Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 5
Fréttamolar Sex umsóknir um Landsmót UMFÍ Umsóknir um Landsmót UMFÍ Frestur til að sækja um Landsmót UMFÍ 2007 og 2009, og Ung- lingalandsmót UMFÍ 2004 rann út 1. desember. Sex héraðssam- bönd sóttu um að halda mótin. 7. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2004 Á stjórnarfundi Ungmennafélags íslands sem haldinn var 6. desember s.l. voru teknar fyrir umsóknir frá Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) og Ungmenna- og íþróttasambandi Austur- lands (UÍA) um að halda 7. Unglingalandsmót UMFÍ árið 2004. Samþykkti stjórn UMFÍ að Ungmennasamband Skagafjarðar myndi sjá um framkvæmd 7. Unglingalandsmóts UMFÍ og verður það haldið á Sauðárkróki 30. júlí - 1. ágúst 2004. Landsmót 2007 Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, sækir um að halda Landsmót UMFÍ 2007 með stuðningi Kópavogsbæjar. í umsókninni segir meðal annars: Með bréfi þessu tilkynnist að UMSK sækir um að halda 25. Lands- mót UMFÍ sem fara á fram í júlímánuði 2007. í boði er að halda mótið í Kópavogi en þar seru aðstæður til mótahalds með þeim bestu sem þekkjast á landinu. Einhugur er innan sambandsins varðandi að taka að sér þetta verkefni auk þess sem bæjarráð Kópavogs fjallaði um málið á fundi 7. nóvember sl. og gerði eftirfarandi bókun: „Bæjarráð styður af heilum hug, eins og endranær, að UMFÍ haldi Landsmót í Kópavogi 2007 og vísar til fyrri bókana bæjarráðs." Þá fjallaði íþróttaráð Kópavogs um málið: ,,ÍTK tekur heilshugar undir bókun bæjarráðs 7. 11. sl. og fagnar ósk UMSK um að mótið verði haldið í Kópavogi 2007 og telur það löngu tímabært að mótið fari fram í bæjarfélaginu." í umsókninni segir jafnframt: Innan UMSK eru í dag uþb. 25 þúsund virkir félagar í 26 félögum og er mótahald daglegt brauð flestum þessara félaga og er það mjög spennandi viðfangsefni að takast á við jafn viðamikið verkefni sem Landsmót UMFÍ er. Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, með stuðningi sveitarfél- agsins Árborg, sækir einnig um að halda Landsmót UMFÍ 2007. í umsókninni segir meðal annars. „Mikill áhugi er innan sveitarfélagsins að fá til sín Landsmót og á fundi bæajrráðs 20. nóvember var samþykkt að óska eftir því að halda Landsmót UMFÍ 2007. Forráðamönnum bæjarfélagsins er Ijóst hvað þarf til að Landsmót verði haldið í sveitarfélaginu. Bæjarstjórninn hefur þegar samþykkt að ráðast í nauðsynlega uppbygginu íþróttamannvirkja á Selfossi, ef HSK og sveitarfélagið Árborg verða fyrir valinu." Landsmót 2009 Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, og Ungmennafélag Akureyrar, UFA, með stuðningi Akureyrarbæjar og Héraðsnefnd Unglingalandsmót2004 fer fram á Sauðárkróki eins og Landsmótið 2004 - Aðstaðan er glæsileg á Sauðárkróki Eyjafjarðar, sækja sam- eiginlega um að halda 26. Landsmót UMFÍ árið 2009. í umsókninni segir meðal annars: Árið 2009 eru 100 ár frá að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akur- eyri. í tilefni þessara merku tímamóta teljum við Akureyri eftirsóknarverðan stað fyrir 26. Landsmót UMFÍ. Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, með stuðningi sveitarfél- agsins Ölfus, sækir um að halda Landsmót UMFI 2009. í umsókninni segir meðal annars: Forráðamönnum í Ölfusi er Ijóst hvað þarf til að Landsmót UMFÍ verði haldið í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu íþróttamannvirkja, ef HSK og Þorlákshöfn verða fyrir valinu. Landsmót UMFÍ eru fjölmennastu íþróttamót á íslandi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909, en síðan 1940 hefur það verið haldið 3ja hvert ár. Á Landsmótum er keppt í um tuttugu greinum iþrótta auk ýmissa starfsíþrótta, samhliða menningarviðburðum margs konar. Fjöldi keppenda er um 2000 og fjöldi gesta er yfirleitt frá 12 til 20.000 manns, en aðsókn að Landsmóti hefur mest orðið 25.000 manns árið 1965. Það sem gerir Landsmótin að stórviðburði á íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum. Landsmót UMFÍ hafa sett sterkan svip á íslenska iþrótíasögu og þeim hefur jafnan fylgt mikil uppbygging á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Þegar verið haldin 23 mót, en það 24. verður haldið árið 2004 á Sauðárkróki dagana 8. -11. júlí. Efba' H 3 éq hefði vifaií sairæn sky ndihjðlpfyrir un9linga www. redcross.is/efbara I L-^p Rauði kross íslands 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.