Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 29
Á leið í atvinnumennsku búa við venjulegar heimilisaðstæður þá erum við foreldrarnir alveg rólegir," segir Gísli og bætir við að félagsleg umgjörð liðanna sé mjög traustvekjandi. Vel að málum staðið hjá Anderlect og Heerenveen Gísli segir það hafa vissa kosti fyrir Rúrik að fara svona ungan út í stað þess að fara þegar hann er t.d. 18 ára. „Þá er hann kannski að fara beint út í hinn harða knattspyrnuheim og standa sig algjörlega á eigin forsendum. En þarna er hann að fá bakstuðning félagsins til þess að þróast áfram sem knattspyrnumaður og verða tilbúnari í þessu umhverfi." segir hann og bætir við: „Það var alveg með ólíkindum þegar við heimsóttum félögin hvað þau leggja mikla og markvissa rækt við það sem þarna fer fram og í þeim tilgagni einum að gera þessa stráka að góðum knattspyrnumönnum. Auðvitað er þetta síðan undir þeim sjálfum komið en þetta fyrirkomulag er mjög til eftirbreytni finnst mér,“ segir Gísli og bætir við að tímarnir hafi vissulega breyst og það að Rúrik sé á leið í atvinnumennskuna sé kannski ekkert ólíkt því og þegar hann fór fyrst að heiman. Eins og áður segir hefur Rúrik ferðast mjög mikið á þessu ári miðað við að vera aðeins 15 ára og segir faðir hans að það vefjist ekkert fyrir honum. „Rúrik hefur alltaf verið mjög sjálfstæður og þessi ferðalög hjá honum í sumar og haust hafa ekkert vafist fyrir honum. Þá hefur Rúrik alltaf verið einarður í afstöðu sinni og álit annarra truflar hann ekkert í sinni ákvarð- anatöku, þó svo að hann taki mjög mikið tillit til skoðana annarra," segir Gísli. Langar að bera af Þannig er staðið að málum hjá liðum í Belgíu og Hollandi að mjög ungir knatt- spyrnumenn búa fyrst um sinn hjá fjölskyldum. „Ég myndi búa hjá fjölskyldu og með mitt eigið herbergi og þannig,“ segir Rúrik. „Ég hef heyrt að þær fjölskyldur sem strákar eru hjá séu mjög vel valdar. Síðan er liðið í stöðugu sambandi við fjöl- skylduna um hvað þau gefa mér að borða og hvenær ég fer að sofa og þessháttar. Þannig að þetta er svona nánast eins og að vera á heimavist," segir hann og bætir við að í Belgíu og Hollandi standi það einnig til boða að vera í eigin íbúð með þá öðrum strákum en það heilli hann ekki núna. „Ég held að það sé mjög gott þegar maður fer svona ungur út að vera hjá fjölskyldu kannski fyrstu tvö árin. Þá lærir maður málið kannski fljótar og fær meiri stuðning," segir Rúrik. Þegar blaðamaður spurði Rúrik hvar hann sæi sig sem knattspyrnumann í framtíðinni stóð ekki á svörunum. „Bara eins langt og hægt er. Ég hef alltaf sagt við sjálfan mig og aðra að þó að ég sé ekki bestur í dag þá ætla ég mér að varða best- ur, allavega á íslandi. Ég sé Eið Smára og hann ber af - mig langar að bera af eins og hann,“ segir Rúrik að lokum og fullvissaði blaðamann um að það ætti eftir að kosta mikla vinnu og hann væri tilbúinn í þann slag. Enn sem komið er hefur Rúrik ekki gert upp hug sinn hvort Anderlect eða Hee- renveen, þar sem framherjinn snjalli hjá Manchester United, Rud Van Nistelroy hóf sinn feril, verði fyrir valinu, en stuttu eftir að viðtalið fór fram var hann á leið út til Belgíu í samningaviðræður og það á síðan eftir að koma í Ijós hvaða klúbbur verður fyrir valinu. ÓSKVM UNGMENNAFÉLÖGVM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSiELS NÝÁRS 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.