Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 24
Inga Gerða Pétursdóttir glímukona Það hefur komið til tals að konur og íþróttir eigi ekki samleið því íþróttir geri konur vöðvamiklar og karlmannlegar sem passar ekki við kvenímyndina. Þetta eru reyndar orðnar hálfgerðar þjóðsögur ef svo má að orði komast því tíðar- andinn hefur breyst og þessar gömlu sögusagnir eiga við engin rök að styðjast eins og Inga Gerða Pétursdóttir glímukona getur best sannað. Inga Gerða er glímukona í fremstu röð og keppur fyrir HSÞ en fæstir vita sjálfsagt af því að fyrr á árinu var hún valin Ungfrú Norðurland og tók þátt í Fegurðarsamkeppni íslands og skal engan undra. Hún er alinn upp í Mývatnssveit og byrjað í glímunni um 8-9 ára aldur. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna í glímumótum hérna heima, nokkrum sinnum verið valin Glímukona ársins og 1997 fékk hún m.a. Hvatningverðlaun forseta íslands til ungra íslendinga. Hún stundar nám við Menntaskólann á Akureyri og er þar á lokaári á Málabraut. Valdimar Kristó- fersson heyrði hljóðið í þessari dugmiklu stúlku og ræddi m.a. við hana um þjóðaríþrótt íslendinga og þátttöku hennar í fegurðarsamkeppninni. Það er fátt íslenskara en glíman okkar og um hana verður að standa vörð - segir Inga Geröur Pétursdóttir fremsta glímukona landsins Elti pabba á allar æfingar Hvað fékk unga stelpu úr Suður Þingeyjarsýslu til glíma? „Það er mikil glímuhefð í minni fjölskyldu. Pabbi kenndi glímu og ég fór með honum á æfingar frá ungaaldri. Æfingarnar voru vel stundaðar allan grunnskólann heima í sveit en ekki hefur gengið eins vel að halda uppi æfingum hér á Akureyri. Veturinn 2000-2001 tók ég alveg frí og var skiptinemi á Ítalíu." Hvernig er síðan að stunda þessa þjóðaríþrótt íslendinga? ,,Það er gaman að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari merkilegu íþrótt svona vel þar sem styrkur, kunnátta, tækni, fimi og þol spilar inn í og hugur og líkami þarf að vinna sarnan." Hvernig er aðstaðan fyrir ykkur á landsvísu? ,,Mjög misjöfn. Fer mikið eftir fþróttafélögum og lands- hlutum. Aðbúnaður eins og belti og dýnur eru ekki til alls staðar og hvað þá kennarar." að fara að ...það er ekki spurning um að glíman er hin eina sanna þjóðaríþrótt íslendinga! Glíman kom hingað með landnáms- mönnunum og íslenska glíman hefur þróast í þessi 1100 ár sem hún hefur verið stunduð hér. Það er fátt íslenskara en glíman okkar og um hana verður að standa vörð. Þú sigraðir Leppinmótið á Laugarvatni í lok nóvember - varstu ánægð með árangurinn þar? ,,Já, þegar öllu var á botninn hvolft þá var ég það. Var reyndar ekki mjög vel undirbúin fyrir mótið þó gekk fyrri flokkurinn vel en svo meiddist ég í fyrstu glímu í þeim seinni en tókst samt að klára og enda með flesta vinninga." Hvernig tókst mótið? „Það tókst vel til og þátttakan nokkuð góð, 25 glímumenn og konur frá 6 félögum en skráningarnar voru 38 sem skiptust í 7 flokka.“ Staða glímunnar ekki nógu góð Nú hafa margir sett út á að glíman sé þjóðaríþrótt íslendinga t.d. vegna þess hve fáir stunda hana. Hvernig er stendur glíman í dag á íslandi og er hún hin eina sanna þjóðaríþrótt íslendinga? „Staða glímunnar í dag er að mínu mati alls ekki nógu góð, því miður! Því það er ekki spurning um að glíman 24

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.