir menn og ég vonast til að þetta náist fyrir vorið.“ Hvernig gengur að nýta svæði UMFÍ í Þrastaskógi? „UMFÍ nýtir svæðið sjálft lítið en í Þrastaskóg koma fleiri þúsund manns á tjaldsvæðið og það kemur mér ekki á óvart þótt talan skipti tugum þúsunda sem koma í skóginn eingöngu til að ganga og skoða sig um. Reglulega koma í Þrastaskóg gönguhópar frá Selfossi og víðar á Suðurlandi. Svo er Hundaklúbbur Suðurlands með sína vikulega göngu þarna yfir vetrartímann svo eitthvað sé nefnt.“ Hvaða möguleika býður Þrastarskógur upp á? „Ég tel þetta vera besta útivistarsvæði á Suðurlandi og þótt víðar væri leitað enda kemur fólk allsstaðar af landinu til að gista í Þrastaskógi. í Þrastaskógi er gríðarlega fallegt og margir mögu- leikar í boði. Það er hægt að fara langar og stuttar göngur og menn hafa möguleika á því að kaupa sér veiði í Soginu og Álftavatni svo eitthvað sé nefnt.“ Nú er mikið um grenitré í skóginum sem eru tilvalin jólatré. Er eitthvað um að fólk sé að stela trjám á þessum árstíma? „Já, því miður eru margir sem eru með stolinn jólatré í stofunni hjá sér eða fyrir utan fyrirtæki sín. Við verðum varir við það á hverju ári að það eru tekin grenitré rétt fyrir jólatímann. Þetta eru kannski á milli 30-40 tré sem eru tekin á hverju ári. Við sjáum þetta af sárunum og skráum þetta niður. Nú síðustu ár höfum við fengið Lögregluna á Selfossi til að hafa auga með mannaferðum um skóginn á þessum árstíma." Nú er að nálgast jólin - stendur Umf. Vesturhlíð fyrir einhver- jum uppákomum um jólin? „Við höfum farið árlega í skógarferð um Þrastaskóg með fjölskyld- unum þar sem farið var yfir ársuppgjörið og boðið uppá kakó og veitingar. Því miður höfum við ekki farið síðustu tvö ár og ég á ekki von á því að við förum núna.“ Bifreiðastjórinn var ekki orðinn þreyttur á ráðherrunum Ég get ekki sleppt þér án þess að spyrja þig um þitt fyrrum starf sem bifreiðastjóri ráðherra. Fyrst varstu bifreiðastjóri Eg tel þetta vera besta útivistar- svæði á Suðurlandi og þótt víðar væri leitað enda kemur fólk allsstaðar af landinu til að gista í Þrastaskógi. í Þrastaskógi er gríðariega fallegt og margir mögu- leikar í boði. Það er hægt að fara lang- ar og stuttar göngur og menn hafa möguleika á því að kaupa sér veiði í Soginu og Álftavatni svo eitthvað sé nefnt. Hvernig er að vera bifreiðastjóri ráðherra - sjálf- sagt mikið rætt og þú hefur jafnvel komið ein- hverju frumvarpi að - eða hvað? „Nei, ekki get ég nú sagt það. En það er margt sem fer á milli bifreiðastjóra og ráðherra en fyrst og fremst er þetta trúnaðarsamband og þannig heldur maður því.“ Þannig að þú gefur ekkert upp? „Nei, það er vissara að halda þessum trúnaði þangað til að ævisagan kemur út, kaflinn mun heita „Árin í stjórnarráðinu," segir hann brosandi og bætir því við að framtíð Þrastaskógar sé björt og vonast hann eftir að fá tækifæri til að starfa áfram með því góða fólki sem hann hefur unnið með síðustu ár að þeim verkefnum sem þar eru unnin þótt hann sé ekki allra eins og hann orðaði það. „Menn eiga að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og þá þurfa þeir líka að hafa þann þroska að sætta sig við lýðræðið," sagði Einar að lokum. «? Z Ui X z o V) z UJ X z o (/) z Ul X z o co z UJ X z o (/) z UJ X (/) z UJ rtHENSONHENSONHENSONHENSON// SmLun akkafi Udu mh mi áttceújulecjt koMOHái kefjmMtmoJúl, Opnum spennandi heimasíðu 23.janúar 2004 http://www.henson.is % C/) o z X m z in o z X m z (/) o z I m x m z (/) o m z (/) o z X m z (/) o X z o ^H3HNOSN3HNOSN3HNOSN3HNOSt^ 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.