Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 14
r 44. sambandsþing UMFI haldiö á Egilsstöðum: Framkvæmdastjóri og stjórn UMFI. Efri röð frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri, Björn Armann Olafsson, gjaldkeri, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Haraldur Þ.Jóhannsson, vara- stjórn, Einar Jón Geirsson, meðstjórnandi, Jóhann Tryggvason, varastjórn, Einar Haraldsson, varastjórn. Neðri röð frá vinstri:Anna R. Möller, meðstjórnandi, Helga Guðjónsdóttir, varaformaður, Björn B.Jónsson, formaður, Asdís Helga BJarnadóttir, ritari, Eyrún H. Hlynsdóttir, varastjórn. > M cr mii flð gerflst í hreyfingunni 44. sambandsþing UMFÍ var haldið á Egilsstöðum helgina 22.-23. október sl. og sóttu það hátt í 100 þingfull- trúar Meðal tillagna, sem samþykktar voru á þinginu, var að sambandsþingið feli stjórn UMFI að hrinda í framkvæmd uppbyggingu nýrra aðalstöðva hreyflngarinnar. Stefnt verði að því að uppbyggingunni verði lokið á 100 ára afmæli UMFI árið 2007. Þingið samþykkir jafnframt að fela stjórn að gera kostnaðaráætlun og frumdrög að teikningum sem lögð verða fyrir formannafund UMFI til samþykktar „£g er mjög ánægður með þingið sem gekk mjög vel fyrir sig í alla staði. Það voru margar áhugaverðar tillögur samþykkt- ar og ein af þeim stærstu er tvímælalaust að hrinda í fram- kvæmd uppbyggingu nýrra aðalstöðva hreyfingarinnar í Reykja- vík. Ennfremur að byggja upp útilífs- og listabúðir fyrir 8. bekk grunnskólanna, í anda UMFI, að Skógum undir Eyjafjöllum, í samstarfi við sveitarstjórn Rangárþings eystra og menntamála- ráðuneytið. Það er mikið að gerast í hreyfingunni og óhætt að segja að það sé bjart fram undan," sagði Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ. Breytingar urðu á stjórn UMFI en í aðalstjórn sitja nú: Ásdís Helga Bjarnadóttin Helga Guðjónsdóttir, Björn Ármann Olafsson, Anna R. Möller, Hringur Hreinsson og Einar Jón Geirsson. I varastjórn eru JóhannTryggvason, Haraldur Þór Jóhannsson, Einar Haraldsson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir SKiNFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.