Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2008, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.05.2008, Qupperneq 28
FYRSTA SKREFIÐ TEKIÐ í GÆFUSPORI Ungmennafélag Islands tók fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor fimmtudaginn 19. júní sl. Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar. Verkefnið hófst á fimm stöðum á land- inu, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, Nes- kaupsstað, á Selfossi og Sauðárkróki. I kjölfarið verður framhaldið skoðað með fleiri staði í huga. Sparisjóðirnir eru aðalsamstarfsaðili UMFf að verkefninu. Sparisjóðirnir munu afhenda öllu göngufólki vandaðan jakka, sem er merktur Gæfuspori, til eignar. Einnig styrkja heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð verkefnið myndarlega. Fimmtudaginn 19. júníkl. 10:00 vargeng- ið af stað frá sparisjóðunum á viðkom- andi stöðum og voru allir 60 ára og eldri velkomnir. Hver hópur ákveður hve oft og hvaðan er gengið og eins getur fólk valið sér tíma og staði þegar því hentar. Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendum, sér til ánægju, í góðum hópi vina og félaga. Sérstakur bæklingur var geflnn út sam- hliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fýrir göngufólk og mun hann liggja frammi í sparisjóðum og á fleiri stöðum. Þátttakan á fyrsta degi verkefnisins var mjög góð en 300 manns tóku fyrstu skrefin á framangreindum stöðum. „Við erum mjög ánœgð með hvað verk- efniðfór vel afstað. Þátttakan var meiri en við áttum von á ogþað ríkti mikil og almenn ánœgja á meðal göngufólksins. Við viljum nota tcekifœrið ogþakka öllum fyrir þátttökuna og við erum mjög bjart- sýn áframhaldið en stefnt er að því að bceta viðfleiri stöðum í haust, “ sagði Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFI. Gæfuspor leggur af stað í Neskaupsstað. 28 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.