Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Page 4
Ný veraldarsaga er að skapast, með ófyrir. sjáanlegum afleiðingum. Við skulum nú fá okkur far með „Járn- brautinni“ og skygnast inn á ófriðarsvæðið. Al-ljósa hlutlaust skip er að nóttu til ágæt- ur skotspónn fyrir kafbát í fyrirsátri. Á tím- um eins og þessum er rökkrið geigvænlegt, af því að enginn veit hvað bíður manns þar. Ekki er maður kominn langt á leið, þegar allt í einu er brugðið upp tíðum ijósglömpum úti í myrkrinu. Einhver sem felur sig þar út í skugg- anum, óskar eftir að fá að komast í samband. Loftskeytamaðurinn, sem kannski var að festa blundinn, er rifinn upp til að tala við friðarspillirinn. Ljósglamparnir kljúfa myrkrið. Það er skiftst á spurningum og svörum. Óþekkta skípið færist nær, það sést grilla í það, og fallbyssur þess sjást gína við hinn stjörnu- bjarta himinn. Brezka Ijónið sefur ekki, þótt það láti lítið fara fyrir sér. Það vill vita á hvaða ferðalagi við erum og hvað við höfum innanborðs. í fyrsta skifti sem við hittum brezkt herskip eftir að ófriðurinn brauzt út, elti það okkur alla nóttina og þegar birta tók komu dátarnir róandi yfir með alvæpni og björgunarbelti um sig miðja. Nú höfðu þeir ekki svo mikið við, þegar leyst hafði verið úr spurningum þeirra drógu þeir sig í hlé og hurfu í myrkrið. Fjórum sinnum kemur þetta sama fyrir á út- leiðinni, að skipið er stöðvað og við spurðir spjörunum úr. Með flöggum á daginn, ljós- merkjum á nóttunni. í fimmta skiftið er það flugvél, sem stingur sér niður úr skýjunum og steypir sér yfir skipið. Þrisvar sinnum hefir hún sig aftur á loft og endurtekur sama leik- inn. En þessari flugvél er ekkert illt í hug, en um leið og hún nærri ber möstrin með vængj- unum, gefur hún til kynna, hvað vopnlaust skip er varnarlaust fyrir slíkum fugli. Einu sinni gellur eimpípan við, öllum að ó- vörum. Hvert ,,stuðið“ rekur annað. Óhugur augnabliksins læsir sig inn í meðvitund skips- hafnarinnar. Þetta er merkið um að skunda að björgunarbátunum. Úr öllum áttum koma menn hlaupandi með björgunarbeltin í hend- inni. Sumir beint úr rúmum sínum, aðrir frá VÍKINGUR vinnu sinní, neðan úr vélarrúmi, búrí og eld- húsi, léttklæddir þaðan úr hitanum. Allir hlaupa að sínum stað við bátana, nema skip- stjórinn, sem stendur kyr á stjórnpalli, og loftskeytamaðurinn sem bíður í klefa sínum eftir fyrirskipun, með tækin í gangi. Svo kem- ui skipstjórinn með klukkuna í hendinni og tilkynnir að þetta hafi aðeins verið æfing. Tvær mínútur hefir skipshöfnin þurft til að komast á sinn stað við bátana. Lengri tíma þurfti hún ekki til að athafna sig. Hið mikla lán, sem það sem af er ,hefir fylgt ísl. skipunum á hættusvæðinu, hefir stælt marga uppí aðvanmeta hættuna, halda að hún sé ekki svo mikil. iJafnvel menn sem fyrstu kærðu sig ekkert um að leggja sig í hættu, eru aftur farnir að gefa kost á sér til að sigla. Sjómönnunum á hættusvæðinu finnst, að þeir menn í landi, sem nú öfunda útgerðarmenn og sjómenn af þénustunni og áhættupeningun- um, ættu að bíða með það þangað til þeír sjá hversu fengsælt þeim verður það. Verði um betri afkomu að ræða, þá fá þeir sem þurfa. Velgengnin verður einnig að standa eitthvað og engin óhöpp að koma fyrir, til þess að hægt sé að koma völtum fjárhag á réttan kjöl og bæta sjómönnunum upp undanfarin hallæris- ár. En íslenzku skipin hafa þó ekki komist al- veg hjá því að verða vör við hættuna. Önnur skip hafa sprungið upp fyrir framan þau og aftan, íslenzk skip hafa oft orðið að snúa frá tundurduflum, og íslenzk skipshöfn hefir orð- ið að flýja í björgunarbátana, en kafbáturinn verið rekinn á flótta, áður en hann hafði tíma ti! að granda skipinu, og stundum hefir ekkert annað en snarræði bjargað skipum og mönn- um frá eyðileggingunni. Sjómennirnir eru ekki illgjarnir, þeir eru ekki einu sinni öfundssjúkir. Þeir gleðjast yfir hverjum þeim sem vegnar vel, sérstaklega ef hann hefir til þess unnið. Þó er það nú svo, að þeir gætu vel horft á manninn, sem í þinginu talaði um ,,hræðslupeninga“ sjómannanna, teymdan niður endilangt tundurduflasvæðið, til að vita hvort honum vorkenndist ekki, auð- vitað mætti hann eiga völ á þeim björgunar- möguleikum sem þar eru fyrir hendi. 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.