Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Side 28
EDWARD FREDRIKSEN:
Ruggað við danskinum.
Eins og áður er frá sagt, var lúðuveiðin sára-
lítil á ,,Fyllu-bankanum“, en við höfðum ekki
útbúnað til að sækja lengra í burtu, nema þá
að „móðurskipið" „Arctic“ flytti sig úr stað
og fylgdi okkur, en við það var ekki komandi.
Sáum við þá fram á, að þetta Grænlands-
ferðalag okkar myndi verða mesta reiðileysi,
sem það og varð. En til þess nú að sýna dansk-
inum fram á, að við hefðum rétt fyrir okkur,
en hann rangt, og að hann ætti sökina á því,
ef við færum illa út úr sumrinu, þá ákvað
Finnbogi skipstjóri að faraíróðurnorðurþang-
að, sem „Anana“ hélt sig og treysta á það, að
þar fengist olía til heimferðarinnar.
Var nú búist til ferðar, tekið eins mikið af
olíu og hægt var og útbúist sem bezt að öðru
leyti, og síðan lagt á hann langan og seinan
norður í haf. Hittum við „Anana“, sem var
4000 tonna dallur, og logaði hann allur í Fær-
eyingum og bátum þeirra, innan borðs og ut-
an. Þar bættum við við okkur fjórum fötum
af olíu, eða sem svaraði olíueyðslunni þangað
norður, og héldum síðan vestur undir Baffins-
land, eða réttara sagt í áttina þangað og svo
mikið er víst, að skemmra áttum við þar til
le.nds en til Grænlands, en hvorugt landið sá-
um við vegna misturs. Við lögðum nú þarna
2000 króka af haukalóð og öfluðum 95 dá-
gcðar lúður og talsvert af öðrum fiski. Var
lóðin síðan lögð aftur og fékkst þá svipaður
afli og í fyrri lögninni. Fleiri lagnir gátum við
ekki haft í þessum róðri vegna þess, hve olíu-
tæpir við vorum, enda stóðst þar á „strokk-
urinn og mjaltirnar“ hjá okkur. Olían var á
þrotum þegar höfn var náð, og notuðum við
þó seglin mikinn hluta heimleiðarinnar, því að
vindur var mjög hagstæður.
Við vorum hinir kátustu yfir þessum róðri
og vonuðum, að við hefðum með honum rugg-
að svo við danskinum, að hann sæi sér ekki
annað fært, en að færa sig nú um set norður
eftir. En því var nú ekki aldeilis að heilsa
— hann sat fast við sinn keip — og hreyfði
sig hvergi!
kynnti mér ekki neitt þessa fellingu, en það
var látið mjög með hana á tímabili, en mun
hafa dalað eitthvað eftir því sem fleiri tóku
hana upp.
Ef netin hafa verið felld 131/2 faðmur á
þurra teina úr sverri línu, hafa þau farið niður
fyrir 12 faðma blaut og úr 9 föðmum fyrir
brjóst niður fyrir átta faðma og getur það ver-
ið „normalt“. Þó munu þau net ekki veiða vel
til endanna, því með því er möskvinn teygð-
ur of mikið, en þegar farið var að fella eftir
þessu máli á rennblauta teina, þá fylgist ég
ekki lengur með. Eftir því sem net eru felld
minna, grynnast þau, þá hlýtur það að vera
dálítið broslegt að um leið og fellt er minna,
að dýpka líka teinana fyrir endana meira en
netið getur látið til, þótt það sé sterkt og þá
geta þau net heldur ekki veitt til endanna.
Framh.
VÍKINGUR
28