Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 11
Þórir Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ sem ég lagði upp með í minni baráttu sem formaður UMFÍ hafi náð fram að ganga. En það er eitt mál sem mér þykir ákaflega vænt um og það er þegar við byrjuðum að flagga fánum allra aðildar- félaga UMFÍ á stórhátíðum - það er á landsmótum, þingum og öðru slíku. Ætli þetta séu ekki milli 30 og 40 fánar í allt. Þó að sagt væri í dag það þetta sé nú ekkert mál, þá kostaði það samt mikla vinnu á sínum tíma að koma þessu á. Mér finnst það ákaflega glæsilegt að sjá fána allra aðildarfélagna saman komna á einum stað,“ segir Þórir og bætir því við að á sínum tíma hafi það einnig kostað blóð, svita og tár að koma á landsmóts- merki. Að það hafi ekki verið einfalt mál á sínum tíma en gengið að lokum og að niðurstaðan hafi verið ágæt, en sjálfsagt megi deila um það hvort niðurstaðan hafi verið sú besta. Þórir er á því að Ungmennafélag íslands sé á réttri leið í dag og gott fólk við stjórnvölin. „Það hefur ávalt valist gott fólk til starfa hjá UMFÍ og það er að sjálfsögðu mikið gæfuspor hreyfingarinnar. Ég er mjög ánægður með allt það fólk sem ég starfaði með í þau 14 ár sem ég sat í stjórn UMFÍ,“ segir hann og bætir við að þó svo að félagið hreyfi sig oft á hraða skjaldbökunnar þá þurfi það ekki endilega að þýða að það sé slæmt. „Við höfum yfirleitt rætt öll mál mjög gaum- gæfilega áður en teknar eru ákvarðanir og tekið fá skref í einu. Það er mjög varasamt fyrir svona samtök að taka stórar kollsteypur." UMFÍ á eftir að lifa um ókomin ár Hvert viltu sjá hreyfinguna þróast í framtíðinni? „Ég sé fyrir mér að hreyf- ingin eigi eftir að eflast til muna. Þá held ég að engar stórar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á allra næstu árum heldur eigi UMFÍ eftir halda áfram á þeirri góðu braut sem það er á í dag. Ég er alveg klár á því að þessi hreyfing á eftir að lifa um ókomin ár,“ segir Þórir. Þórir segir það skipta gríðar miklu máli fyrir ungt fólk að taka þátt í ein- hverskonar félagsstarfi á lífsleiðinni, það hjálpi til við að verða góðir þjóð- félagsþegnar. „Það er alveg spurning hvort UMFÍ þurfi ekki að fara að taka ennþá betur á hinum „Það hefur ávalt valist gott fólk til starfa hjá UMFÍ og það er að sjálfsögðu mikið gæfuspor hreyfingarinnar. Ég er mjög ánægður með allt það fólk sem ég starfaði með í þau 14 ár sem ég sat í stjórn UMFÍ,“ segir hann og bætir við að þó svo að félagið hreyfi sig oft á hraða skjaldbökunnar þá þurfi það ekki endilega að þýða að það sé slæmt almennu félagsmálum. Hvernig fólk á almennt að vinna sig í gegnum það að taka ákvarðanir, hvernig eigi að vinna á fundum, þingum og öðru slíku. Læra hvernig tillaga er lögð fram, hvernig á að ræða hana og hvernig á að fylgja sínum málum eftir, en vera samt tilbúin að láta eftir ef svo ber undir,“ segir Þórir. „Þetta er heljarinnar lær- dómur að fara í gegnum og alveg spurning hvort ekki þurfi að leggja meiri rækt við þennan þátt,“ segir hann og tekur undir þegar blaða- maður spyr hann hvort að umburðarlyndi sé eitthvað sem einkenni UMFÍ. Þykir ákaflega vænt um UMFÍ Hvað hefur Þórir Jónsson verið að bardúsa eftir að hann lét af formennsku UMFÍ? „Ég hef bæði verið í bygg- ingarframkvæmdum og starfsmaður Húsasmiðjunn- ar. Það sem ég er núna að brasa í er má segja eigin heilsa, en ég er að fara í aðgerð eftir viku. Þannig að lífið snýst voðalega mikið um þessa aðgerð og vonandi getur maður haldið jólin hátíðleg heimavið," segir Þórir, en hann þarf að láta skipta um mjaðmaliði í þessari aðgerð. „En ef heilsan leyfir þá á maður eftir að skoða landið sitt þetur og að sjálfsögu að taka þátt í því starfi sem ungmennahreyfingin bíður uppá hverju sinni.“ Ertu stoltur að vera ungmenna- félagi? „Já það er ég heldur betur og flagga bláhvíta fánanum hjá mér á merkis- dögum. Ég segi að það sé fallegasti fáninn sem til er. Mér þykir ákaflega vænt um UMFÍ og allt það fólk sem ég hef fengið tækifæri til að vinna með, það hefur reynst mér ákaflega vel og ég vona að ég hafi reynst því þokkalega í gegnum tíðina. Það var mitt markmið að vinna UMFÍ gagn og ég vona að það markmið mitt hafi tekist," segir Þórir Jónsson að lokum. - Skinfaxi þakkar Þóri fyrir skemmtilegt spjall og sendir honum baráttukveðjur á spítalann. 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.