Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 13
Sigurbjörn Gunnarsson í nóvember s.l. var tekin fyrsta skóflustungan aö nýjum og glæsilegum veitingaskála í Þrastaskógi sem á að verða tilbúinn í vor. Sigurbjörn Gunnarsson situr í byggingarnefnd Þrastalundar. Valdimar T. Kristófersson hitti hann að máli og fékk nánari útlist- un á framkvæmdum í Þrastaskógi og forvitnaðist einnig um stjórnsetu hans í UMFÍ. En Sigurbjörn gaf ekki kost á sér í til áframhaldandi setu í stjórn UMFÍ á síðasta Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fram fór á Sauðárkróki í október. Tuttugu ár er liðin síðan Sigubjörn settist fyrst í stjórn UMFÍ og þar hefur hann setið samfleytt fyrir utan tvö ár. Hugað að nýtingu Þrastaskógar - segir Sigurbjörn Gunnarsson er situr í byggingarnefnd Þrastalundar Nýr veitingaskáli tilbúinn í vor Veitingaskálinn sem stendur nú í Þrastaskógi var byggður fyrir 1970 og er því kominn til ára sinna en „fróðir" menn í byggingariðnaðinum innan UMFÍ segja að hann hafi verið orðinn ónýtur fyrir tíu árum síðan þótt hann hafi verið notaður allt til dagsins í dag. Það hafa verið uppi hugmyndir allt frá 1990 að gera einhverjar breytingar í Þrastaskógi og því löngu orðið tímabært að byggja nýjan skála. En hvenær á nýji skálinn að verða tilbúinn til notkunar? „Það er búið að gera samning við byggingarverktaka, Agnar Pétursson á Selfossi, um að reisa húsið og hann skili okkur því 1. maí tilbúnu þ.e.a.s. með gólf- efnum, Ijósum, máluðu og öllu sem slíku húsi fylgir nema innréttingum." Er þetta mikið mannvirki? „Þetta er 420 fm2 hús sem er steinsteypt að hluta með klæðningu að utan og miklu gleri. Innandyra er lítil verslun, sjoppa og einn stór veitingasalur þar sem hægt er að taka á móti 120 gestum. Veitingasalurinn er með glugga sem snúa að Sogi og Ingólfsfjalli. Þar verður því mjög gott útsýni og fyrir framan veitingasalinn verður stór pallur." Gamli skálinn er 200 fm2. Hvernig stendur á því að þið farið í svona viðamiklar framkvæmdir? ,,Eins og fram hefur komið er gamli skálinn ónýtur og fyrst UMFÍ tók þá ákvörðun að byggja annan skála þurfti hann að vera af þeirri stærðargráðu að hann gæti borið reksturinn sem þar er með góðu móti. Stærðareiningin þarf því að vera hagkvæm gagnvart rekstrinum. Með þessari stækk- un verður t.d. hægt með góðu móti að taka á móti tveimur 60 manna rútum á sama tíma sem ekki var hægt áður. Þá hafði það líka mikil áhrif, varðandi þá ákvörðun að byggja nýjan skála í Þrastaskógi, hver nýtingin yrði í skóginum ef það yrði engin skáli á staðnum. UMFÍ hefur haft tekjur af því að halda úti þessum rekstri sem hafa farið í að byggja upp aðra aðstöðu í Þrastaskógi. Það var kannski fyrst og fremst á þess- um forsendum sem ákvörðun var tekin um að byggja nýjan skála því það er ekki tilgangur UMFÍ að standa í veitingastarfsemi. En tekjurnar sem koma af þessu er grunnurinn af rekstri skógarins og þeim verkefnum sem þar hafa verið unnin.“ UMFÍ hefur haft tekjur af því að halda úti þessum rekstri sem hafa farið í að byggja upp aðra aðstöðu í Þrastaskógi. Það var kannski fyrst og fremst á þessum forsendum sem ákvörðun var tekin um að byggja nýjan skála því það er ekki tilgangur UMFÍ að standa í veitingastarfsemi. 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.