Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 3
ritstjórinn ■ Er gamla góða jólastemmningin orðin hluti að hinu hvers- daglega lífi? Loksins eru jólin að verða komin. Ég hef reyndar undanfarin ár þurft að bíða lengur eftir þeim en þegar ég var ungur. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að verslunareigendur eru farnir að skreyta verslanir sínar miklu fyrr en tíðkaðist þegar óg var ungur og ekki tel ég mig nú vera gamlan f hempunni. Þegar ég ólst upp var jólaskrautið í verslunum ekki sett upp fyrr en 1. desember og virtist það vera óskráð regla á milli verslunareigenda. Frá þeim degi fór jólastemmningin síðan stigmagnandi og náði hámarki á aðfangadag. í dag virðast ekki vera til neinar óskráðar reglur. Verslunareigendur kasta upp jólaskrautinu þegar þeim hentar og algengt er að jólaljósin séu farinn að lýsa upp glugga verslana í lok október og í síðasta lagi í byrjun nóvember. Persónulega finnst mér þetta alltof snemmt þó gaman sé að sjá falleg og björt jólaljós sem lýsa upp skammdegið. Það rennur þá óneitanlega í gegnum mann notaleg jólatilfinning þegar maður hugsar um þær gleðistundir sem framundan eru og því sem þeim fylgir. Mér finnst samt jólastemmningin hafa dottið dálítið niður með tilkomu hinna nýju hefða ef svo má að orði komast og erfiðast þykir mér að standa á tánum fullur eftirvæntingar í tvo mánuði í stað þriggja vikna áður fyrr. Á þessum langa tíma fjarar jólastemmningin út að miklu leyti og verður bara hluti að hinu hversdaglegu lífi og svo er aðfangadagur bara allt í einu kominn og maður varla áttaði sig á því. Auðvitað eru ekki allir sammála mér sem er bara allt í hinu góða og sérstaklega held ég að unga fólkið gefi lítið fyrir þetta viðhorf mitt gagnvart jólunum og stemmningunni í kringum þau. Þau þekkja heldur ekkert annað en jól í október eins og sagði í laginu góða og finnst þetta bara eðlilegur hlutur. Þegar þau verða eldri eiga þau kannski eftir að humma við því þegar verslunareigendur byrja að setja upp jólaljósin og skreyta í lok sumars? í jólaskapi meö Skinfaxa í þessu síðasta blaði Skinaxa fyrir jól erum við í ágætis jólaskapi eins og viðmælendur okkar. Við ræddum m.a. við fjóra ungmennafélaga á ólíkum aldri og spurðum þau um hvernig þau upplifa jólin. Þá var fyrsta skóflustunga að nýjum veitingaskála tekin í lok nóvember og Skinfaxi heyrði hljóðið í þeim Sigurbirni Gunnarssyni sem situr í byggingarnefnd Þrastalundar og Einari K. Jónssyni formanni Vesturhlíðar sem hefur séð um rekstur Þrastaskógar um möguleika nýja skálans og framtíð Þrastaskógar. Þá hefur ungur knatt- spyrnumaður í Kópavogi, Rúrik Gíslason, vakið mikla athygli erlendra liða þótt hann sé aðeins 16 ára. Rætt er við foreldra hans og hver þeirra sjónarmið séu að senda drenginn svona unga út í atvinnumennsku. Hvert er hlutverk foreldra? Rúm tvö ár eru liðin síðan Þórir Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ lét af formennsku og löngu kominn tími á að heyra aðeins í X-formanni. Margt annað ber á góma í þessu jólablaði Skinfaxa sem lesendur ættu að glugga í. Að lokum vil ég nota tækifærið og óska öllum ungmennafélögum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með von um að allir upplifi hina einu og sönnu jólastemmningu. Með hátíðarkveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Það er jólastúlkan í ár Karen Ýr Sigurjónsdóttir sem prýðir forsíðu Skinfaxa að þessu sinni. Það var Sigur- jón Ragnar, ljósmyndari Skinfaxn, sem tók myndina af Karenu Ýr og öðrum viðmælendum blaðsins Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar og Páll Guðmundsson BLAÐAMAÐUR Skapti Örn Ólafsson UMBROTOG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæmundur Runólfsson ÁByRGÐARMAÐU R Björn B. Jónsson AUGLýSINGAR Öflun PRENTUN Svansprent PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir PÖKKUN Ás Vinnustofa RITSTJÓRN Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Anna R. Möller Ásdís Helga Bjarnadóttir Birgir Gunnlaugsson Björn Ármann Ólafsson Hringur Hreinsson Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Ingi Þór Ágústsson Jóhann Tryggvason UÍA SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.