Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 10
Þórir Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ UMFÍ var leitað til mín aftur og ég beðinn um að taka að mér formennsku í UMFÍ. Þetta var 1993 og tók ég við sem for- maður UMFÍ á þingi félagsins á Laugarvatni," segir Þórir sem síðan losnaði ekki við félagsmálabakteríuna næstu átta árin, eða til ársins 2001 er hann lét af embætti formanns UMFÍ á þingi félagsins í Stykkishólmi. „Núna er ég svo má að segja hættur að vera í framvarðarsveit ungmenna- félagsins en er þó að vinna aðeins fyrir UMFÍ hvað varðar þátttöku eldri félaga í lands- mótum.“ Leiklistarstarf hefur verið mjög drjúgt innan UMFÍ í gegnum tíðina og kem ég t.d. inn í starf félagsins upphaflega vegna leiklistarinnar," segir Þórir og bætir við að meginhugsjón ungmennafélagshr eyfingarinnar sé að allir geti tekið þátt og verið með. Að sögn Þóris snúast unglingalandsmótin um unglingana sjálfa og þar þurfi ekki að finna eitt- hvað að gera fyrir þá hel- dur taki þeir fullan þátt í mótshaldi frá setningu til mótsslita. Þórir segir að það sé ein forsenda þess að hægt hafi verið að halda unglingalandsmót- in um verslunarmanna- helgi. „Eftir fyrsta unglingalands- mótið á Tálknafirði árið 2000 kom maður að máli við mig og vildi þakkaði mér mikið fyrir það unglinga- Landsmótin standa upp úr Hvað stendur upp úr starfinu þegar þú lítur til baka? „Það er voðalega erfitt að segja. Þetta er svona eins og að horfa á fjallgarð með fullt af tindum og lægðum og því erfitt að segja hvaða tindur er fallegastur," segir Þórir. „En landsmótin standa ávallt upp úr í starfi Ungmennafélags íslands og má segja að ýmsar breytingar hafi orðið á þeim í minni stjórnartíð, án þess þó að þær breytingar hafi endilega orðið fyrir míns tilstuðlan. Landsmótin voru í ákveðinni þróun og mérfinnst það hafa verið mikið gæfu- spor fyrir UMFÍ að halda unglingalandsmót um versl- unarmannahelgi og leggja þannig til atlögu við þá helgi,“ segir Þórir. landsmót. Hann tjáði mér að á unglinga- landsmótinu hafi hann verið í fullu starfi við að sinna börnunum því þau hafi verið svo áhugasöm um að vera þátttakendur í mótinu. Hér áður fyrr var það yfirleitt þannig að sagt var við börnin: „Farðu nú og pruf- aðu þetta“ - en í dag eru börnin með dagskrá og eiga að vera þarna á þessum tíma og hér á öðrum,“ segir Þórir. Þórir rifjar upp fyrir blaða- manni að á þessu sama unglingalandsmóti á Tálknafirði hafi hann og kona hans gengið um tjaldsvæði mótsgesta á laugardagskvöldi lands- mótsins og þeim hafi komið svo á óvart hvað hreint og fallegt hafi verið um að líta á mótssvæðinu. Það er voðalega erfitt að segja. Þetta er svona eins og að horfa á fjallgarð með fullt af tindum og lægðum og því erfitt að segja hvaða tindur er failegastur,“ segir Þórir. „En landsmótin standa ávallt upp úr í starfi Ungmennafélags íslands og má segja að ýmsar breytingar hafi orðið á þeim í minni stjórnartíð „Okkur fannst ánægjulegt að sjá ekki bjórdós eða annað rusl á tjaldsvæðinu um þessa helgi. Hér áður fyrr þurfti mað- ur að taka saman rusl eftir verslunar- mannahelgi með heyvinnutækjum svo mikið var ruslið. Þannig að það var mjög ánægjulegt að ganga um svæðið svo hreint og fagurt eins og það var,“ segir Þórir og bætir því við að unglinga- landsmótin hafi án efa verið skref í rétta átt fyrir UMFÍ. Allir geta tekið þátt og verið með Hvað hin eiginlegu landsmót Ung- mennafélags íslands varðar segir Þórir þau hafa stuðlað að góðri upp- byggingu íþróttamannvirkja víða um land. „í dag er náttúrulega keppt í íþróttum við bestu aðstæður á landsmótunum og má segja að það hafi unnið því fylgi að byggja upp góða velli um landið. Það er hins vegar alveg Ijóst að þannig vellir eiga ekki að vera í hverju plássi, heldur frekar í hverjum landsfjórðungi," segir Þórir. „Þessi mót eru að verða 100 ára gömul, en það fyrsta var haldið árið 1909, þannig að stór afmæli eru framundan hjá UMFÍ.“ Á þessum tæpu hundrað árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á UMFÍ og sagan er vissulega mikil, en tekur fyrrverandi formanni undir þá stað- hæfingu að ungmennafélögin séu barn síns tíma? „Nei þau eru það ekki,“ segir hann með áherslu. „Félögin eru mjög misjöfn og eru ekki hreinræktum íþróttafélög. Við látum okkur alla einstaklinga varða, hvort sem hann er áhugamaður um íþróttir eða ekki. Leiklistarstarf hefur verið mjög drjúgt innan UMFÍ í gegnum tíðina og kem ég t.d. inn í starf félagsins upp- haflega vegna leiklistarinnar," segir Þórir og bætir við að meginhugsjón ung- mennafélagshreyfingarinnar sé að allir geti tekið þátt og verið með. Hins vegar segir Þórir að UMFÍ verði að hreyfa sig í takt við tíðarandann hverju sinni. „Hefðum við hangið á einhverju sem var við stofnun þessara félaga þá er ég ekkert viss um að þau væru raunveru- lega lifandi í dag.“ Glæsilegar fánaborgir og félagsmerki Er eitthvað sem þú vilt sjá verða að veruleika innan UMFÍ sem þú náðir kannski ekki að fylgja eftir sem formaður? „Það má segja að flest að þeim málum 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.