Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 33
Er líf eftir stjórnarsetu í UMFÍ! Sigurlaug Hermannsdóttir í næstu tölublöðum Skinfaxa verður ákveðið þema í gangi er nefnist „Er líf eftir stjórnarsetu í UMFÍ!“ Hug- myndin er að leita uppi einstaklinga sem setið hafa í stjórn UMFÍ fyrir nokkrum árum og spyrja viðkomandi m.a. hvað hafi tekið við eftir stjórnarsetuna, hvað hann sé að gera núna, hvað yrði hans fyrsta verk ef hann yrði skipaður í stjórn UMFÍ á nýjan leik o.fl. Það er Sigurlaug Hermannsdóttir sem sat í stjórn UMFÍ í frá 1991-1997 sem ríður á vaðið. Hún er í Ung- mennafélaginu Hvöt sem er innan USAH eins og flestir ungmennafélagar vita sjálfsagt. Einnig er hún félagi í Sjálfsbjörg, Krabbameinsfélagi Austur Húnavatnssýslu og í Félagi hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra. Hún virðist því hafa alveg nóg á sinni könnu. Sigurlaug eða Silla eins og hún er kölluð býr á Blönduósi og starfar sem féhirðir í Búnaðarbankanum þar. Þess má síðan geta að Hafsteinn Þorvaldsson fyrr- verandi formaður UMFÍ er næsti viðmælandi Skinfaxa. Mundi tryggja það að hver fjórðungur hefði sinn fulltrúa í stjórn - segir Sigurlaug Hermannsdóttir fyrrverandi stjórnarmaður í UMFÍ ef hún settist aftur í stjórnina Hverju beittir þú þér helst fyrir? „Málefnum sambandanna hverju sinni og svo auðvitað Ræktun lýðs og lands. Unn- um sérstaklega vel að hreinsunarátakinu.1' En hvað tók við þegar hún hætti í stjórn UMFÍ? ,,Ég var formaður bæjarráðs og í bæjar- stjórn á Blönduósi tl 1998 og síðan tók ég smá hvíld frá þessu öllu saman.“ Kemur þú eitthvað að starfi UMFÍ í dag? „Nei.“ Ertu í einhverju félagsstarfi núna? ,,Já, ég er formaður Félags hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra frá 2002.“ Frábært að sitja í stjórn UMFÍ Hvernig var að sitja í stjórn UMFÍ? „Það var í einu orði sagt alveg frábært." „Rjúpur. Hef aldrei borðað annan jólamat og get ekki hugsað mér neitt annað. Á nokkrar síðan í fyrra og svo má alltaf skjóta ref með nokkrar rjúpur í kjaftinum," segir hún glottandi. „Það er ekki bannað,“ bætir hún við að lokum. Hvernig finnst þér UMFÍ stjórnað í dag? „Mjög vel. Er áskrifandi af Skinfaxa og fyl- gist vel með hreyfingunni." Ef þú yrðir skipuð aftur í stjórn UMFÍ á morgun - hvert yrði þitt fyrsta verk? „Tryggja það að hver fjórð- ungur hefði sinn fulltrúa í stjórn. Halda UMFÍ enn meira á lofti og tryggja sérstöðu þess.“ Vegna jólanna má ég til meö að spyrja þig hvað þú borða á aðfangadagskvöld? „Rjúpur. Hef aldrei borðað annan jólamat og get ekki hugsað mér neitt annað. Á nokkrar síðan í fyrra og svo má alltaf skjóta ref með nokkrar rjúpur í kjaftinum," segir hún glottandi. „Það er ekki bannað,“ bætir hún við að lokum en Skin- faxi veit að hún er með skotvopnaleyfi og gæti því alveg trúað henni til að leita að refnum með rjúp- urnar góðu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.