Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 15
fékk þar með réttindi til skipstjórnar á ensk- um togurum. Næstu árin sigldi hann frá Hull, og var þá fyrst háseti, en síðar stýrimaður. Árið 1916 varð hann skipstjóri nokkra mánuði, en vegna ófriðarins varð hann að láta af skip- stjórn, þar sem hann var útlendingur. Sama ár fór hann til Kanada, og sigldi þar þrjú næstu ár með togara, sem stundaði veiðar fyrir nið- ursuðuverksmiðjur í Vancouver. Á þessum ár- um öðlaðist hann þegnréttindi í Bretaveldi. — Síðast í júlí mánuði 1919 hvarf Ágúst aftur til Englands og settist nú að í Grimsby (Cleet- horpes). Tók hann þegar við skipstjórn, og var upp frá því skipstjóri á ýmsum stórum ný- tízku togurum, meðan honum entist aldur til. Ágúst var dugnaðar. og ráðdeildarmaður hinn mesti, heppinn og aflasæll og því eftirsóttur skipstjóri. Hann var virtur og mjög vel látinn af yfir- og undirmönnum sínum og öllum þeim, sem kynntust honum. Hann 12. ágúst 1916 kvæntist Ágúst eftirlif- andi konu sinni Elviru. Eignuðust þau tvö börn, Glen Vere og June Karen, sem nú eru bæði upp komin. Ágúst hafði næmt auga fyrir allri náttúru- fegurð og varði sumarleyfum sínum til ferða- laga víðsvegar um Evrópu. Árið 1931 var hann hér í sumarleyfinu með konu sína og dóttur. Ferðaðist hann hér víða um, sunnan lands, og heimsótti bernskustöðvar sínar .— Vogana. Ágúst var hár maður vexti og hinn gjörvi- legasti að vallarsýn. Greindur var hann og gjörathugull alvörumaður, traustur og fastur fyrir, svo sem hann átti ætt til. Hann var farinn að þreytast á sjómennsk- unni, sem ekki var óeðlilegt eftir rúmlega 30 ára samfellt starf. Var hann orðinn maður vel efnum búinn, og hafði því hug á að breyta til um störf, þá er hann yrði fimmtugur, 18. ág. s.l., og lét orð þar um falla. Hið sviplega frá- fall Ágústs kom sem reiðarslag yfir fjölskyldu hans og vini alla. Hann var góður eiginmaður, ástríkur faðir og umhyggjusamur við aldraða móður. Slíkra manna er ávallt sárt saknað, en sárast af þeim, sem næstir þeim standa. Sameignarfélög útgerðarmanna í Vestmannannaeyjum frh. af bls. 10 til kl. íy^ eftir miðnætti. Verksmiðjan liefir þrjár vélasamstæður sem knúðar eru með raf- magni. Net þau er verksmiðjan framleiðir eru fullkomlega samkeppnisfær við beztu erlend þorskanet, um verð og gæði. Fyrirtækið er sameiginleg eign útgerðarmanna í Eyjum. Olíusamlag Vestmannaeyja var stofnað með almennum samtökum útgerðarmanna í Eyjum síðari hluta ársins 1937. í janúar 1938 fékk það fyrsta olíufarm sinn, 850 tonn. Samlagið á nú 1 stóran olíugeymi og tvo minni. Það er á- reiðanlegt, að þess'i samtök útgerðarmanna hafa haldið olíuverðinu niðri og sparað út- gerðarmönnum stórfé. Auk þessa, sem nú hefir verið talið, starfa eftirtalin fyrirtæki í sambandi við útgerð Eyja- búa: Fiskimjölsverksmiðja, eigandi Ástþór Matt- híasson; Fiskþurkhús (hlutafélag) ; Öngul- taumagerð, eigandi Ágúst Bjarnason; Fisk- reykhús, eigandi Georg Gíslason; 5 íshús til beitugeymslu, ísframleiðslu o. fl. eru í Eyj- um. Niðursuðuverksmiðja S.Í.F. hefir sett upp útibú í Vestmannaeyjum, og hefir hún m. a. soðið niður hrogn, það sem af er þessari vertíð. Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja er getið á öðrum stað hér í blaðinu. K. K. ...heim á tnorgun Veixtu bui, aÁ þú varst aS /á uvpáhulds llaSiS þitt SJÓMANNABLAÐtÐ VÍKING 15 Egill Hallgrímsson, YÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.