Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 19
Spor ungmennafélaganna laugar sem teldust nú ekki margar hverjar merkilega í dag, hlaðnar úr torfi, skóg- ræktarreitirnir o.fl. Upplýsingarnar liggja út um allt t.d. er þær að finna í skýrslum UMFÍ og ÍSÍ, þær eru í afmælisritum og sögu- ágripum, þær eru í skjalasöfnum út um allt land, og svo þarf maður sjálfsagt í lokin að leita eftir munnlegum heimildum sem gaml- ir stjórnarmenn og félagar hafa að geyma. Það eru alltaf til fróðir menn í flestum sveitum sem geta staðfest og bætt við skráðar, prentaðar og skrifaðar upplýs- ingar. Þetta er verkefni sem verður ekki unnið á einum degi eða einu ári.“ Þú ert í sagnfræðinámi við Háskóla íslands. Þú hefur verið tilvalinn í þetta verk- efni m.a. vegna þessa? „Ég hafði numið sagnfræðina í skamman tíma og var nú ekki orðinn þekktur fyrir hana þegar ákveðið var að fara út í þetta verkefni. Ætli það sé ekki frekar það að ég hef verið að starfa við ýmislegt hjá UMFÍ t.d. sett upp og skipulagt skjalasafnið þeirra þannig að þeir vissu ég er nokkuð kunnugur starfsemi ungmennafélaganna. Þegar þessi hugmynd kom upp innan UMFÍ þá var leitað til mín. Mér þótti verkefnið mjög áhugavert og tók strax vel í þetta. Þetta kom vel inn í mitt starf þ.e.a.s. að vera nemandi á veturna og vinna í þessu á sumrin." Sum skjöl við það að glatast Þú fórst einmitt af stað núna í sumar og skoðaðir aðstæður á ísafirði og Húsa- vík? „Já, ég tók svona stikkprufur í sumar og fór í skjalasafnið á ísafirði þar sem ég fann mikinn bunka af merkum ungmennafélags- skjölum. Sömuleiðis fór ég á skjalasafnið á Húsavík sem er mjög gott og vel skipulagt. Þar var mikið af skjölum að finna sem tengdust HSÞ. Ég var sína vikuna á hvorum stað en skjalasöfn landsins eru um 20 talsins. Ég reikna með að ég þurfi að heimsækja þau öll til að hafa einhvern grunn að byggja á. Svo liggja ennþá ýmis skjöl ungmennafélaga hist og her, sum í góðri hirðu en önnur í kössum eða á kistu- botnum illa umhirt og sum þeirra gætu verið við það að glatast. Maður vill náttúru- lega höfða til hirðusemi og þjóðrækni félaganna og biðja þá að halda til haga þeim bókum og skjölum sem þeir eru með í sínum fórum. Þetta á best heima í skjalasöfnum og það hefur verið gert átak til að koma þeim þangað. Þar eiga þau að enda þar sem allir geta gengið að þeim. Það er samt allur gangur á því hvernig þetta er og ég er bara að beina tilmælum til þeirra sem hafa svona skjöl undir höndum að það sé það albesta sem þeir geta gert er að koma þeim á héraðsskjalasöfnin." Hvaða væntingar gerið þið til verkefnis- ins og varstu ánægður með það sem þú fannst á ísafirði og Húsavík í sumar? „Við gerum okkur þær væn- tingar að geta fundið í gögnum og jafnvel staðsett flest af þeim mannvirkjum sem ungmenna- félagar hafa reist í gegnum tíð- ina. Ég fann t.d. miklu fleiri gögn en ég átti von á í sumar því auðvitað hefur margt glat- ast sem áður hafði verið til. Það kom í Ijós að það var tals- vert mikið sem hafði verið varðveitt og ég fann nokkur heilleg söfn margra félaga. Þar segir m.a. frá þeirra upphafi og þeirra starfi sem er nauðsynlegt að hafa til að geta komist að því hvernig hlutirnir voru fyrir 80- 100 árum því það eru sjálfsagt ekki margir til frásagnar frá þeim tíma. Ég er t.d. búinn að setja saman lista yfir ungmennafélög um allt land og einbeitti mér að fyrri hluta 20. aldar. Ég gat kortlagt 380 félög sem flest hétu ung- mennafélög. Sum þeirra voru nú skammlíf, kannski vegna fólksfækkunar í sveitum eða sveitarfélög hafa verið sam- einuð og félögum fækkað. Það eru 150 félög af þessum 380 sem eru enn á lífi í dag. Það hafa þó allmörg ný félög verið stofnuð síðan og í dag eru rúmlega 300 félög skráð innan UMFÍ svo hér eru á að giska 530 félög sem þarf að skoða.