Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2005, Page 32

Skinfaxi - 01.11.2005, Page 32
Jólasaga eftir Álfheiöi Bjarnadóttur Jólaævíntýrí i litla húsinu í Norðurmýri var allt orðið skreytt, úti og inni. Þar bjuggu mamma og pabbi með börnin sín fjögur, Lillý.Alla, Millý og Hönnu móðursystur. Hanna móðursystir var yngst, 4ra ára. Hún var kölluð Hanna móðursystir vegna þess að Lillý stóra systir ogTóti kaerastinn hennar áttu litla stelpu sem hét Anna og var bara tveggja og hálfs árs. Uppi í risinu bjó svo amma-langamma, sem bakaði pönnukökur næstum á hverjum degi og kom létt á fæti niður stigann með stafla af heitum pönsum, til þeirra á neðri hæðinni. Síðast ekki en síst bjó hjá fjölskyldunni kötturinn Gutti, stundum kallaður Gutti kóngur í hverfinu. Kolsvartur og spekingslegur. Millý átti Gutta, en hann tölti á milli hæða, eftir því hvar hann hélt að best væri að borða. Ef hann var leiður á dósamatnum rölti hann með blíðu mali upp stigann til ömmu-langömmu sem sagði strax: „Langar þig í fiskbita, eða viltu frekar gúrku og saltar skrúfur?" En Gutti lygndi bara augunum á meðan amma-langamma dekraði við hann og borð- aði með bestu lyst fiskinn.gúrkubitana og fimm saltar skrúfur úr snakkpokanum. Svo stökk hann upp í baðkarið og amma-langamma lét drjúpa hægt og varlega úr kalda krananum svo að Gutti kóngur gæti svalað þorstanum. Á eftir leit hann snöggt til ömmu-langömmu, læddist í stofusófann, hringaði sig þar og steinsofnaði. Það var á Þorláksmessumorgun sem mamma þurfti nauðsynlega að skreppa í bæinn til að versla svolítið. Meðal annars átti hún eftir að kaupa meira skraut á jólatréð, nýja jólaseríu, jólagjöf handa Gutta og dálítið af jólanammi sem var alltaf skynsamlegast að kaupa á síð- ustu stundu, annars væri það bara búið löngu fýrir jól. Mamma leit í kringum sig sæl á svip. Mikið var nú orðið jólalegt í húsinu þeirra. Á hvíta skenknum í stofunni var allt jólasveina- og jóla- húsasafnið hennar. Hún var búin að vera í mörg ár að safna alls konar litlum jólahúsum, kirkjum og jólasveinastyttum. Svo breiddi hún bómull á skenkinn, bjó til hóla og skautasvell með spegli og raðaði öllu safninu sínu eftir kúnstarinnar reglum, svo að þarna varð dálítið ævintýraland. Eldhúsið var komið í jólabúning. Gluggatjöld, jólakrúsir, box og dúkar. Margt gamalt, annað nýrra. Krakkarnir voru búnir að skreyta herbergin sín.Alla fannst það nú reyndar óþarfi að hlaða ein- hverju glingri upp á alla veggi, eins og hann orðaði það, en þegar hann var búinn og aðventuljósið hans komið í gluggann, sagði hann að þetta væri svo sem „ókey”, svona einu sinni á ári. Svo fyllti hann stóra skál af vínberjum, eplum, mandarínum og fílakaramellum og sagðist vilja hafa allt við hendina þegar hann væri að horfa á sjónvarp- ið inni hjá sér.Alli og Lillý stóra systir áttu nefnilega sér sjónvörp í sínum herbergjum. Það fannst Millý voðalega flott og hálföfundaði þau. „Ætlarðu að klára fílakaramellurnar, þú þarna sælgætissjúki?” sagði Lillý sem kom utan úr kuldanum með snjóflygsur í hárinu og Önnu litlu dúðaða eins og litla bangsastelpu. Hún var með fulla poka af marglitum pökkum í báöum höndum. „Þetta eru jólagjafirnar frá fjölskyldunni hansTóta," sagði hún brosleit. „Þetta eru nú meiri ósköpin," sagði amma-langamma sem kom niður