Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 2
hafsins'* — sjómennirnir — hafa flutt yfir hættusvæðin til annara landa, og aldrei hefir þjóðinni verið færður skýrar heim sanninn um það, hvílíka meginstoð hún á í sjómannastétt sinni og skipastól, heldur en einmitt á síðast- liðnum vetri. Veturinn sem leið, hefir hinsvegar verið oss óhagstæður, að því leyti, að aflabrögð á ver- tíðinni hafa verið með afbrigðum léleg í flest- um verstöðvum landsins. Hlutur útgerðar- manna og sjómanna og annara, sem að útvegn- um vinna á þessum stöðum, er því ákaflega rýr og sumstaðar sama sem enginn. Þá hefir veturinn orðið þeim sjómönnum og öðrum, sem undanfarið hafa haft sína aðal vetrarvinnu í sambandi við saltfiskveiðar togaranna, æði þungur í skauti, því þær veiðar féllu nú að þessu sinni að heita má alveg niður. Eru það aðallega Reykvíkingar og Hafnfirðingar, sem hér eiga hlut að máli, og mun enginn lá þeim þótt þeim, nú við komu sumarsins, sé fremur kvíði í huga en fögnuður. Frá því íslenzku sjómennirnir hófu það á- hættusama starf, að flytja afurðir þjóðarinnar yfir hættusvæðin til sölu í öðrum löndum, hefir verið til þeirra litið með aðdáun og þeir rétti- lega nefndir „hermenn þjóðarinnar“, „hetjur hafsins" o. s. frv. Og þeim hefir verið sungið lof við ýms tækifæri, bæði í ræðu og riti. Ekki er að efa, að hjá öllum almenningi muni hugur fylgja máli í lofsyrðunum í garð sjómannanna. En þeirrar hugsunar verður ekki varist, að nokkur vafi geti á því leikið, að svo sé um alla. — Að minnsta kosti mun sjó- mönnunum sjálfumfinnastreynslan vera sú, að vissara sé fyrir þá, að taka lofinu með nokk- urri varúð og trúa mátulega þeim blíðmælum, að ekkert sé þeim of gott og það eigi allt fyrir þá að gera. Fyrir síðasta alþingi, sem starfaði í 70 daga og lauk störfum síðasta vetrardag, lágu nokk- ur mál, varðandi hagsmuni og öryggi sjó- mannanna. Þetta þing hafði auðvitað mörg önnur mál til meðferðar, og afgreiddi mörg lög um ýms efni. Það ráðstafaði fé til vega- gerða, brúabygginga, mæðiveikivarna, nýbýla- bygginga, jarðræktarstyrkja, skálda og lista- manna og samþykkti launauppbætur til opin- berra starfsmanna o. s. frv. — en aðeins eitt mál sjómannastéttarinnar (talstöðvarmálið) var samþykkt. Hin voru ýmist látin daga uppi, eins og frumvarpið um undanþágu stríðs- áhættuþóknunarinnar frá skatti og útsvari og vitamálafrumvarpið, eða þá drepin, eins og frumvarpið um það, að sjómenn mættu verja nokkrum krónum af kaupi sínu til kaupa á heimilisnauðsynjum í erl. höfn, án þess að fá til þess allra náðugast leyfi gjaldeyrisyfirvald- anna. Og svo mikið var áhugaleysi þingsins eða viljaleysi, nema hvorttveggja hafi verið, — að því gafst aldrei stund í þá 70 daga, sem það sat, til þess að afgreiða frumvarp, sem fyr- ir því lá, um smávægilega breytingu á sjó- mannalögunum. — Jafnvel það, að afgreiða þetta smá mál, virðist þinginu hafa þótt of mikið tillæti við sjómennina! Það þarf því engan að furða á því, þó sjó- mönnunum finnist þakkirnar, sem þeir fá hjá þinginu fyrir veturinn æði nöturlegar og lítið í samræmi við lofsyrðin, sem hafa verið Iátin klingja þeim í eyrum við öll hugsanleg tæki- fæi i að undanförnu. Og það er von, að annað eins og þetta komi il!a við sjómennina. Þeir eru veruleikans menn. Lífið á sjónum hefir kennt þeim það, að allt er undir því komið að vera, en ekki því, að sýnast, og að ekkert er verra og hættulegra en blekk- ingin í hverri mynd sem hún er. Lofsyrðin eru þeim einskisvirði, ef ekki fylgja athafnir. — Minna í orði en meira á borði, er reglan, sem sjómaðurinn fylgir í starfi sínu, og eftir þeirri reglu vill hann að aðrir breyti við hann. Sjómennirnir hafa gert skyldu sína við þjóð- ina og þeir eiga því skilyrðislausan rétt á því, að þjóðin geri skyldu sína við þá. Og þeir munu hér eftir sem hingað til, inna sitt starf af hendi sem „hermenn þjóðarinnar“, en þeir munu samtímis verða vel á verði um það, að hagsmuna- og öryggismál þeirra verði ekki eftirleiðis eins greipilega hundsuð af ráða- mönnum þjóðarinnar og gert var á síðasta þingi. íslenzku sjómennirnir hafa nú, ef til vill frekar en nokkru sinni áður, ástæðu til að VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.