Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 18
JÓN E. BERGSVEINSSON: Brautryðjendur I. Markús Bjarnason skólastj r ■ ori Eitt af áhugamálum Markúsar var að koma upp sérstöku skólahúsi fyrir Stýrimannaskól- ann. Eftir mikið umtal og ráðagerðir féllst Al- þingi á að veita 20 þús. krónur til skólahúss- byggingarinnar. Markús valdi húsinu stað á einum fegursta stað bæjarins í þann tíð — Landakotstúninu. 220 ferfaðma lóð var keypt fyrir 2 kr. ferfaðmurinn og skólahúsið reist 1898. Uppkomið kostaði húsið með lóðinni kr. 20.850,81 og var það eitt af stærstu og fall- egustu byggingum bæjarins. Húsið stendur enn, en er nú orðið gamalt og hrörlegt í sam- anburði við aðrar byggingar bæjarins. Sparsemi og reglusemi Markúsar við skóla- haldið var ávallt annálsverð. Sem dæmi fer hér á eftir kostnaðurinn við skólann 1899, ár- ið áður en Markús andaðist. Var það kostn- aðarsamasta skólahaldið í hans tíð og í fyrsta skipti sem það fór fram úr áætlun. Reikning- urinn lítur þannig út í Landsreikningnum: a. Laun........................ kr. 3000,00 b. Önnur útgjöld: 1. til tímakenslu. 1088,10 2. — áhaldakaupa .... 190,00 3. — eldiviðar og ljósa 471,94 4. tms útgjöld..... 603,49 — 2353,53 Samtals kr. 5353,53 Það er tæplega von, að nútíma Islendingar geti gert sér grein fyrir þeim tíðaranda, sem hér var ríkjandi þegar Markús hóf umbóta- starf sitt fyrir íslenzka útgerð og íslenzka sjó. mannastétt. Þá var hér litið upp til Dana og alls þess er danskt var. Heldra fólkið í Reykjavík og kaupstöðum úti um landið talaði oft dönsku sín á milli og þótti fínt. Óbreyttir danskir há- setar, er voru á millilandaskipunum voru álitn- ir stórmenni í samanburði við íslenzka sjó- menn, að ekki sé talað um yfirmenn dönsku skipanna. — ,,Captejnen“ á skipunum var í margra augum nokkurskonar æðri vera. Vöruflutningaskip þau, er þá komu hingað á vorin frá Danmörku, voru flest lítil seglskip 80—120 smálesta, sum nokkru minni. Þegar búið var að afferma vörurnar sem þau komu með, voru nokkur þeirra útbúin til fiskiveiða yfir sumartímann, en önnur til „spekulations- túra“ á hafnir meðfram ströndinni. Þau, sem ætluð voru til fiskiveiða, voru búin sérstökum vistarverum fyrir íslenzku fiskimennina. Þeir höfðu annað viðurværi en þeir dönsku, voru nokkurskonar heimur út af fyrir sig. Verka- skiptingin um borð var tvennskonar. Dönum, sem aðeins voru siglingamenn, var ætlað það hlutverk, að halda skipinu hreinu, sjá um allt er laut að tilhögun segla og annara starfa í þágu skipsins og viðhaldi þess. Þeir höfðu sín- ar ákveðnu vökur og nokkurnveginn regulegan svefntíma. Reglusemi, þrifnaður og natni við skipmannsstörfin einkenndi þá, en lítinn á- huga höfðu margir þeirra fyrir fiskiveiðunum og mörgum leiddust þær. íslendingar aftur á móti, sem flestir voru lausamenn, vinnumenn úr sveit og fátækustu bændurnir, voru í litlu áliti meðal landsmanna, höfðu fæstir kosningarétt til alþingis, voru illa til fara, í grófgerðum, heimaunnum fötum, höfðu skinnstakk og skinnbuxur að hlífðarföt- um fyrir ágjöf og regni, höfðu fæstir þekk- ingu eða áhuga fyrir verklegri sjómennsku eða siglingum, en áhugasamir um veiðiskapinn og duglegir aflamenn margir hverjir. Þeir höfðu óreglulegan svefntíma, stóðu uppi vöku eftir VÍKINGUR 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.