Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2008, Side 31

Skinfaxi - 01.05.2008, Side 31
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Fjölmennt á 75. þingi USÚ á Hornafirði 75. þing USÚ, sem haldið var 13. mars sl., var fjölmennt og mættu á það full- trúar frá öllum aðildarfélögum. Gestir þingsins voru Helga Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, Sigríður Jónsdóttir úr framkvæmdastjórn ISÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Þingfulltrúar og gestir voru sammála um að 2007 hefði verið USÚ farsælt starfsár og ber þar hæst Unglingalands- mótið sem haldið var á Höfn um versl- unarmannahelgina og var Hornfirðing- um öllum til sóma. Breytingar urðu á stjórn USÚ, Jóhanna Kristjánsdóttir hætti í stjórn og inn kom Þórhalla Magnúsdóttir. Ragnhildur Einarsdóttir og Kjartan Hreinsson voru endurkjörin. USÚ tekur í notkun nýja heimasíðu Ungmennasambandið Úlfljótur, USÚ, tók í notkun nýja og fullkomna heimasíðu 13. mars sl. Síðan var opnuð með form- legum hætti á 75. ársþingi USÚ sem haldið var á Kaffí Horninu. Heimasíðan á að þjóna upplýsingar- hlutverki fyrir aðildarfélög USÚ sem eru átta talsins. Þar munu birtast fundar- gerðir og lög og reglugerðir sambands- ins auk frétta af starfmu. Er það von stjórnar USÚ að þessi við- bót við starfið eigi eftir að einfalda upp- lýsingaflæði í allar áttir. Helga Guðjóns- dóttir, formaður UMFl, sæmir Ragnhildi Einars- dóttur, formann USÚ, starfsmerki UMFl. wcvw.gaM/jti.k ^NGMennásambandv tlLFLJÓTm Sjötti sigur Stefáns Geirs- sonar í Skjaldarglímu HSK Héraðsmót Skarphéðins í glímu fór fram í Reykholti í Biskupstungum 12. apríl sl. Keppendur voru 58 talsins frá sjö félögum og keppt var í níu aldurs- flokkum. Hápunktur keppninnar voru skjaldarglímur karla og kvenna. Keppt var um hinn fræga Skarp- héðinsskjöld í 84. sinn og voru glímu- kapparnir sex talsins. Stefán Geirsson, Samhygð, og Ólafur Sigurðsson, Ung- mennafélagi Laugdæla, glímdu til úrslita og sigraði Stefán eftir spenn- andi viðeign. Þetta var sjötti sigur Stefáns í Skjaldarglímunni. Elisabeth Patriarca frá Iþróttafélaginu Dímon sigraði í keppni fjögurra kvenna um Bergþóruskjöldinn. Hún sigraði nú íjórða árið í röð. I stigakeppni félaga var Iþróttafélag- ið Dímon í Rangárþingi eystra sigur- sælast og sigraði í drengja-, stúlkna- og lcvennaflokki. Ungmennafélag Laugdæla sigraði í karlaflokki. Skarphéðinsmenn halda merld glímunnar hátt á lofti og bera fram arfleifð Sigurðar Greipssonar í Hauka- dal sem á síðustu öld kenndi hátt í þúsund glímumönnum töldn á þjóðar- íþróttinni. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 31

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.