Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2005, Side 7

Skinfaxi - 01.11.2005, Side 7
mér líður vel að spila með mínu nýja liði," sagði Guðjón Valur Sigurðsson í spjalli við Skinfaxa hér heima á dögunum þegar hann var að leika með landsliðinu í leikjunum sem háðir voru við Norðmenn. - I hverju liggur munurinn á því að leika með Essen og leika með Gummersbach í dag? ,,Þessi tvö lið leika ólíkan handbolta og hópurinn hjá Gummersbach er breiðari og í því liggur munurinn aðallega." Aðspurður hvort árangurinn hefði komið leikmönnum og forsvarsmönnum liðsins á óvart sagði Guðjón Valur svo ekki vera. „Við höfum fram að þessu verið að mæta liðum sem talin eru veikari en við en núna í desember reynir virkilega á styrk okkar Þá mætum við liðum sem hafa verið í hópi þeirra bestu undanfarin ár. Ahuginn er mikill í Gummersbach og við fáum mikinn stuðning frá fólkinu þar. Það hafa verið skiptar skoðanir á því hvort við eigum að leika heimaleiki okkar í heimabænum eða í Köln. Það er óneitanlega mjög spennandi að leika í Köln, í höll sem tekur 19 þúsund áhorf- endur; en þar er að vakna áhugi samfara þessum leikjum sem við höfum verið að leika þan Ég er bjartsýnn á fram- haldið og vonandi verðum við áfram á þeirri braut sem liðið er búið að vera á í haust.Við höfum enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnir en við eigum mjög erfiða leiki fýrir höndum í desember" - Ef við snúum okkur að íslenska landsliðinu og þátttöku þess á Evrópumótinu í Sviss, hvað viltu segja um það? Mótið leggst vel í mig en við erum að koma upp með skemmtilegt lið.Við höfum náð að leika okkur ágætlega saman og árangur liðsins á mótinu í Póllandi og eins gegn Norðmönnum gefur ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn. Mótið í Póllandi var sterkt og því var gott að að vinna sigur á því upp á framhaldið.Við erum hvergi smeykir og óttumst ekki andstæðinga okkar á Evrópumótinu í Sviss. Við erum með reynslumeira lið en á sfðasta stórmóti og við höfum þurft þennan tíma til að slípa okkur saman. Það vilja allir sjá árangur en liðið hefur farið í gegnum ákveðnar breytingar sem tekur tíma að vinna úr Ég held að það sé að takast hjá okkur en það er langur tfmi fram undan. Ef við höldum þessu liði saman er ég alveg handviss um að við förum langt á næstu árum.” - Svona rétt f lokin, Guðjón Valur Átt þú heilræði til handa börnum og unglingum sem eru að æfa fþróttir i' dag? „Það er einfaldlega að æfa og allir þurfa líka að nota tím- ann vel utan hins venjulega æfingatíma með þjálfurum. Allir þurfa að vinna vel í sfnum málum og sjá hvernig þeir geta bætt sig.Til að ná langt þarf að leggja mikla vinnu á sig og menn uppskera samkvæmt því. Heilbrigt líferni og hollt mataræði skiptir ennfremur miklu máli. Ungir i'þróttamenn verða að hugsa vel um líkamann, að fá sinn svefn og lifa heil- brigðu líferni leikur stórt hlutverk í þessu sambandi," sagði Guðjón Valur Sigurðsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.