Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 28
Rúrik Gíslason knattspyrnumaður félagsins. Mín skoðun er sú að byrja í minni klúbbi og vinna sig þaðan upp,“ segir Rúrik, sem þegar hefur fengið tvö formleg tilboð - annað frá Anderlect í Beigíu og hitt frá Heerenveen í Hollandi. „Ef maður fer til Englands þá er þetta þannig að maður æfir tvisvar á dag og þá er maður annað hvort fótboltamaður eða ekki, og ef þú meiðist síðan þá getur maður voðalítið gert. Hvað Belgíu og Holland varðar þá leggja þeir mikið upp úr skóla og að mennta sig. Þar eru æfingar einu sinni á dag og æfingin er hluti af stundatöflunni hjá manni í skól- anum,“ segir Rúrik. „Maður á meira að seg- ja möguleika á háskólanámi meðfram fótboltanum ef svo ber undir." Mögnuð upplifun Þegar viðtalið fór fram var Rúrik nýkominn frá Englandi þar sem hann var til reynslu hjá Chelsea, en þar leikur eins og kunnugt er okkar fremsti knattspyrnumaður í dag - Eiður Smári Guðjohnsen. Rúrik var í fimm daga hjá Lundúnarliðinu og líkaði vistin vel. Hvernig upplifun var það fyrir ungan knattspyrnumann að umgangast stjörnur á borð við Juan Sebastian Ver- on, Emmanuel Petit, Jimmy Floyd Hasselbaink, Frank Lampard og fleiri hjá Chel- sea? „Það var náttúrulega frábært að fá að vera þarna og umgangast þessa kappa. Við æfðum á vell- inum við hliðina á aðalliðinu, borðuðum með þeim og vorum með þeim í búningsklefa. Þan- nig að þetta var rosalega mikil upplifun," segir Rúrik, en hann æfði með U19 ára liði Chelsea og spilaði einn leik á móti Queens Park Rangers. „Mér gekk bara ágætlega myndi ég segja í leiknum en það kom mér á óvart að þessi lið skuli ekki hafa verið betri en þau voru. Við töpuðum leiknum 1:2 en þetta var engu að síður skemmtileg reynsla,“ segir Rúrik og vildi ekki kvitta undir það að Chelsea væri hans lið í Ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef nú alltaf haldið með Tottenham og geri enn þrátt fyrir að þeim hafi nú ekki gengið neitt allt of vel undanfarið." Alltaf langað til að verða atvinnumaður Eins og komið hefur fram hafa tvö lið sent Rúrik formleg tilboð um að koma til sín, en það eru Anderlect og Heeren- veen. Um er að ræða fjögurra ára samn- inga sem hafa ákveðið uppeldislegt gildi / ^ - sérstaklega sniðin að ungum knatt- spyrnumönnum. „Ég tel að þetta séu mjög góðir samningar. Samkvæmt þeim færi ég út strax eftir ára- mót, annað hvort til Belgíu eða Hollands, og myndi klára skólann í fjarnámi," segir Rúr- ik, en hann er í tíunda bekk í Hjallaskóla í Kópavogi. „Þau hafa verið mjög skilningsrík í skólanum og ætla að útbúa eitthvað námsefni fyrir mig. En þrátt fyrir fótboltann þá stefni ég samt að því að klára stúdentspróf," segir náms- og knattspyrnumaðurinn. Þú treystir þér alveg til að halda út í hinn stóra heim fjarri fjölskyldu og vinum einn þíns liðs? „Já,“ segir hann ákveðið. „Mig hefur alltaf langað til að verða atvinnumaður í fótbolta síðan ég man eftir mér og ef maður er bara nógu harður við sjálf- an sig þá gengur þetta alveg. Þetta er náttúrulega ekki allt eins og í draumi og auðvitað verður hellings mótlæti en maður verður bara að vera viðbúinn því og takast á við það,“ segir hinn ungi tilvon- andi atvinnumaður þó með tilhlökkun í röddinni. „Það er náttúrulega frábært að fá að fara til útlanda, skemmta sér við að spila fótbolta og fá einhverja peninga fyrir. Það er allavega draumurinn minn.“ Aðspurður um hvort ekki væri skyn- samlegra að byrja sinn knattspyrnuferil með úrvalsdeildarliði hér á landi segir Rúrik það ekki heilla sig. „Maður sér fótboltamenn eins og Eið Smára Guð- johnsen, sem fór ungur út til að spila knatt- spyrnu, að hann hefur miklu meiri fótbolta- þroska heldur allir aðrir í landsliðinu. Síðan held ég að það sé líka mjög þroskandi mig að fara einan út og reyna að spjara mig,“ segir hann og bjóst þó ekki við að standa einn á báti úti í hinum stóra heimi. „Ég á nú von á að mamma og pabbi og fjölskyldan eigi nú eftir að heimsækja mig út þannig að þetta á örugglega eftir að verða mjög fínt,“ segir Rúrik. Foreldrarnir traustir bakhjarlar Þegar hér var komið sögu í viðtalinu bættist pabbi Rúriks, Gfsli Kristófers- son, húsasmíðameistari, í spjallið. Það lá beinast við að spyrja föðurinn hvernig honum litist á að sjá soninn fljúga úr hreiðrinu á vit knattspyrnuævintýr- anna? „Bara mjög vel. Við foreldrarnir ákváðum að standa við bakið á honum þegar þessi tækifæri stóðu honum allt í einu til boða. Þó svo að hann hafi talað um atvinnumennska allt frá því hann var barn þá óraði okkur ekki fyrir að það myndi bera svona fljótt að og má segja að við höfum verið alveg óundirbúin hvað það varðar," segir Gísli. Eins og áður segir fór boltinn að rúlla fyrir alvöru í sumar sem leið og heim- boð erlendra liða fóru að berast Rúrik þegar leið á haustið. „Heimboðin komu örar og urðu fleiri þegar leið á haustið og má segja að þau hafi verið fleiri en hann hefði getað þegið. Núna síðast hafnaði Rúrik heimboði frá Manchester City sem hefur ítrekað haft samband upp á síðkastið," segir Gísli, en sonurinn er búinn er að fara 10 sinnum til útlanda í tengslum við fótbolta frá í sumar. Þannig að þið bakkið strák- inn uppi í þessum ævintýr- um? „Já, það gerum við heils- hugar. Við veltum því meðal annars fyrir okkur hvort að við þyrftum að fara með honum út til að styrkja hann í þessu, en þegar maður sér hvernig þessi félög, sérstaklega í Belgíu og Hollandi, eru tilbúin til að búa að þessum drengjum sem eru náttúrulega bara unglingar ennþá, bjóða þeim að flytja inn á heimili og gera þeim kleift að Ég tel að þetta séu mjög góðir samn- ingar. Samkvæmt þeim færi ég út strax eftir áramót, annað hvort til Belgíu eða Hol- lands, og myndi klára skólann í fjarnámi," segir Rúrik, en hann er í níunda bekk í Hjallaskóla í Kópavogi. Við foreldrarnir ákváðum að standa við bakið á honum þegar þessi tæki- færi stóðu honum allt í einu fyrir dyrum. Þó svo að hann hafi talað um atvinnumennska allt frá því hann var barn þá óraði okkur ekki fyrir að það myndi bera svona fljótt að og má segja að við höfum verið alveg óundirbúin hvað það varðar 28

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.