Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 7
HALLGRÍMUR JÓNSSON: Islendingar í Bosfon Það er talið, að vöxtur sjávarútvegsins um og eftir aldamótin síðustu, hafi stöðvað fólks- flutningana til Ameríku. Nýja sönnun þessa má sjá á því, að eftir að togurunum hætti að fjölga, hafa allmargir menn leitað vestur um haf. Eru það einkum togarasjómenn. Menn, sem hefir fundist sér hér ofaukið, en ekki viljað sætta sig við skarð- an hlut. Um þetta hefir næsta lítið verið skrifað. Sjó- mennirnir fara yfirleitt ekki í blöðin með á- form sín eða áætlanir, og aðrir láta sér fátt um ferðir þeirra. Þessir ísl. sjómenn hafa flestir sezt að í Boston. Boston er stór borg (um 900 þús. íbúar) á austurströnd Bandaríkjanna. Þar eru fiskiveið- ar stundaðar í stórum stíl, með skipum af ýms- um stærðum og gerðum. Frá nýtízku diesel- véla-togurum og niður í doríuveiðar á seglskút- um eins og tíðkaðizt fyrir langa löngu. En það munu hafa verið sjómenn frá Boston, er komu hingað á sumrum fyrir aldamótin og stund- uðu þá slíkar doríuveiðar, einkum úti fyrir Vesturlandi. Munu nú um 70 íslendingar í Boston og starfa flestir þeirra við fiskiveiðarnar. Þar af eru um 20 skipstjórar, 11 eða 12 þeirra starfa sem skipstjórar á stærstu togurunum, en hinir vinna sem stýrimenn, bátsmenn o. fl. Svo stóð á, er Dettifoss var í New York í síðustu ferð, að landar efndu þar til móts. Komu þar saman um 80 manns, og á meðal þeirra voru 5 skipstjórar frá Boston; er það um 400 km. leið að fara. Var um þær mundir hásetaverkfall á Bostonartogurunum og höfðu því skipstjórarnir ekkert viðbundið, en járn- brautarferðin óx þeim ekki í augum. Dvöldu skipstjórarnir 2—3 daga í New York og heim- sóttu þá Dettifoss, enda áttu þeir kunningja á skipinu. Höfðu þeir frá mörgu að segja, og létu vel yfir sér. Þó að veiðiskapurinn sé sóttur af kappi þar vestra, þá er starfið síst erfiðara en hér heima. Sögðu þeir viðurgerning á skip- unum ágætan. Hlutaskifti eru á togurunum þar, og tekjuvon mikil, þegar vel veiðist og hátt er verð. Fiskað er í ís og veiðiferðir sjald- an lengri en 10 dagar, þar af 1—2 daga sigl- ing hvora leið. Diesel-togarinn »Snrf« frá Boston. Lengd 146’. Ve'laorka 760 F. H. /ý. 7 V ÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.