Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 23
Söluaukning í Lottó og íslenskum getraunum Þannig að Liverpoolmenn taka t.d. liðið með burtséð frá því hvernig þeir halda að leikurinn fari.“ Þannig að þeir eru ekki mjög skynsamir í dag? ,,Þeir aðilar sem hafa tippað á Liverpool hafa a.m.k. komið vel út fyrir getraunafyrirtækin að undanförnu," segir hann brosandi. Hvert renna síðan allir þessir peningar sem þið fáið úr lottóleikjunum og getraununum og hversu stór hluti þeirra fer aftur í vinninga? ,,í lottóleikjunum fer 45% aftur í vinninga og afgangurinn í rekst- urinn og til eigenda Lottósins. í getraunaleikjunum fer 65% vin- ninga í Lengjuna og 45% í Enska og ítalska. Afgangurinn fer síðan í reksturinn og til íþróttahreyfingarinnar. Við skulum heldur ekki gleyma íslensku fótbolta- handbolta- og körfuboltaleikjunum sem við erum að sjálfsögðu með þá á Lengjunni hjá okkur. Lengjan er þannig uppbyggð að hægt er að tippá á einn til sex leiki og við höfum ávallt mikið framboð af leikjum til þess að velja úr. Hversu marga hafið þið gert að milljónamæringum í gegnum tíðina að meðaltali á ári? „Við vorum að taka þetta saman um daginn og þeir eru um 1000 í Lóttóinu og Getraununum. Þá erum við að tala um vinningshafa sem hafa fengið milljón eða meira en hæsti vinningurinn var 80 milljónir. Við erum að útskrifa einn milljónamæring á viku að meðaltali. Það heggur líka alltaf nær og nær fólki að einhver ættingi eða vinur vinni, og enginn veit hver er næstur, en eitt er víst að það þarf að vera einhver sem spilar með í leikjunum okkar“ Hafið þið einhverja afspurn af því fólki sem hefur unnið hjá ykkur og hvernig þeim hefur gengið að meðhöndla milljónirnar? „Við höldum engu formlega sambandi við þau. En við vitum að fólki hefur gengið mis vel að fara með peningana sem það hefur unnið. Við höfum haft mestu samskiptin viðþá aðila sem hafa unnið stærstu vinningana enda leita þeir yfirleitt til okkar og biðja um aðstoð. Við bjóðum því ráðgjöf en við erum með ráðgjafa sem er öllum óháður. Það er reyndar oft þannig að þeir sem fá mest að þeir eyða minnst vegna þess að þeir þora ekki að byrja að eyða peningunum. Svo eru dæmi um þá sem fá kannski 1-2 milljónir að þeir kaupi sér eitthvað fyrir 3-4 milljónir og taki þá lán fyrir afganginum. í 99% tilfella fer þó fólk vel með peningana." Auglýsingarnar ykkar hafa vakið verðskuldaða athygli og síðast keyrðu þið á þemað að konurnar væru að taka völdin í þjóðfélaginu og karlarnir þyrftu því að halda vel utan um tippið - nú eru þið fimm karlmennirnir hérna á svæðinu sem sjáið að mestu um reksturinn - eru einhverjar líkur á að þið takið konu til starfa hjá ykkur? „Það eru 22 starfsmenn hérna hjá okkur í heildina og fimm af þeim eru konur. Þannig að við erum með blandað fyrirtæki og ég held að við óttumst konurnar ekkert frekar en þær okkur.“ Og svo eru það einhverjir sem eiga eftir að fá sérstakan jólaglaðning fyrir hátíðarnar? „Já, við erum alltaf með stórann pott fyrir jólin en það skýrist ekki fyrr en í síðustu viku fyrir jól. Við höfum þá bætt í pottinn upp í næsta tug fyrir ofan til að gera dráttinn meira spennandi." Landsliðin Guðni Bergs & Eyjólfur Bókaútgáfan Tindur SImi 466-2772 tindur@tindur.is ► www.tindur.is Félagsmálaráðuneytíð Hafnarhúsínu v/Tryggvagötu 150 Reykjavík Símii 545 8100 Bréfasímí: 552 4804 Veffang: http: / /felagsmalaraduneytí. Netfang: postur@feLstjr.ís 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.