Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Síða 6

Skinfaxi - 01.11.2005, Síða 6
Guðjón Valur Sigurðsson, handknatt- leiksmaður í Þýskalandi, hefur heldur betur látið að sér kveða í vetur með liði sínu. GuðjónValur hefur átt hvern stórleikinn af fætur öðrum, er sem stendur langmarkahæstur og lið hans, Gummersbach, trónir í efsta sætinu. Guðjón Valur hefur hin síðustu ár verið aðalburðarásinn í íslenska lands- liðinu og engum hafa dulist hæfileikar hans á handboltasviðinu. I vetur hefur hins vegar styrkur hans komið enn betur í Ijós og hann lætur verkin tala í orðsins fyllstu merkingu. GuðjónValur er ekki að gera mikið úr afrekum sínum heldur er hann hógværðin uppmáluð. Guðjón Valur hafði undanfarin ár leikið með Essen en ákvað síðan að söðla um og gekk í raðir Gummersbach og gerði við félagið tveggja ára samning. Hann er ekki eini Islendingurinn í röðum Gummersbach því að Róbert Gunnarsson hóf leik með liðinu í haust en þangað kom hann frá Danmörku þar sem hann hafði leikið við góðan orðstír; Róbert er línumaður og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína. Islenskir handknattleiksmenn gera það ekki endasleppt í Þýskalandi frekar en fyrri daginn en margir af okkar fremstu handboltamönnum hafa í gegnum tíðina gert garðinn frægan þar um slóðir „Það er voðalega erfitt að segja um það hvort maður standi á hátindi ferils síns. Það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að það gengur vel þessa dagana og ég er að leika með mjög góðu liði. Eg veit ekki hvort ég er í betra formi en áður, en ég vann aftur á móti vel í mínum málum áður en tímabilið hófst í haust. Ég byggði líkamann vel upp í sumar- frfinu hér heima og það er alveg víst að sú vinna hefur skilað sér. Það hefur Ii1<a hjálpað mér að ég hef sloppið við meiðsli og það skiptir öllu að Ii1<aminn sé í lagi. Ég er mjög hress og i SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.