Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 31
Fjorir ungmennafélagar í jólaskapi margt sem þakka ber. Fjölskyldur koma saman í leik og gleði. Það er svo mikil gleði, friður og fegurð í þessu öllu. Mér þykir skemmtilegast þegar öll mín fjöl- skylda er saman komin. Horfa og hlusta á dæturnar rifja upp bernskujólin. Horfa stolt á barnabörnin verða stærri, í tvennum skilningi. í öllu þessu tali um ánægju, skemmtun og gleði má þó aldrei gleyma þeim sem minna mega sín. Þeim sem misst hafa. Ekki hvað síst á þessum tíma árs. Ég vil biðja góðan Guð að gefa okkur öllum gleðileg jól og farsælt komandi ár.“ Anna lét þessar tvær vísur fylgja með sem henni fannst eiga vel við á þessum tíma. Jólakveðja Bjartar kveðjur berast frá mér Brátt er ár á enda Sá sem ræður öllu hér Styrk mun ykkur senda. Höfundur: Sigurveig Buch Vinátta. Að eiga vin er vandmeðfarið að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. Höfundur: Ingibjörg Sigurðardóttir Rafmagnsreikningurinn þrefaldast í desember - segir Hörður Óskarsson sem lýsir alltaf upp jólin Siglfirðingurinn Hörður Óskarsson er flestum ungmennafélögum að góðu kunnur enda starfaði hann í 15 ára á skrifstofu UMFÍ í Fellsmúla og lét þar af störfum 1999. Hann gegndi margvíslegums störfum fyrir UMFÍ m.a. fræðslu- og kynningarstörfum, farastjórn eriendis, tók á móti erlendum gestum, sá um ungmennavikurnar o.fl. Skinfaxi hafði uppi á Herði á Hóteli Rauð Kross íslands Rauðárteig þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjöðm. Það hindraði þó ekki Hörð að fara í viðtal við Skinfaxa enda kappinn stálsleginn og er óðum að jafna sig. Hann útskrifaðist um miðjan desember og ekki mátti það seinna vera sagði hann þar sem hann ætlaði að reyna að taka einhvern þátt í jólaundirbúningnum. Skreyti eins mikið ég hef efni á Og jólabarnið lifir enn í Herði? ,,Já, já, ég hef ofboðslega gaman af jólunum og er feykilega mikið jólbarn. Ég skreyti t.d. húsið eins mikið og ég get og hef efni á. Raf- magnsreikningurinn þrefaldast alltaf í des- ember. Ég skreyti allt húsið að utan, tréin, alla inniglugga, þannig að það verður mikil Ijósadýrð hjá mér. Það tekur alla vega tvo daga að skreyta ef allt gengur upp og ekki þarf að leita að ónýtum perum. Ég er síðan ekki nema einn dag að taka þetta niður." Finnst þér jólaundirbúningurinn hafa breyst í tímanna rás? ,,Já, að einhverju leyti. Flestir hafa meiri peninga á milli hand- anna núna en áður fyrr og geta því eytt meiri pening í skreytingar. Þá byrjar jóla- undirbúningurinn miklu fyrr en áður, jafnvel í lok október, byrjun nóvember hjá kaup- mönnum. Mér finnst þetta eyðileggja stemmninguna dálítið fyrir jólin. En þrátt fyrir þetta eru jólin sem slík mjög skemmti- legur tími og hátíðalegasti tíminn er þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex og fjölskyldan sest við matarborðið. Þá eru allir komnir í hátíðarskap og ekki skemmir það fyrir að hlusta á messu.“ Hvenær byrjar þú að skreyta? ,,Ég byrja ekki að skreyta fyrr en síðustu vikuna fyrir jól og kveiki ekki á þeim fyrr en á Þorláks- messukvöld. Þótt tíðarandinn hafi breyst held ég enn í gömlu hefðirnar. Ég læt þó alltaf aðventukransinn út í glugga og á úti- dyrnar set ég upp krans sem minnir á jólin. Núna held ég að það verði eitthvað lítið um skreytingar hjá mér vegna aðgerðarinnar." Bakar alltaf laufabrauð fyrir jólin Bakarðu fyrir jólin? „Já, ég baka alltaf með fjölskyldunni fyrir jólin og það er alveg ofboðslega gaman og mikil stemmning. Við hnoðum deigið alltaf sjálf og fletum út, skerum það og bökum. Það er heljar mikil vinna og hálfgerð karlmannsvinna að fletja deigið út. Ég var búinn að skera út og baka laufabrauðinn með barnabörnunum áður en ég fór í aðgerðina." Eru einhver jól þér sérstaklega minni- stæð? „Það eru tvenn jól sem koma svona strax upp í hugann. Fyrri jólin voru þegar ég var 11 ára og bróðir minn fæddist. Það fór þá lítið fyrir jólunum þvi mamma var veik fyrir barnsburðinn en hún bætti okkur það upp þegar hún kom heim og baðst eiginlega afsökunar á því hvernig jólin hefðu farið blessunin. Og það var dálítið sérstakt hvernig þetta var á þessum tíma því það var mikill snjór á Siglufirði þessi jólin og pabbi þurfti að draga mömmu á sleða hátt í kílómeter á spítalann og svo aftur heim eftir barnsburð. Svo voru það líka minnistæð jól þegar yngri dóttur mín bjó í Sviþjóð og ég fór þangað ein jólin þegar eitt barnabarna minna var skírt. Það voru gleðileg og ánægjuleg jól.“ Hvernig er aðfangadagskvöid hjá þér? „Ég borða alltaf hamborgarhrygg á að- fangadagskvöldi fyrir utan eitt skipti sem var hreindýr. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fyrir mörgum árum er ég alltaf hjá dóttur minni á aðfangadag." Pakkarnir hafa alltaf sitt gildi Hvað er skemmtilegast við jólin? „Það er fyrst og fremst þessi tími að fá að hitta ættingja, spjalla, sitja við gott matarborð og hafa það huggulegt. Þá hafa pakkarnir alltaf sitt gildi og nún er skemmtilegast að opna þá og sjá viðbrögð barnabarnanna,“ segir Hörður brosandi að lokum og segist alltaf hlakka mikið til jólanna. 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.