“ Og ungmennafélögin hafa því markað spor sín víða um þjóðfélagið í gegnum árin? ,,Já, það hafa þau gert af miklum krafti. Það er alveg Ijóst að það hefur ekkert jafnast á við ungmennafélögin og að mínu viti mun ekkert koma í staðinn fyrir þau. Þau hafa verið þessi félagslegi vettvangur um allt land sem skipti sköpum varðandi mannlíf og félagsstarfsemi á íslandi. Það var ekki breyting heldur bylting þegar ung- mennafélögin komu. í lang flestum tilfellum voru það ungmennafélögin sem drifu upp félagsheimilin og samkomuhúsin snemma á 20. öld þannig að þau hafa víða og með ýmsum hætti markað spor sín í þjóð- félagið." Menn eru að vakna til vitundar Þú ert ekki bara að skoða sögu ung- mennafélaga heldur ferðu í vettvangs- skoðanir og athugar hvaða mannvirki standa enn uppi? ,,Já, ég geri það. Sum mannvirkin eru horfin en önnur eru enn til og mörg þeirra hafa verið ótrúlega glæsileg. Það er t.d. nóg fyrir fólk að fara að Borg í Grímsnesi en þar er búið að endurbyggja gamalt félagsheimili Umf. Hvatar sem byggt var 1929. í 30 ár var þar bílaverkstæði eftir að félagsheimilið var lagt niður og húsið í hálf- gerðri niðurníðslu en nú hefur áhugafólk um merkar minjar komið að húsinu og endurbyggt það að nýju með glæsibrag. Austur-Eyfellingar ætla að endurbyggja gamalt félagsheimili sem hefur staðið þar í eyði í áratugi þannig að menn eru að vakna til vitundar að sum af þessum gömlu mann- virkjum eru menningarverðmæti sem þarf að huga að. Mörg þessara gömlu mann- virkja eru kannski ekki i standi til að endurbyggja þau en önnur eru þess eðlis að þau eiga það skilið að þeim sé haldið til haga og þau endurbætt." Hvernig er síðan hægt að hagnýta þessar upplýsingar sem þú finnur? „Þetta verður allt skráð niður og síðan er kannski einn af lokapunktum þessa verkefnis að merkja þessar minjar inn á landakort. Maður býr t.d. eitt merki fyrir hús, annað fyrir íþróttasvæði og þriðja fyrir sundlaug. Þetta er hugmynd sem ég er búinn að kynna laus- lega en er mjög skemmtileg því þá væri hægt að sjá með eigin augum hvað þetta starf hefur verið yfirgripsmikið um allt land. Af því litla sem ég hef farið yfir hef ég komist að því að það var tæplega til svo aumt ungmennafélag hér áður fyrr að það hafi ekki verið með verklegar framkvæmdir á sínum snærum, í flestum tilvikum hús, mörgum tilfellum sundlaug og flest voru með einhverja gróðurreiti og íþróttasvæði, þótt mörg þeirra teldust ekki merkileg í dag þá dugðu þau vel á sínum tíma.“ Hvenær sérö þú fram á aö þessu verkefni Ijúki? „Þetta er bara byrjunin og ég held að það sé ekki tímabært að meta það fyrr en eftir næsta sumar. Þá er kannski eitthvað farið að sjást til lands," segir Jón sem er kominn með góðan grunn eftir sumarið og bíður spenntur eftir því að geta farið aftur út á örkina næsta sumar. Þegar þessi hug- mynd kom upp innan UMFÍ þá var leitað til mín. Mér þótti verkefnið mjög áhugavert og tók strax vel í þetta. Þetta kom vel inn í mitt starf þ.e.a.s. að vera nemandi á veturna og vinna í þessu á sumrin Það var ekki breyting heldur bylting þegar ung- mennafélögin komu. í lang flestum tilfellum voru það ungmennafélögin sem drifu upp félagsheimilin og samkomuhúsin snemma á 20. öld... 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.