Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 7
Jólagleði og skötuveisla Fréttamolar Jólasveinarnir kveiktu á jólatrénu Laugardaginn 13. desember var kveikt á jólatrénu á Tryggvatorgi á Selfossi. Jóla- sveinarnir úr Ingólfsfjalli komu þá til byggða og heilsuðu upp á bæjarbúa og nærsveit- unga. Ungmennafélag Selfoss mun aðstoða jólasveinana fyrir þessi jól eins og áður og verða þeim innan handar með allt sem snýr að jólasveinamálum. Hvort heldur það er að taka niður pantanir á jólaböll eða varðandi pakkaþjónustuna á aðfangadagsmorgun, en nánari upplýsingar og pantanir eru í síma 482-2477. Hin árlega skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður haldin á þorláksmessu í íþróttahúsinu á Stokkseyri, boðið verður upp á vestfirska og sunnlenska skötu, skötustöppu, hamsa, hnoðmör, salt- fisk, rófur, rúgbrauð og kartöflur. Öllum má Ijóst vera að hér verður mikið um dýrðir. Maturinn verður á hóflegu verði eða : 1500 krónur fyrir fullorðna, 1000 kr. yrir börn 7 - 12 ára og frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Borðhald verðurfrá 11:30 - 14 :00 Borðapantanir hjá: Gunnu í s:863-3013 og Imbu í s:899-1594 Litlu jólin hjá Umf. Baldri Litlu-jólaskemmtun Þingborgarskóla og Umf. Baldurs verður haldin í Þingborg fimmtudag- inn 18. desember nk. kl. 21:00. Þar fá við- staddir að njóta leiklistar krakkanna sem sýna leikverkin sín og gera fleira til skemmt- unar. Ungmennafélagið leggur sitt af mörkum til menningardagskrárinnar auk veitinga. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Re-júnion hjá Umf. Baldri ! Þeir sem hafa starfað í nefndum og stjórn Umf. Baldurs síðustu ár eru boðaðir á Kaffi Krús á Selfossi 20. desember nk. kl. 20:00. Nánari upplýsingar veita Elín Magnúsdóttir, sími 891-7764 og Hrafnhildur Baldursdóttir í síma 866-9296. Þrettándaskemmtun Umf. Baldurs Umf. Baldur stendur fyrir þrettándaskemmtun með Þingborgarskóla sunnudagskvöldið 4. janúar 2004. Kveikt verður í bálkesti við skólann og búast má við að sjá flugelda á lofti. Síðan verður skemmtidagskrá, spilað bingó og ýmislegt til gamans gert. Byrjað að grafa í Þrastaskógi Framkvæmdir að nýrri Þjón- ustumiðstöð UMFÍ í Þrasta- skógi hófust fimmtudaginn 20. nóvember þegar Björn B. Jónsson formaður UMFI tók fyrstu skóflustunguna. Stefnt er að því að taka nýja Þjón- ustumiðstöð UMFÍ í Þrasta- skógi næsta sumar. Viðstaddir voru formaður UMFÍ, fulltrúar úr stjórn UMFÍ, Byggingarnefnd Þrastaskóg- ar, fulltrúar úr Þrastaskógar- nefnd og fulltrúar úr sveitar- stjórn. í lok nóvember var síðan skrif- að undir samning við Agnar Pétursson verktaka um bygg- ingu nýs- þjónustumiðstöðvar UMFÍ í Þrastaskógi. UMFÍ auglýsir eftir rekstraraðila Ungmennafélaga íslands auglýsir eftir rekstraraðila að veitingastaðnum Þrastarlundi í Þrastaskógi. Nú eru hafnar framkvæmdir að nýjum veit- ingastað í skóginum. Nýrveit- ngaskáli verður opnaður í byrjun næsta sumars. Um er að ræða veislusal fyrir 120 manns, grill, smávöruverslun og bensínsölu, ásamt rekstri á Þrastaskógi sem útivistar- svæði. Skóginum fylgir meðal annars veiðileyfi í Soginu. Leitað er að rekstaraðilum með reynslu af veitingarekstri og öllum tilskildum leyfum til veitingareksturs. Þrastaskógur í Grímsnesi austan við Ingólfsfjall er svæði UMFÍ til skógræktar sem var gefið samtökunum af Tryggva Gunnarssyni á 77 ára afmæli hans, þann 18. október 1911. Þetta er 45 hektara landssvæði við Sogið og Álftavatn og er nú einhver fegursta gróðurperla Suður- lands. Við Sogsbrúna stendur söluskálinn Þrastalundur sem er eign UMFÍ, byggður 1967. Inni í skógi hefur verið gerður íþróttavöllur og á hverju sumri er unnið að fegrun og endur- bótum á svæðinu. Fjölmargir hópar ungmennafélaga koma í skóginn á hverju sumri og framundan er að byggja hent- uga aðstöðu til að taka á móti þeim. • • Rekstraraðili Þrastalundar og Þrastaskógar Ungmennafélag fslands teitar eftir samstarfsaöila um rekstur veitingastaðar og verslunar í Þrastalundi og Þrastaskógi. Um er að ræða nýtt 420 fermetra húsnæði sem ætlað er undir veitinga- og verslunar- rekstur. Þrastaskógur í Grfmsnesi er ein mesta náttúruperla á suðvesturlandi. Skógurinn er um 45 hektarar að stærð og hefur verið skipulagður með þarfir útivistarfólks og náttúruunnenda í huga. f Þrasta- lundi hefur verið rekinn veitingastaður í 20 ár. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við framkvæmdastjóra UMFÍ f sfma 568 2929 eða f gegnum tölvupóst saemundur@umfi.is Ungmennafélag (sland, Fellsmúla 26. 108 Reykjavík, sími 568 2929, www.umfi.is 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.