Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 27
hvaða tegund sem þau eru, nema þau séu nokk- urnveginn rétt, en um troll átogurum var aldrei talað, að þau ekki væru rétt eða í veiði- færu standi, hvernig svo sem þau voru útleikin og af hverju fiskuðu sum skipin ekki nema lít- ið og jafnvel ekki neitt á sömu miðum og aðrir fiskuðu ágætlega. Þeir drógu jafnhart með jafnstórt troll og með jafnmikla víra úti, en aldrei var það veiðarfærinu að kenna. Ég er ekki að segja að þetta sé orsökin til þess, að svo mikill mismunur var á fiskiríi, en menn hefðu ef til vill kennt veiðarfærinu um, ef þetta hefði verið á síldveiðum og ef til vill ekki að ástæðulausu. Þegar mótorbátarnir fóru að fiska með troll kom það strax í ljós, að ekki var hægt að fiska í sum trollin sem þeir höfðu. í troll sem kom frá Ameríku fengust aldrei meir en 3 pokar í drætti, þá lokaði það sér. Það var vegna þess, að vængleysin voru of stutt. Þegar það var lagað, fengust upp í 10 og 11 pokar stöku sinnum í drætti, eða það virtist fiska eftir því sem magn var fyrir. Annað troll fiskaði ekki. Þegar það var skoðað kom í ljós, að slak- inn í undirvængjunum hafði verið dreginn of mikið aftur eftir og tók því streng uppíhöfuð- línuna. Þegar það var lagað, var trollið ágætt. Bátur frá Vestmannaeyjum kom hingað með troll, sem hnýtt var þar eftir trolli, sem sent var héðan. Það fiskaðist ekki neitt í það, eft- irlíkingin var ekki nákvæmlega rétt; það var lagað og þá fiskaði trollið. Þessi dæmi, sem ég hefi tekið af trollum sanna, að það þarf líka að vera nákvæmni í tilbúningi og uppsetningu þeirra ekkert síður en á dragnótum. Reknetaslöngur eru flest allar búnar til jafn- langar eða 60 álnir hvítar, sem er kringum 55 álnir litaðar og dýptin er 250 möskvar, jafnt hvort möskvastærðin er 16 y% á alin eða 19 og verða því misjafnlega djúpar eftir möskva- stærðinni. Þegar búið er að fella þau inn, geta þau því öll verið jafn löng en misjafnlega djúp. Síldarnet eins og önnur net, fiska mjög mis- jafnlega, bæði er það nú að garnið í þeim er mjög misjafnt eftir því hverrar tegundar það er og svo er líka uppsetningin. Flestir, sem eitthvað kunna til neta, álíta að þeir geti sett upp síldarnet, en það er samt margt að athuga í sambandi við það. í fyrsta lagi er það, hverrar tegundar er garnið í netinu, hleypur það mikið eða lítið og hvernig eru teinarnir sem nota á. Hvað hlaupa þeir mikið. Geti maðurinn ekki, gert sér nokk- urn veginn grein fyrir þessu hlýtur uppsetn- ingin að verða handahóf, en getur þó ef til vill lukkast. Það er búið að fiska í tugi ára með reknetum og ekki enn þá getur neinn sagt manni hvei'nig felld net eru bezt. Menn, sem veiða með reknetum ár eftir ár, væru líklegir til að slá einhverju föstu með þetta, en það er ekki því láni að fagna. Ég hefi skoðað mörg hundruð reknet, sett upp bæði hér á landi og utanlands og lengdin á þeim felldum og blautum hefir verið frá 12 föðmum allt niður í níu faðma. Þetta virðist allmikill mismunur á ekki lengri netum. Á herpinót, sem er 170 faðmar gæti með sama netinu skakk- að 42 föðmum eftir því hver setti hana upp. Ég er hræddur við að útkoman yrði ekki sem allra bezt og þó er hún veiðitæki, sem sveipað er utan um síldina og ætti því að hafa minni áhrif. Dýptin fyrir gafli á síldarnetum hefir verið frá rúmum 7 föðmum niður undir 5 faðma. Síldarnet, sem er 9 faðmar á lengd og 5 á dýpt, fiskar alls ekki, en það getur fiskast sæmilega í net, sem eru 10 og 6 faðmar, en þó er kvartað yfir að þau dragi illa til endanna. Ef linsnúið og þunnt garn er í netinu, verður að fella það minna heldur en ef garnið er hart og létt, því þá þenur það sig dálítið sjálft. Ég held mér falli einna bezt af uppsettum netum utanlands frá, netin frá Kristjánssand, og þau eru yfirleitt 11—11 faðmur á lengd og 7 á dýpt og það hafa verið talin frekar góð veiðinet og ég mæli með því að reknet séu í notkun lli/2—12 faðma á lengd og rúmir 7 faðmar á dýpt og ef menn eru með þannig felld net, þá er það ekki fellingunni að kenna ef ekki fiskast. Til dæmis um það, hve margbreytilegt er með fellingu síldarneta, kom upp á Siglufirði í sumar felling sem kölluð var Ólafsfjarðarfell- ing. Hún var þannig, að netin áttu að vera 13x/2 tiJ 14 faðmar á lengd og 9 fet á dýpt. Ég 27 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.