Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.2003, Blaðsíða 27
Rúrik Gíslason knattspyrnumaöur Það er óhætt að segja að draumur flestra ungra stráka sem stunda fótbolta sé að verða atvinnu- maður í íþróttinni. Rúrik Gíslason, 15 ára strákur úr Kópavoginum, er við það að láta þann draum rætast, því ófá knattspyrnulið í Noregi, Englandi, Belgíu og Hollandi keppast nú við það að fá hann í sínar raðir. Skapti Örn Ólafsson hitti Rúrik og föður hans, Gísla Kristófersson, að máli ekki alls fyrir löngu og for- vitnaðist um málið. Rúrik ásamt foreldrum sínum Ætla mér að verða bestur - segir Rúrik Gíslason einn efnilegasti og eftirsóttasti knattspyrnumaður landsins Markaskorari úr Kópavoginum Til að opna viðtalið spyr blaðamaður Rúrik að því hvers vegna knattspyrnan hafi orðið fyrir valinu í stað einhverrar annarar íþróttar? „Ég var nú í handbolta þegar ég var yngri, en það var alltaf einhver svona innileikur sem heillaði mig ekkert sérstaklega. Síðan var stóri bróðir minn í fótbolta og ætli mig hafi ekki langað að gera eins,“ segir Rurik þegar blaðamaður spyr hann hvers vegna fótboltinn hafi orðið fyrir valinu frekar en einhver önnur íþrótt. „Bróðir minn var síðan valinn í landsliðsúrtak en ákvað þess í stað að fara í sveit. Þetta er einhver lélegasta ákvörðun sem ég hef heyrt um,“ segir yngri bróðirinn. „Annars hef ég alltaf haft gríð- arlega gaman að fótbolta og man eftir mér úti í garði þegar ég var lítill að sparka bolta með félögunum marga klukkutima á dag,“ segir Rúrik, en hann hefur æft fótbolta með HK síðan hann var sex ára gamall og aldrei tekið sveitalífið í stað fótboltans. í dag spilar Rúrik með 2. flokki í HK ásamt því að æfa með meistaraflokki félagsins. „Ég hef ekki ennþá spilað með meistaraflokki en spilaði reyndar á móti þeim fyrir skömmu og þá með undir 17 ára landsliðinu. Við unnum þann leik 2:0,“ segir Rúrik sem fannst svolítið skrítið að leika gegn sínu félagi. Óhætt er að segja að Rúrik sé burðarás í U17 ára landsliðinu - hefur skorað 5 mörk í 7 leikjum liðsins í ár. „Mér hefur gengið vel með landsliðinu í ár og þá sérstaklega þegar við lékum þrjá leiki núna í haust í Litháen í undankeppni EM. Þar mættum við Rússlandi, Litháen og Albaníu og unnum alla leikina. Hins vegar gekk okkur ekki vel í sumar þegar við tókum þátt í opna Norður- landamótinu í Noregi, við töpuðum þremur leikjum en unnum einn,“ segir markaskorarinn. Belgía og Holland heilla Eins og áður segir hafa mörg stórlið í Evrópu borið víurnar í Rúrik og má þar nefna klúbba eins og Anderlect í Belgíu, Arsenal, Bolt- on, Chelsea, Manchester City og Liverpool á Englandi og síðan Heerenveen í Hollandi. En hvenær fór boltinn að rúlla hvað þennan áhuga erlendis frá varðar? „Þetta byrjaði þannig að ég fór til reynslu í mars á þessu ári til Bolton fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen, en það kom ekkert út úr því. En eftir Norðurlandamótið í sumar fóru erlendir umboðs- menn að hringja í mig, fyrst frá Noregi og Hollandi og síðan lið í Englandi, eins og Arsenal og Liverpool," segir Rúrik. Það kitlar ekkert að fara til liða í Englandi? „Jú að sjálfsögðu heillar það, en ef við horfum á t.d. Ólaf Inga Skúlason sem er hjá Arsenal núna þá er hann tvítugur og fær'fá tækifæri með aðalliði 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.