Skinfaxi - 01.05.2008, Page 11
Þrátt fyrir að íþróttakeppni unga fólks-
ins sé aðalatriðið á Unglingalandsmóti
UMFI um verslunarmannahelgina, er
hugsað fyrir margvíslegri afþreyingu
fyrir alla fjölskylduna. Þeir sem mæta
snemma á mótsstað geta farið á tónleika
með Jazzbandi Suðurlands sem haldnir
verða á fimmtudagskvöldinu. Yngri
börnin fá að sjálfsögðu líka að spreyta
sig við ýmsar íþróttir á vel útbúnu leik-
svæði við leik- og grunnskóla Þorláks-
hafnar. Siðan verða settar upp listasmiðj-
ur þar sem áhugasamir - stórir jafnt
sem smáir - fá að mála og spreyta sig
við ljóðagerð. Úrval ljóðanna verður
siðan hengt upp á völdum stöðum um
bæinn. f bæklingi verður bent á áhuga-
verðar gönguferðir þar sem hægt verður
að fræðast urn ýmislegt tengt sögu Þor-
lákshafnar á upplýsingaskiltum, enn-
fremur verða skipulagðar göngur um
bæinn og hafnarsvæðið og annast Ferða-
málafélag Ölfuss Ieiðsögnina í þeim
ferðum.
Á ýmsum stöðum verða sýningar,
ýmist á málverkum, blaðaúrklippum eða
ljósmyndum, m.a. verður ljósmynda-
sýning í Hafnarnesvita en ágætis göngu-
leið er frá útsýnisstað við hafnargarð út
í vita. Bæjarbókasafn Ölfuss stendur
fyrir bókamarkaði auk þess að bjóða
upp á sögustundir fyrir yngstu börnin.
Einnig verður boðið upp á brúðuleik-
sýningar með listamanninum Bernd
Ogrodnik. Um tvær mismunandi sýn-
ingar er að ræða og fjallar önnur þeirra
um drenginn Einar Áskel sem flest börn
EITTHVAÐ
FYRIR ALLA
11 -UNGLINGA
LAND5MÓT
UMFÍ
þekkja úr vinsælum bókum Gunillu
Bergström. Hin sýningin heitir Um-
breyting og hlaut hún afburðadóma
gagnrýnenda er hún var sýnd í Þjóðleik-
húsinu. Sýningin er ekkert síður ætluð
fullorðnum en börnum. Unga fólkið get-
ur síðan hlakkað til þess að á kvöldin
verða kvöldvökur þar seni ýmsar hljóm-
sveitir og tónlistarmenn, bwði reynslu-
boltar og ungar hljómsveitir, koma fram.
Á laugardagskvöldinu verður kvöidvak-
an úti við varðeld og stýrir ein vinsæl-
asta hljómsveitin á fslandi í dag kvöld-
vökunni, þ.e. Ingó og veðurguðirnir.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands