Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2008, Page 27

Skinfaxi - 01.11.2008, Page 27
Ónógur svefn unglinga hefur neikvæð áhrif á námsgetu og heilsuna Svefnþörf er að einhverju leyti einstaklingsbundin og breytist í gegn- um lífið. Yngstu skólabörnin þurfa í kringum 9 tíma á nóttu, en þegar kom- ið er á unglingsárin eykst svefnþörfin um u.þ.b. klukkustund á nóttu vegna þess aukna álags sem fylgir gelgju- skeiðinu. Reyndin er þó sú að stór hluti unglinga styttir svefntíma sinn í stað þess að lengja hann. Við lifum á eril- sömum tímum og það er margt sem getur haft neikvæð áhrif á svefninn. Fyrir utan að sinna heimalærdómi og áhugamálum tekur sjónvarpið og internetið sífellt meiri tíma barna og unglinga. • Unglingarþurfau.þ.b. 10 klst. svefn yfirnóttina. • Lengd og gæði nætursvefns hefur áhrifá námsgetu og minni. • ísvefni fer fram upprifjun og úrvinnsla úrþeim uppiýsingum sem við höfum fengiðyfirdaginn. • Að sofa á daginn kemurþví ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn. Rannsóknir hafa sýnt að gæði og lengd nætursvefns hafa áhrif á náms- getu og minni. í svefni ferfram upp- rifjun og úrvinnsla úr þeim upplýsing- um sem við höfum fengið yfir daginn og þær upplýsingar festast í minninu. Einnig er svefninn nauðsynlegur fyrir ónæmiskerfið til að auka mótstöðu gegn veikindum og hann er einnig nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska unglingsins. Á unglingsárunum eiga sér stað miklar hormónabreytingar í líkamanum. Mikill hluti þeirra hormóna framleiðist á nóttunni og er sú fram- leiðsla háð góðum nætursvefni. Að sofa á daginn kemur því ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn. Þeir unglingar sem hafa góðar svefn- venjurog sofa nóg eru hamingjusam- ari, taka frekar ábyrgð á heilsunni, borða hollari mat, eru hæfari til að takast á við streitu og ástunda frekar reglulega hreyfingu en þeir unglingar sem sofa ekki nóg. Hér eru nokkur einföld ráð fyrir for- eldra sem komið geta að notum til að hjálpa unglingum við að ná betri nætursvefni. 1. Úreglulegar svefnvenjur geta vaidið ójafnvægi í iíkamanum. Hvetjið ungl- inginn til að fara að sofa og vakna á svipuðum tíma á hverjum degi. Ef unglingurinn fær nægjanlegan svefn á virkum dögum þarfhann ekki að sofa lengur um helgar. 2. Efunglingurinn eroft þreyttur á dag- inngetur hjálpað að fá sér smákríu til að hlaða batteríin. Varast skal að sofa lengur en klukkustund því þá getur lúrinn haft öfug áhrifog valdið því að erfiðara verðurað sofna um kvöldið. 3. Áhyggjur og streita geta valdið því að Sveinbjörn Kristjánsson verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð erfitterað slappa afog sofa vel. Verið igóðu sambandi og næm fyrir hvernig unglingnum líður. Það er ekki alltaf auðvelt að fá ungling að tala um líðan sína. Stundum getur hjálpað að skrifa hugsanir og tilfinningar í dagbók. 4. Óæskilegterað unglingarsitji fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna seintá kvöldin. Bæði sjónvarp og tölvuleikir örva heilann og trufla þannig svefn. Það getur hjálpað að bjóða unglingn- um að taka upp sjónvarpsefni sem hann vill alls ekki missa af. 5. Dagleg hreyfing ergóð bæði fyrir svefninn og heilsuna. Hvettu ungling- inn til að stunda íþróttir eða daglega hreyfingu í frítímanum. 6. Ekki er gott að borða eða drekka mikið fyrir svefninn. Kenndu barninu frekar að slappa afmeðþví að fá sér smá- vegis heitt að drekka. Heitt bað eða sturta getureinnig verið róandi fyrir svefninn. 7. Hjálpaðu unglingnum að stilla hita- stigið í svefnherberginu hæfilega svalt. Gott er að sofa við opinn glugga og vera með dökk gluggatjöld fyrirglugg- anum. 8. Margirbyrja á unglingsárunum að vera lengur úti á kvöldin. Fylgið úti- vistarreglum alla daga vikunnar. Gott ereinnig að unglingurinn hafi tíma til að komast í ró áður en hann fer í rúmið. 9. Og að lokum - munið að gott fordæmi eykur áhrif góðra ráða. Fjóla Einarsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans: Hingað hringja einstaklingar af öllum stigum þjóðfélagsins „Símanúmerið 1717 er gjald- frjálst númer, hægt að hringja úr lokuðum símum, opinn allan sólarhringinn og sést ekki á síma- reikningi að hringt hafi verið í þetta númer. Einnig er nafnleynd og 100% trúnaður. Við veitum andlegan stuðning og sálræna áfallahjálp,“ sagði Fjóla Einars- dóttir, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða kross íslands. Fjóla segir að þessa dagana ber- ist að meðaltali um 73 símtöl, en um 40% aukning var á milli mán- aða í október og nóvember eða eftir að kreppan skall á. Hjálparsíminn er opinn öllum og símtöl berast frá ein- staklingum af öllum stigum þjóð- félagsins. „Við bendum ennfremur á sam- félagsleg úrræði og þjónustu. Á hamfaratímum erum við upplýs- ingasími fyrir almenning. Eins og staðan er í dag sjáum við ekkert annað en að símtölum eigi eftir að íjölga. Við erum búin að efla enn frekar sjálfboðaliðana sem svara en í dag eru þeir um 100 talsins. Áður 1717 en sjálfboðaliðarnir hefja störf hjá okkur fara þeir í gegnum 40 stunda þjálfun og námskeið og eru eftir það í stakk búnir að taka á móti viðkvæmum upplýsingum og benda fólki á úrræði,“ sagði Fjóla Einarsdóttir. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.