Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 30
undir svolitla fossbunu — og þannig ranli vatnið sjálfkrafa í ílátin. Stór hópur Græn- lendinga hafði safnast saman á klöppunum þar sem við komum að landi og einnig margt fólk í bátum og þegar við fórum, kvaddi kven- þjóðin okkur með húrrahrópum, en karlmenn- irnir voru heldur þögulli. Mér er sérstaklega minnisstæður einn gamall Grænlendingur, sem ég sá þarna. Andlitið á honum var einna lík- ast þvottabretti, svo þétt sett var það reglu- legum hrukkum, og ég er alveg viss um, að ekki hefir verið hægt að bæta þar einni hrukku við, án þess að skemma þær, sem fyrir voru. Við kvöddum svo þetta fólk og héldum af stað. Og nú beindist öll okkar hugsun að því, hvort hafísinn yrði okkur til farartálma þeg- ar út fyrir f jarðarmynnið kæmi og hvort okk- ur auðnaðist að sleppa í gegn — út á auðan sjó. Hér um bil á miðri leið út fjörðinn urðum við varir við talsverðan ís, en hann reyndist vera þunnur og hvergi samfastur. Skömmu seinna mættum við sex ,,kavalerum“ á húð- keipum sínum. Voru þeir bersýnilega að koma frá eyjunum fyrir austan Grænland og á leið vestur eftir. Ekki áttum við neitt tal við þá. Þegar við komum austur úr „Öllum lengri“, héldum við fyrst beint út um 10 sjómílur, en er dimma tók og veðurútlit varð ískyggilegra, leituðum við undan vindi og sjó til fjarðar nokkurs um 10 mílum fyrir norðan „Öllum lengri“ og lágum þar yfir nóttina; en daginn eftir eftir fluttum við okkur aftur um set um 10) mílur norðar, því að þar sást betur til veðurs og sjávar. Þennan dag fórum við flestir á berjamó og þótti okkur berin bæði stór og bragðgóð. Þannig leið þessi dagur og næsta nótt, en daginn þar á eftir var lagt út á hafið frá Grænlandi með ísland fyrir stafni. Var vindur þá genginn meira til vesturs, allhvass og gekk á með éljum. Hélzt þetta veður lengst af alla leið til íslands. Þetta kvöld, 16. september, heyrðum við í útvarpinu, að það stórslys hefði orðið, að franska hafrannsóknaskipið „Pourquoi pas?“ hefði farist framundan Straumfirði á Mýrum, og setti okkur hljóða við þá fregn. Fyrsta land, sem við sáum, var Kolbeinsey á Mýrum og mátti segja, að þá fyrst færi of- urlítið að rofa til. Litlu síðar sáum við Akra^ nes og um kvöldið komum við til Reykjavík- ur; var það sama dag, sem hinir sjódrukknuðu Frakkar voru fluttir þar í land úr varðskip- inu „Hvidbjörnen“. Þessi Grænlandsferð hafði gengið að ósk- um að því leyti, að við vorum allir komnir heim aftur heilir á húfi, — en aflinn var lítill, ef ég man rétt, aðeins I8V2 tonn af heilagfiski og 55 tonn af saltfiski. En þrátt fyrir þessa lé- legu útkomu hélt Óskar Halldórsson okkur rausnarlegt samsæti að Hótel ísland, kvöldið eftir að við komum, til þess að fagna okkur. Ef svo skyldi ske, að einhver félaga minna ræki augun í þessar línur, eiga þær einnig að færa honum og þeim öllum mínar beztu þakkir fyrir samveruna. Af hverju hœttu Islendingar að berjastt Gvendur k-yndari: „Hefirðu lesið Moggann í dag?“ Óli bátsmaður: „Nei, — hvaS er þar merkilegt ?“ tívendur kyndari: „Það er „leið.arinn“. — Þar segja þeir, að þegar Islendingar hafi barizt hér í gamla daga, þá hafi „hermenn þjóðarinnar" ekki fengið neina áliættu- þóknun“. Óli bátsmaður: „Ja hérna. — Finnst þér þetta eitthvað merkilegt? Þetta vita allir!“ Gvendur lcyndari: „Það er nú kannske eins og vant er, allt þykizt þú vita! — Yeiztu kannske líka af hverju þeir hættu að berjastl?“ Óli bátsmaður: „Ila ?-----“ Gvend/ur kyndari. „Þarna sneri ég á þig. — AuSvitað hafa þeir hætt af því þeir fengu enga áhættuþóknun!“ VÍKINGUR 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.