stigann rétt í þessu. „Þær voru ekki svona jólagjafirnar i mínu ungdæmi, samt gladdist maður ekki minna en í dag, það segi ég satt, elskurnar mínar." „Hvað eru ungdæmi, ammlangamma?" spurði Millý og kom niður með Gutta á hælunum. „Aldrei hefur reikningskennarinn minnst á svoleiðis dæmi. Hlífðu mér, plís, Millý sillý," gólaði Alli uppi og tróð upp í sig tveimur fíla- karamellum. Gutta „Kafnaðu ekki,“ sögðu systur hans í kór. „Mig langar í pulsu með sinnepi og marmelaði," sagði Hanna móðursystir. „O é líka,“ kvakaði Anna litla. „Hjálpi mér allir heilagir," sagði Lillý stóra systir og stundi. „Eru allir að verða hungurmorða rétt eftir hádegismatinn? Eru einhverjar pylsur til, amma?“ „Þú verður að fara að læra að segja sinnep og remúlaði, Hanna mín,“ svaraði amma-langamma. „Pollý mín,“ sagði hún svo. „Getur þú ekki hjálpað mér einhvern tíma með jólatréð? Ég er svoddan klaufi að festa kertaklemmurnar vel á. Og hvað heldurðu? Ég finn hvergi nokkurs staðar kertapakkann með snúnu kertunum sem ég var viss um að eiga síðan í fyrra.“ „Ætli þau hafi bara ekki klárast, mamma mín. Þetta er svo fljótt að brenna upp. Það er bara að nú sé ekki hætt að framleiða svona kerti. En ég þarf að skreppa í bæinn og skal athuga málið. Ég ætla að freistast til að fara á bílnum þó að ég viti að það sé erfitt að fá bíla- stæði og, mamma mín, kveiktu ekki á neinum kertum á jólatrénu á meðan ég er í burtu." „Nú, ég hef nú kunnað að fara með logandi kertaljós á jólatré síðan ég var stelpa og það eru nú rúm sjötíu ár siðan,” sagði amma svolítið byrst. „Ég veit það, mamma mín, en allur er varinn góður," ansaði mamma og kyssti ömmu-langömmu á vangann. „Mikið verður jólatréð ykkar fallegt þegar búið verður að kveikja á því,“ sagði amma-langamma. „Mér þykir samt fallegast að hafa kertaljósin eins og þegar ég var barn, eða þá fléttuðu jólapokarnir. Maður fékk að setja rúsínur og kandís í pokana. Það var nú meiri dýrðin," bætti hún við dreymandi. „Jæja, ég verð að drífa mig. Lillý mín, þú passar stelpurnar og allt annað á meðan. Ertu með bíllyklana?" „Guð,“ sagði Lillý. „Þeir eru í bílnum og hann er opinn. Ég var með svo mikið þegar ég kom inn.“ Mamma var búin að opna útidyrahurðina. „Bíllinn er á sínum stað,“ sagði hún hlæjandi. Gutti skaust út fyrir og steig varlega á mjöllina sem nú huldi allt og enn snjóaði. Mamma sneri við á gangstéttinni og horfði með aðdáun á húsið þeirra. Það var eins og mynd á jólakorti.Trén í garð- inum voru þakin snjó og greinarnar svignuðu. Þakið var eins og breitt hefði verið yfir það bómullarteppi, en gluggarnir voru fallegastir. Mamma hafði skipt rúðunum niður í litla reiti með rauðu gluggalím- bandi og í gluggakistunum var alls konar jólaskraut, jólarósir og að sjálfsögðu aðventuljósin, sem lýstu þetta allt upp og vörpuðu hlýrri birtunni á snjóinn fyrir utan. Á litla jólatréð í miðjum garði hafði Haraldur pabbi fest jólaljósa- seríu og marglit Ijósin skinu og Ijómuðu í húminu sem óðum var að færast yfir. Mamma dró djúpt andann. Nei, þetta slór dugði ekki. Hún hafði ekki tekið eftir Gutta sem hafði læðst inn um opnar bíldyrnar og kúrði steinþegjandi í aftursætinu. Hann var vanur að fylgja mömmu að búðunum í hverfinu og beið þá fýrir utan. En í búðinni SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.