Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 32
Hvernig upplifa þau jólin? Skemmtilegast finnst mér að finna fjölskyldutengsl og vináttubönd í orði og verki - segir Bolli Gunnarsson sem segist þó ekki vera mikið jólabarn Bolli Gunnarsson segist vera fæddur inn í ungmennahreyfinguna. Hann hefur alla tíö veriö virkur í starfi Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi. Þar hefur hann setið í stjórn og nokkrum nefndum á vegum félagsins en hann segir að í Hraungerðis- hreppi sé yfirleitt allir með í einhverju starfi. Bolli er einnig gjaldkeri HSK og hefur setið í nokkrum nefndum á vegum UMFÍ mest tengdum fjármálum eins og Lottóinu. En skildi Bolli vera mikið jólabarn? ,,Nei, ég verð að viðurkenna það að ég telst tæplega mikið jólabarn." Finnst þér jólaundirbúningurinn hafa breyst í tímanns rás? ,,Já, hann er meiri og hefst fyrr að mínu mati.“ Hvenær byrjar þú að skreyta? ,,Tja, kannski viku fyrir jól.“ Bakarðu fyrir jólin? ,,Jú, svona eilítið til gamans.“ Eru einhver jól þér sérstaklega minni- stæð? ,,Þau renna furðu mikið saman en fyrstu jólin mín sem ég hélt ekki uppá bern- skuheimilinu voru auðvitað svolítið skrítin en ánægjuleg. Helst minnist ég nokkurs konar ekki jóla þ.e. sannrar jólastemmingar og jólapælinga þrátt fyrir að engin hafi jólaijósin verið, ekkert skraut og harla fátt sem minnti á jól enda bara október. Synd því svo komu jól eins og hver önnur." Hvernig er aðfangadagskvöld hjá þér? ,,Aðfangadagskvöld hefur verið og verður hjá mömmu í sveitinni. Þar verður trúlega einnig systir mín og við munum snæða jólagæs að gömlum sið.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? „Skemmtilegast finnst mér að finna fjöl- skyldutengsl og vináttubönd í orði og verki. Svo vil ég auðvitað nota tækifærið óska öllum ungmennafélögum gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarf í stóru og smáu.“ Tíminn líður hraðar ef ég hjálpa til við að þrífa fyrir jólin - segir Rósa Jónsdóttir sem á erfitt með að bíða eftir jólunum Rósa Jónsdóttir er tvítug stúlka úr Grafarvogi. Hún stundar um þessar mundir nám í íþróttaháskólanum í Sonderborg og er að læra þjálfun í handbolta og körfubolta sem að eigin sögn hentar henni mjög vel því hún er í handbolta. Hún er líka lipur í skvassi og hefur orðið íslandsmeistari fjögur undanfarin ár. Hún hefur verið að æfa frjálsar íþróttir með Fjölni en vegna anna í skóla, skvassinu og handboltanum þá tók hún sér smá hlé en vonast til að geta verið með í frjálsum næsta sumar og taka þátt í Landsmóti UMFÍ eins og hún hefur alltaf gert. „Mitt fyrsta Landsmót var á Blöndósi '95 og ég hef alltaf verið með síðan því þetta er hin besta fjölskylduskemmtun,“ segir Rósa sem flaug til íslands 17.desember til að vera heima um jólin. „Það kemur ekki annað til greina hjá mér en að vera hjá fjölskyldunni um jólin og ég myndi elta hana hvert sem væri til að halda upp á jólin með henni,“ segir hún og ætla mætti á orðum hennar að hún sé mikið fyrir jólin. ,,Já, ég er mikið jólabarn. Eg verð alltaf að hjálpa við að skreyta og jafnvel þrífa húsið því þá líður tíminn hraðar. Ég er voðalega spennt fyrir þessi jól. Ég er búin að vera hér í Danmörku í 4 mánuði og ég get ekki beðið eftir að eiga notaleg jól í faðmi fjölskyldunnar.“ Finnst þér jólaundirbúningurinn hafa breyst í tímans rás? ,,Já, það finnst mér. Það er farið að skreyta miklu meira og það eru komnir fleiri litir en þessu hefðbundni guli og rauði litur. Svo byrjar jólaundirbúningurinn alltof snemma að mína mati.“ Hvenær byrjar þú að skreyta? ,,Ég myndi byrja að skreyta í byrjun desember en ég hef alltaf verið í prófum á þeim tíma svo ég hef bara alltaf byrjað eftir prófin, svona um 17.desember. Ætli ég byrji ekki bara að skreyta um leið og ég kem heim þetta árið.“ Bakarðu fyrir jólin? ,,Já, ég baka piparkökur einungis til að bræður mínir geti málað á þær og þegar það er gert, um 20. desember, þá eru komin jól hjá okkur.“ Eru einhver jól þér sérstaklega minni- stæð? ,,Já, jólin '95. Þá voru fyrstu jól litla bróður mins og hann var einungis 2 mánaða þegar þau voru og þau verða mér alltaf minnistæð. Þetta voru eiginlega fyrstu jólin sem mér þótti ekkert voðalega sérstakt að opna pakkana." Hvernig er aðfangadagskvöld hjá þér? ,,Ég er heima með mömmu og pabba og bræðrum mínum tveimur. Við byrjum að borða klukkan 6. Við fáum hamborgarahrygg og þegar búið er að borða í rólegheitunum og taka til eftir matinn er farið beint í að opna pakkana. Það er ekki möguleiki að bíða með það þar sem það eru 2 guttar á heimilinu sem eru alveg jafnmikil jólabörn og systir þeirra. Þegar búið er að opna pakkana fáum við tobleroneís að hætti mömmu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? ,,Að geta bara slakað á og verið með fjölskyldunni. Það er nefnilega þannig að það eru allir að æfa eitthvað á mínu heimili og æfingar á mismunandi tíma þannig að við getum voða sjaldan borðað saman, en á jólunum er það svo sannarlega gert og við njótum þess til hins ýtrasta.“ 32

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.