Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 3

Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 3
FORMAÐUR UMFÍ: HELGA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR GAMAN SAMAN Unglingalandsmótin eru fjölskylduhátíð Sumarið er komið með sól í sinni. Nátt- úran verður litskrúðugri með hverjum deginum og tilveran svo yndislega skemmtileg. Starfið hjá ungmenna- og íþróttafélögunum blómstrar og mikið er um að vera úti um allt land. Hjá ungmennafélagshreyfingunni verður heilmikið um að vera í allt sumar. „Fjölskyldan á fjallið" er skemmtilegt verkefni sem fjölskyldan getur samein- ast um að taka þátt í. Víða hafa héraðs- sambönd valið fjöll heima í héraði sem áhugavert er að ganga á. Á heimasíðu UMFÍ og í bókinni Göngum um ísland, sem UMFI gefur út, má finna nöfnin á þeim fjöllum sem tilnefnd eru í sumar. Bókina er hægt að nálgast á bensínstöðv- um Olís. Vefurinn ganga.is hefur verið yfirfarinn og er orðinn mjög aðgengi- legur og upplýsandi fyrir áhugafólk um göngur. Þann 19. júní voru fyrstu skrefin í verk- efninu „Gæfuspor“ tekin. Verkefnið hef- ur það markmið að hvetja fólk, sem er sextíu ára og eldra, til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar. Sparisjóð- irnir eru aðalsamstarfsaðilar UMFÍ við verkefnið ásamt heilbrigðisráðuneytinu og Lýðheilsustöð. Bæklingur, sem ber Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í góðra vina hópi á sambandsráðs- fundi UMFÍ, sem haldinn var í Þor- lákshöfn í apríl. sama nafn og verkefnið, er gefinn út sam- hliða þvi. I honum er að finna ýmsar hag- nýtar upplýsingar fyrir göngufólk og mun hann liggja framnti m.a. í spari- sjóðunum. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er í undirbún- ingi í samstarfi við Frjálsíþróttasamband Islands, FRl. Skólinn verður á þeim stöð- um á landinu þar sem haldin hafa verið unglingalandsmót og landsmót og búið er að koma upp góðri aðstöðu til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum. Síðast en ekki síst er það 11. Unglinga- landsmótið sem haldið verður í Þor- lákshöfn urn verslunarmannahelgina. En af hverju er ungmennafélagshreyf- ingin svona stolt af Unglingalandsmót- unum? I mínum huga eru mótin fyrst og síðast fjölskylduhátíð þar sem íþróttir og unglingar eru í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á að stórfjölskyldan geti komið sarnan þessa mestu ferðahelgi landsmanna, verslunarmannahelgina, í umhverfi sem er án vímuefna og þar sem heilbrigt íþrótta- og tómstundastarf er í fyrirrúmi. Hinn sanni og góði ung- mennafélagsandi ræður ríkjum og skap- ar það góða andrúmsloft sem einkennir mótin. Mótin hafa vakið verðskuldaða athygli og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til fyrirmyndar í allri framkontu, hvort sem urn er að ræða í keppni, leik eða umgengni. Ég fullyrði að mótin eiga engan sinn líka á íslandi, jafnvel í heiminum. Af nógu er að taka í starfi ungmenna- félaga hvar sem á það er litið. Eitt getum við öll verið sammála um þegar sumri lýkur. Við höfðum það gaman sarnan. Islandi allt. Sveinn Elías og Helga Margrét Norðurlandameistarar Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni og Helga Margrét Þorsteins- dóttir, Ármanni, urðu Norðurlandameistarar í sínurn flokk- um í fjölþraut í Jyváskylá í Finnlandi dagana 7.-8. júní sl. Sveinn Elías varð Norðurlandameistari í tugþraut í flokki 18-19 ára og hlaut alls 7086 stig. Árangur Sveins Elíasar: 100 m hlaup 10,98 sek., langstökk 6,96 m, kúluvarp 13,11 m, hástökk 1,87 m, 400 m hlaup 48,86 sek., 110 m grindahlaup 15,28 sek., kringlukast 32,61 m, stangarstökk 4,25 m, spjót- kast 44,55 m og 1500 m hlaup 4:43,19 mín. Helga Margrct varð Norðurlandameistari í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri og hlaut alls 5520 stig. Þetta er besti árangur Helgu Margrétar í sjöþraut og um leið Islandsmet í stúlkna- flokki. Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup 14,59 sek., hástökk 1,64 m, kúluvarp 13,03 m, 200 m hlaup 25,28 sek., langstökk 5,48 m, spjótkast 41,87 m og 800 m hlaup 2:17,87 mín. Þessi árangur Sveins Elíasar og Helgu Margrét- ar er stórkostlegur og sýnir að rnikil vakning er í frjálsum íþróttum hér á landi. Bætt aðstaða frjálsíþróttamanna er svo sannarlega að skila sér og framtíðin er björt. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.