Skinfaxi - 01.05.2008, Síða 8
Frá samráðsfundi UMFÍ í Þorlákshöfn.
Sigurður Guðmundsson, íþrótta- og
tómstundafulltrúi í Mosfellsbæ, sagði frá
samstarfi Aftureldingar og Mosfelisbæjar.
Samráðsfundur
UMFÍ í Þorlákshöfn
Samráðsfundur Ungmennafélags fslands
fór fram í Þorlákshöfn 26.-27. apríl sl.
Föstudaginn 25. apríl var stjórnarfund-
ur UMFf haldinn á Selfossi. Um 40
manns voru á samráðsfundinum sem
var afar gagnlegur í alla staði.
Meginþema samsráðsfundarins var
samstarf héraðssambanda við sveitar-
stjórnir. Einnig var farið yfir starf sam-
bandsaðila og UMFÍ og málefni hreyf-
ingarinnar rædd. Formenn og fram-
kvæmdastjórar héraðssambanda auk
starfsmanna félaga tóku þátt í fundinum.
Reynir Ragnarsson, formaður
íþróttabandalags Reykjavíkur, fór yfir
samstarf IBR við Reykjavíkurborg og
Sigurður Guðmundsson, íþrótta- og
tómstundafulltrúi í Mosfellsbæ, sagði
frá samstarfi Aftureldingar við sveitar-
félagið þar. Þessi erindi voru mjög fræð-
andi og skemmtileg og ljóst að mikið og
áhugavert starf er unnið á þessum stöð-
um.
Einnig var sérstök kynning á Ungl-
ingalandsmótinu sem haldið verður í
Þorlákshöfn um verslunarmannahelg-
ina, dagana 1.-3. ágúst nk. Farið var yfir
alla þætti mótsins og fyrirspurnum
svarað. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins
Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, kynnti
fyrirhugaðar framkvæmdir við upp-
byggingu íþróttamannvirkja vegna
Unglingalandsmótsins. Einnig fór
Jóhanna Fljartardóttir, starfsmaður móts-
ins, yfir nokkur framkvæmdaatriði er
tengiast Unglingalandsmótinu. Því næst
var ekið með hópinn um Þorlákshöfn
og fundarmönnum sýndar framkvæmd-
ir sem standa yflr, undir leiðsögn Ragn-
ars Sigurðssonar, formanns unglinga-
landsmótsnefndar og varaformanns
HSK. Augljóst er að Ölfusingar ætla að
standa að þessu móti með miklum
glæsibrag. Frjálsíþróttavöllurinn, sem
verður fyrir sunnan íþróttahúsið, verð-
ur með þeim glæsilegri hér á landi.
Gríðarstór jarðvegsmön umlykur völl-
inn á þrjá vegu og gefur honum glæsi-
legt yfirbragð. Þá verður byggð ný sund-
laug og búningsaðstaða við íþrótta-
völlinn.
Á sunnudeginum var farið í skoðun-
arferð á Selfossi þar sem aðsetur Ung-
mennafélags Selfoss og Héraðssam-
bandsins Skarphéðins við Engjaveg voru
heimsótt. Örn Guðnason, framkvæmda-
stjóri Umf. Selfoss, kynnti starfsemi
félagsins og sýndi glæsileg húsakynni.
Þá kynnti Bragi Bjarnason, íþrótta- og
tómstundafulltrúi Árborgar, fundar-
mönnum áform um uppbyggingu
íþróttamannvirkja í Árborg. Að lokum
var snæddur hádegisverður í Selinu,
félagsaðstöðu HSK, þar sem Gísli Páll
Pálsson, formaður sambandsins, sagði
frá starfsemi þess.
8 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands