Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 31
Sparkvallaátak KSI Sparhvellir vígðír vítt og breitt um landiö Árið 2004 var sparkvallaátaki KSÍ ýtt úr vör Um er að ræða eitthvert umfangsmesta útbreiðsluverkefni sem KSI hefur ráðist í frá upphafi. Kveikjan að því var ákvörðun UEFA um að veita aðildar- samböndum sínum styrk til að byggja sparkvelli. KSI sótti um styrk til fjárlaganefndar Alþingis og leitaði eftir stuðningi Eimskipa, Oli's, VIS og KB-banka. KSI setti strax stefnuna á að nýta þetta fjármagn til að byggja sem flesta sparkvelli. Hugmynd KSI var frá upphafi sú að fá til liðs við síg sveitarfélög í landinu, þannig að KSI legði til fyrsta flokks gervigras á velli sem byggðir væru eftir leiðbeiningum frá KSI víðs vegar um landið. Þrír sparkvellir voru teknir í notkun í Rangárvallasýslu föstudag- inn 2. desember síðastliðinn. I Rangárþingi ytra var sparkvöllur vígð- ur á Hellu, við skóla og íþróttahús staðarins, og að Laugalandi í Holtum, við skóla og íþróttahús sem rekið er í sameiningu af Rang- árþingi ytra og Ásahreppi. I Rangárþingi eystra var sparkvöllur vígð- ur við skólann á Hvolsvelli.Viðstaddir á hverjum stað voru fulltrúar sveitarfélaga, skóla og íþróttafélaga. Eins og við vígslur annarra sparkvalla voru skólum og íþrótta- Vá 7r \_iu VV Gleðileg jól með islenskum ilmandi jólatrjám, greinum og eldiviði i\F /J \X j !||| \ I VnN / Jr Munid að áslensk tré eru umhverfisvæn SKOGRÆKT RÍKISINS ivv '// > • , - '>y Suðurland 480 1821 / 864 1102 ® Norðurland 462 5175 Austurland 4711774 # Vesturland 435 0047 Myndir úr myndasafni KSI. félögum staðanna færðir knettir af bestu gerð að gjöf. I haust og fram að jólum hafa auk fyrrgreindra valla verið teknir í riotkun vellir á Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Eskifirði, Djúpavogi, ÍVÍk, ÍVogum, á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði ogVestmannaeyjum. Eyjólfur Sverrisson, verkefnisstjóri sparkvalla KSI, segir þetta eitt stærsta átak sem Knattspyrnusambandið hefur ráðist í. Markmiðið er að reisa 63 velli vítt og breitt um landið og í dag er langt komið að ná því markmiði. Að sögn Eyjólfs eru síðan áform uppi um að halda átakinu áfram og byggja enn fleiri velli á næstu árum. „Þetta átak er svo sannarlega að skila sínu og á eftir að gera það enn frekar þegar fram í sækir. Þegar ég var gutti var fullt af opnum svæðum til staðar en í dag eru þau varla til. Við erum að búa til þenn- an vettvang svo að krakkarnir geti leikið sér í vinsælustu íþróttagrein i' heiminum sem knattspyrnan er. Með uppbyggingu þessara valla vorum við ekki síður að huga að hreyfingu barna og unglinga almennt sem ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum. Við fáum alls staðar að mjög jákvæð viðbrögð vegna þessa átaks og segja má að þarna eigi sér stað algjör bylting," sagði Eyjólfur Sverrisson. SKINFAXI - gefið út samfleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.