Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 30
Hvernig upplifa þau jdlin? Jóíaundirbúningurinn er nú að ná fiámarki og VaCdimar Kristófersson fieyrði fdjóðið í jjórum ungmennaféCögumj spurði þá um jóíaundir- búninginn og atfuigaði fivort þau sceujótin með ótíkum augum þar sem þau eru stödd á mismun- andi þrepum í aCdursstiganum. Það er svo mikil gleði, friður og fegurð í þessu öllu - segir Anna Rún Mikaelsdóttir um jólin Anna Rúna Mikaelsdóttir hefur starfaö á fjóraða tug ára fyrir Umf. Völsung á Húsa- vík og HSÞ og gegnt formennsku þar til fjölda ára. Hún segir að þetta starf hafi gefið henni mikla ánægju og gleði í lífinu enda hafi hún eignast ótal marga vini og kunn- ingja í gegnum þennan félagsskap sem heyrir til ungmenna og íþróttahreyfingunni um allt land. „Það er einstök tilfinning að koma á mót og fundi, vítt og breitt um landið og hitta fyrir öll þessi kunnuglegu andlit, sem Ijóma af vinskap og ánægju,“ segir Anna. Aðspurð segist hún aldrei sjálf hafa keppt fyrir Völsung né HSÞ. „ Ég hef aldrei keppt í nokkurri íþróttagrein, en þá eins og nú, hef ég verið með sem stuðningsmaður, áhangandi vina og félaga. Alltaf tilbúin að vera með og horfa á, aðstoða á æfingum, hlaupa á eftir spjótinu og kúlunni o.s.frv. Það má því segja að ég sé í klappliðinu," segir hún brosandi og löngu orðið tímabært að snúa sér að viðtalinu og spyrja hana hvort hún sé mikið jólabarn? ,,Já, það mundi ég segja. Eg er t.d. félagi í Kirkjukór Húsavikur og er þetta alveg yndislegur tími í kórstarfinu. Tónleikahald á aðventunni og að syngja í jóla- og áramóta- messum. Margt hefur auðvitað breyst frá því að ég var með 4 litlar dætur á heimilinu, sem eru núna sjálfar með smáfólk á sínum heimilum." Saumar ekki lengur og útbýr jólafatnað Finnst þér jólaundirbúningurinn hafa breyst í tímans rás? „Nei, ekki svo mikið. Hann er samt mun auðveldari fyrir mig sem húsmóður og móður, þar sem ég er ekki lengur að sauma og útbúa jólafatnaðinn. Að þrífa hátt og lágt, eins og ég gerði, líklega vegna þess að það gerðu allar konur. Ég hef þroskast frá því. Það er allaf sama fjörið að fara í jólagjafaleiðangra. Jólakortin blessuð. Það þarf að kaupa þau og skrifa inn í. Þau telja hátt í hundraðið.“ Hvenær byrjar þú að skreyta? „Síðastliðin ár hefur færst í vöxt að fólk skreyti hús sín og garða með Ijósum fyrr en áður var. Það sáust ekki svo mörg skreytt hús, nema þá verslanir og umhverfi þeirra, en nú, a.m.k. í heimabæ mínum, er algengt að fólk skreyti húsin að utan og glugga að innan og tendri Ijósin 1. desember. Þetta er góður siður. Lýsa upp svartasta skammdegið. Aðrar og annarskonar skreytingar fara kanski ekki jafn snemma upp, en ég fer að týna til og stilla upp sumu, en lokahönd er svo lögð á skreytingarnar á Þorláksmessu.“ Bakarðu fyrir jólin? ,,Ég hef dregið all verulega úr jóla- bakstrinum. Það er samt alltaf eitthvað og þá helst Laufabrauð, niðurskornu terturnar hvítu og brúnu, (þetta skilja örugglega einhverjir), 2-3 sortir af smákökum, blúndur og tertubotna. Allaf gott að eiga þá til. Meiri áhersla hefur verið lögð á það að eiga nóg af ís, heimatilbúnum, mæru og blandi en það er, sælgæti, Egilsmalt og appelsín." Eignaðist ömmustelpu á jólunum Eru einhver jól þér sérstakiega minni- stæð? ,,Þau jól sem eru mér minnistæðari en önnur svona fljótt á litið voru fyrir sjö árum. Þá beið ég ásamt öðrum fjölskyldumeð- limum eftir jólabarninu, en þá fæddist lítil ömmustelpa rétt áður en kirkjuklukkur landsins hringdu innjólin kl 18:00. Auðvitað eru einhver jól eftirminnilegri en önnur, en þessi skera sig helst úr.“ Heldur upp á jólin í Noregi Hvernig er aðfangadagskvöld hjá þér? „Jólamaturinn á mínu heimili er yfirleitt svínakjöt af einhverju tagi, annaðhvort reyktur hryggur eða steiktar nýjar kóte- lettur. Með kjötinu er hefðbundið gamal- dags meðlæti, svo sem sykurbrúnaðar kar- töflur, grænar baunir, rauðkál, rauðrófur og hrásalat. ísinn er svo borinn fram síðar um kvöldið þegar fjöldkyldan er öll eða hluti hennar a.m.k. saman komin. Tvær dætur mínar búa á Húsavík ein á Akureyri og ein í Noregi. Þessi jól verða gjörólík því sem ég hef áður upplifað. Ég ætla að dvelja hjá dóttur minni og hennarfjölskyldu (Álasundi í Noregi. Ég hlakka mikið til þeirra upp- lifunnar. Ég hlýt að syngja jólasálma og söngva í kirkjum frænda vorra í Noregi.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? „Þessi árstími er ávallt svo kærkominn. Það fljúga minningar gegnum hugann og ótal- 30

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.