Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 22
Bergsveinn Sampsted Bergsveinn Samp- sted framkvæmda- stjóri ásamt Haraldi Haraldssyndi t.h. er sér um getraunirnar og. Stefáni Pálssyni er sér um lottóleik- Þú segir að þátttakendum í Lottóinu hafa m.a. fjölgað þegar þið hækkuðuð vinningaskrána. Hafið þið í hyggju að hækka hana enn frekar? „Við erum alltaf að skoða hvar leikurinn er í besta jafnvæginu. Fyrir fjórum árum fjölg- uðum við lægstu vinningunum en mögu- leikarnir þá voru 1 á móti 95 og fóru niður í 1 á móti 50 við breytinguna þannig að vinningshópurinn tvöfaldaðist. Síðan hækkuðum við fyrsta vinninginn og við erum því stöðugt að skoða hvort jafnvægið sé eins og best er á kosið. í dag erum við ekki með neinar breytingar á döfinni." Talað um Evrópu- eða alheimslottó Hvað með Víkingalóttóið? „Það verður í tíu ára í mars á næsta ári. í tekjum er það að gefa okkur þriðjung af lottótekjum ársins. Það eru ákveðnar breyt- ingar sem standa fyrir þrifum hjá Víkinga- lottóinu og Ijóst að af þeim verður t.d. má búast við því að vinningarnir hækki og einhverjar aðrar breytingar verði settar á til þess að gera leikinn meira spennandi. Það er þó ekki enn búið að taka ákvörðun hvernig breytingin verður. Aðrar þjóðir hafa horft mikið á hvernig samstarf þessara þjóða hefur verið þ.e.a.s. sem standa að Víkingalottóinu sem eru Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, ísland og Eistland og hafa menn verið að tala um Evrópu- eða alheimslottó." íslenska lottóið er s.s. vinsælla en Vikingalóttóið? „Já, það er tilhneigingin alls staðar á Norð- urlöndum að laugardagsleikirnir séu vin- sælli. Þetta virðist vera hluti af helginni að vera með miða í Lottóinu." Þýðir þessi aukning í Lottinu að það sé ákveðið góðæri ríkjandi í þjóðfélaginu og fólk hafa meiri fjármuni á milli handanna? „Það er oft talað um að þetta mengi virki öfugt við hagsveiflurnar. Þegar vel rofar til í þjóðfélaginu seljist minna í getrauna- og lottóleikjum en við höfum ekki fundið það með markvissum hætti að þátt- takan verði minni í góð- ærinu og meiri í hallærinu. Það hafa því ekki verið miklar sveiflur hjá okkur hvort sem það þýðir að það hafi ekki verið neitt góðæri eða stöðugt góð- æri búið að vera undan- farin ár. Við finnum þó að það er minni sala þegar líður að lok mánaðar held- ur en við upphaf þeirra, sem sýnir okkur að það skiptir máli hvað eru miklir peningar í umferð." Hver er markhópurinn í lóttóinu og eru ákveð- nar stéttir í þjóðfélaginu frekar að taka þátt en aðrar? „Við erum búnir að greina þetta vel. Lottó er algjör fjöldaleikur og allir spila með en hver á sínum for- sendum. Karlar og konur spila Lottóið jafnt, unga kynslóðin dettur inn þegar stóru pott- arnir koma en eldra fólkið er tryggara. Hvað varðar get- runaleikina 1x2 og Lengjuna þá eru það meiri karlaleikir. Þetta eru ungir karlmenn frá 20 til 50 ára. Þessi tveir hópar eru því mjög ólíkir. Allar kannanir hér og í nágrannalöndunum sýna fram á að mjög fáar konur spila í getraununum." Þið hafið ekki reynt að virk- ja þessar konur sem ákveð- inn markhóp? „Jú, við höfum oft spáð í það en höfum ekki framkvæmt það ennþá. Kvennaboltinn er Við erum búnir að greina þetta vel. Lottó er algjör fjöldaleikur og allir spila með en hver á sínum forsend- um. Karlar og konur spila Lottóið jafnt, unga kyn- slóðin dettur inn þegar stóru pott- arnir koma en eldra fólkið er tryggara. Hvað varðar getrunaleikina 1x2 og Lengjuna þá eru það meiri karlaleikir. alltaf að verða vinsælli og því ættu konur ekki að spila með í getraununum sem hafa skoðanir á boltanum eins og karlarl! Þetta eru konur sem við eigum eftir að ná til en fram til þessa höfum við einbeitt okkur meira að körlunum." Hvað varðar enska og ítalska getrauna- seðilinn. Þá er enski boltinn mun vin- sælli enda meiri hefð fyrir honum hér á landi en ítalska boltanum. En hvernig hefur ítalska seðlinum vegnað eftir að hætt var að sýna beint frá ítalska bolt- anum á Sýn? „Það hefur ekki haft svo mikil áhrif. Þátt- takendur virðast hafa svo mikla möguleika að afla sér upplýsinga um ítölsku leikina í gegnum netið að það hefur ekki haft mikil áhrif.“ RÚV sýnir þýska boltann í beinni og Sýn er með spænska boltann í beinni sem hefur notið hylli sjónvarspáhorfenda. Engar hugmyndir uppi að búa til Þýskan eða Spænskan seðil? „Við erum alltaf að meta þetta. Við erum í samstarfi við Svíana með leikina okkar og þetta ræðst dálítið af því hvað þeir gera líka. Maður veit þó aldrei hvernig fram- haldið verður á næstu árum.“ Vinningshlutfallið í fínu jafnvægi fyrir þá sem taka þátt í leiknum Lengjan fór af stað hjá ykkur 1996 - hvernig hefur hún gengið? „Ágætlega. Lengjan er dálítið flókinn leikur að vinna með fyrir fyrirtæki einsog okkur. Við gefum út leikskrá í upphafi vikunnar þar sem við setjum upp stuðla. Svo hafa tipp- ararnir alla vikuna til þess að tippa á móti Getraununum. Þannig að í upphafi vorum við að glíma við mjög hátt vinningshlutfall en nú höfum við náð ákveðnum tökum á því. Vinningshlutfallið er 65% í dag sem telst vera í fínu jafnvægi fyrir þá sem eru að taka þátt í leiknum. í byrjun var vinningshutfallið stundum yfir 100% í einstökum vikum.“ A hvaða lið er mest tippað á Lengjunni og hvaða íþrótt er þar vinsælust? „Það er gríðarlega mikið tippað á Meistaradeildina. Svo festa þátttakendur mikið leiki með Man. Utd., Arsenal, Liver- pool og Chelsea er að bætast í þann hóp. Bæði er það að þessi lið eiga flesta stuðningsmennina og menn tippa einnig dálítið með hjartanu. 22

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.