Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2008, Side 35

Skinfaxi - 01.11.2008, Side 35
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur: Seiglan er kjarni sigurviljans Handboltakappinn, rithöfundurinn og sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson útskrifaðist frá Háskóla fslands með BA- gráðu í sálfræði árið 1982. Eftir útskrift hélt Jóhann Ingi til frekara náms í Kiel í Þýskalandi. Þaðan útskrifaðist hann með embættispróf í sálfræði. Jóhann Ingi hefur starfað sem sálfræð- ingur fyrir ýmis félagasamtök, fýrirtæki og íþróttafélög í gegnum tíðina, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að reka sína eigin sálfræðistofu. Einnig hefur Jóhann Ingi þjálfað íslenska landsliðið í handbolta og nokkur fremstu handboltalið Þýska- lands í um sjö ár. f gegnum árin hefur hann skrifað nokkrar bækur sem snúa að sjálfs- trausti og sjálfsstjórnun, nú síðast bókina Þúgetur... árið 2008 ásamt Sæmundi Hafsteinssyni og Marteini Steinari Jóns- syni. Jóhann Ingi hefur einnig starfað sem kennari við Endurmenntun Háskóla íslands. „Orðið óvissa veldur streitu og kvíða hjá fólki. Það má líkja þessu við að flugstjóri er tiltölulega öruggur í flugvélinni sinni en okkur, sem sitjum aftur í, þó við séum ekki flughrædd, líður ekkert vel ef vélin fer að hossast verulega. Munurinn á okkur og flugstjóranum er að við erum ekki með stýrið í höndunum og nákvæmlega þannig líður fólki núna. Því finnst það ekki hafa vald á aðstæðum, og það sem meira er, það er ekki komin nægilega skýr mynd á það um hvað þetta snýst og hvað þetta sé mikið. Og eins hvernig menn ætla síðan að taka á þessu. Það vantar svolítið upp á að fá þetta meira á hreint og þegar að því kemur þá held ég að við getum tekið á málunum," segir Jóhann Ingi Gunnarsson þegar hann var spurður um hvernig fólk líti almennt á ástandið sem ríkir í þjóð- félaginu nú um stundir. Síðan berst talið að unglingum og hvernig þeir bregðast við á tímum sem þessum. „Það reynir mikið á unglinga, þeir eru að flnna sjálfa sig og vita ekki í hvorn fót- inn þeir eiga að stíga. Unglingar í dag eru í sjálfu sér ekkert verri en unglingar voru áður, kannski miklu skarpari ef eitthvað er, fljótari að hugsa, hafa meiri sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem skiptir miklu máli. Við, sem erum að vinna með unglingum, hvort sem það er í íþróttahreyfmgunni eða sem foreldrar, verðum að passa okkur á því að gera ekki vont verra. Við verðum að Það er algjört lykilatriði að börn og ungl- ingargeti stundað sínar íþróttir. Ef unglingarnir eiga foreldra eða forsvars- menn, sem sýna seiglu og þraut- seigju, þá er það þeim til góðs. vanda okkur í því hvernig við tölum um ástandið og leggja áherslu á að það er ekki allt að fara norður og niður. Við getum ekki borið þetta saman við móðuharðind- in, eins og einhver vildi gera, heldur finnst mér þetta miklu líkara því þegar gaus í Heimaey. Það gerðist hratt og var miklu ógnvænlegra en menn reiknuðu með. Það gerði enginn ráð fyrir að fólk þyrfti að yfir- gefa bæinn á nokkrum klukkutímum. Vestmannaeyingar búa þar ennþá og þar er búið að byggja allt upp. Að sjálfsögðu reynir þetta ástand í þjóðfélaginu á allar fjölskyldur og unglingana líka. Ef ungling- ar eiga foreldra eða forsvarsmenn, sem sýna seiglu og þrautseigju, þá er það þeim mjög til góðs. Það felast lausnir í seiglunni en ég segi stundum að seiglan sé kjarni sigurviljans. Við verðum að leiða það með skýrum hætti hvernig við ætlum að taka á vandanum sem blasir við. Eitt er víst, að við eigum eftir að finna okkur leið út úr vandanum. Ég held líka að unglingar muni læra það sem íþróttir ganga út á en það er að kunna að takast á við sigra jafnt sem ósigra. Líflð er líka þannig að það skiptast á skin og skúrir. Nú eru skúrir og skaflar og nú þurfum við að kenna unglingunum okkar að takast á við mótlæti og andstreymi. Þannig munu þeir þroskast og koma út sem sterkari einstaklingar,“ segir Jóhann Ingi. - Hvernig heldur þú að unglingar upplifi ogskynji ástandið íþjóðfélaginuf „Þeir upplifa auðvitað ástandið á ýmsa vegu. Þeir fá upplýsingar í gegnum fjöl- miðla og ábyrgð fjölmiðla á málinu er því mikil. Mér fannst margir þeirra ekki standa sig nægilega vel í upphafi hrunsins. Ef til vill er skýring á því enda flestir í áfalli. Þetta er eins og í íþróttunum, við þurfum að sýna yfirvegun og halda haus. Það skipt- ir miklu að unglingar finni stöðugleika og að þeim sé sköpuð öryggiskennd eins og kostur er. Við eigum líka að kenna ungling- unum okkar að vera þakklátir fyrir það sem við eigum í staðinn fyrir að vera alltaf að velta okkur upp úr því hvað hugsanlega sé farið og hvað okkur vanti og skorti. Þeir aðilar, sem vinna mikið með ungiingum, merkja enn sem komið er enga sérstaka áfallastreitu umfram það sem hefur verið." - Finnast þér íþróttir og œskulýðsstarf gegna miklu hlutverki íforvarnastarfi? „Já, þær gegna svakalega miklu hlut- verki og íþróttir munu skipta æ meira máli núna, undir þessum kringumstæðum. Við verðum að gæta þess, þar sem fólk hefur minna á milli handanna, að brottfallið þar verði ekki vegna þess að börn og unglingar hafi ekki efni á að stunda íþróttir. Það má aldrei gerast og til að koma í veg fyrir það verður að dreifa fjármagninu á rétta staði. Það verður bara að fara eitthvað minna í annað, það er ekki flóknara en það. Það er algjört lykilatriði að börn og unglingar geti stundað sínar íþróttir. Ég hef trú á því að ríkisvaldið verji þetta af öilum mætti. Ég vil bara segja það að í öllum kreppum felast tækifæri og fyrst þetta gerðist hjá okkur þá verðum við að draga af því lær- dóm og búa til öflugra og sterkara sam- félag," segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 35

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.