Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 34
Efling frumsýnir leikverkið Landsmótið Leikritiö Landsmótið er kraftmikiö og líflegt leikverk þar sem lífsgleði, ástir og átök ráða ríkjum með góðum skammti af gríni og glensi. Verkið er eftir Þingeyingana Hörð Þór Benónýsson og Jóhannes Sigurjónsson. Efniviðurinn er sóttur í landsmót ungmennafélaganna sem sett hafa glæstan svip á íslenskt þjóðlíf. Ræktun lands og lýðs eru einkunnarorð félaganna og má glögg- lega sjá þess merki í leikverkinu þar sem kröftulega er leitast við að reita ungmennafélagsarfann úr hinum glæstu blómgörðum íslenskrar æsku. Hörður Þór Benónýsson og Jóhannes Sigurjónsson sömdu verkið , Lífsgleði, ástir, átök ásamt gríni og glensi - einkennir leikverkið Landsmót sem leikdeild Umf. Eflingar í Þingeyjarsýslu frumsýnir í febrúar I verkinu takast á norðanmenn og sunnan- menn á landsmóti á Norðurlaugum. Eins og vonlegt er skilja himinn og haf þessa „þjóðflokka11 að við upphaf keppninnar. Sveitalubbar, glansgellur og brilljantín eru þar í aðalhlutverkum með skírskotun til gullaldaráranna svokölluðu en um leið tilvitnunum í samtímann þar sem fyrir koma bæði bláa höndin og rauður Opal! Og persónurnar eru að góðum og gegnum íslenskum sveitasið kenndar við bæi sína; Geirþrúður frá Grafarbakka og Fanney frá Furuvöllum. Keppt er í þjóðlegum íþróttum, s.s. sauðfjársjúkdómaveikivarnadómum, jurtagreiningu og líklega gerist það í fyrsta sinn í íslensku leikverki að keppt er í stangastökki á sviði! Þar kemur m.a. við sögu Sten Stangesluger, stangastökkvari af dönsku bergi brotinn - ef svo má segja og ef finna má berg í Danmörku... Og svo er það spjótkastið: Það má alls ekki æfa með keppnisspjótinu sem er úr rosalega viðkvæmu fíberplasti sem má ekki rispa - enda gjöf frá menningarsjóði Kaupfélags- ins. Kárahnjúkahóll? Söngur skipar að sjálfsögðu verðugan sess í Landsmótinu og hafa leikstjórinn, Arnór Benónýsson, og tónlistarstjórinn, hinn eist- lenski Jaan Alavere, sett saman kraftmikinn sönghóp úr leikurum verksins. Textar eru frumsamdir en lögin sótt til Bítlanna. Og það er ávallt stutt í hárbeitt háðið með rammri skírskotun í íslenskan samtíma sem orkað hefur tvímælis meira að segja á heimsvísu. Svona hljóðar t.d. Blessuð sértu sveitin mín á Landsmóti: Lofgjörð syng um lítinn hól, logagylltan kvölds í roða. Þar sér drengur byggði ból, á bernskuvori, eilíf sól. Mættu á staðinn stórvirk tól, stefna fór nú allt voða. Hryggur græt ég þennan hól, hól sem ekki er lengur hægt að skoða. Óhætt er að segja að Landsmótið sé fjörleg blanda af fortíð, nútíð og hugsanlega fram- tíð. Verkið er byggt á nær óteljandi mörgum atriðum sem leikstjórinn tengir saman í eina samfellda háhraðatengingu áhorfend- anna við persónur og leikendur það sem fram fer á leiksviðinu. Áttatíu manns! Landsmótið verður frumsýnt á Breiðumýri í Reykjadal föstudaginn 13. febrúar næst- komandi og standa sýningar fram á vorið. Leikendur eru 56 talsins og sumir í fleiri en einu hlutverki. Margir þeirra eru sjóaðir og sjóðheitir leikarar úr Þingeyjarsveit hinni fögru, t.d. úr Reykjadal og Bárðardal, frá Húsavík og um 40% nemenda Framhalds- skólans á Laugum koma við sögu! Líklega hefur engin leiksýning verið sett upp á íslandi þar sem hlut eiga að máli íbúar jafnmargra sveitarfélaga! Alls eiga um 80 manns hlut að máli. Miði - matur - gisting í boði eru pakkalausnir þannig að kaupa má miða með mat í veitingahúsinu Lauga- seli á Laugum og síðan má bæta gistingu í pakkann og fá þannig afslátt leikhússmið- anum og matnum. Fer eftir sýningardögum hvort boðin er gisting í hinu glæsilega gistihúsi að Narfastöðum í Reykjadal eða hinu rómaða Sel-hótel Mývatni. Af hvorugu verður viðskiptavinurinn svikinn og ekki heldur matnum í Laugaseli og á öllum stöð- um ríkir hin þingeyska brosmildi og þjón- ustulund. Og lofa má því að sýningin rennur skjótt um svið og er fyrirkomulagið þannig að leikið er um húsið endilangt. Áhorfendur sitja við kaffiborð og geta söt- rað kaffi og gætt sér á gómsætu bakkelsi kvenfélagsins. Þó ku vera bannað að frussa kaffinu yfir viðstadda í mestu hviðunum. Góða skemmtun! 34

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.